Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 20172 Leikararnir Steinunn Jóhannesdóttir og Sigurður Karlsson ætla að skipta með sér flutningi Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa, 14. apríl. Þar með endurnýja þau hjúskaparheit sín, ef svo má segja, því þau léku hjónin Hall- grím Pétursson og Guðríði Símonardótt- ur í uppsetningu Þjóðleikhússins á Tyrkja- Guddu leikárið 1983-84. Áhugasömum er bent á spjall við Steinunni sem og aug- lýsingu um viðburðinn í Skessuhorni vik- unnar. Spáð er norðan- og norðaustanátt 5-10 m/s á morgun, miðvikudag. Dálítil él og frost víða 0-5 stig en þurrt og bjart veður á Vesturlandi og Suðvesturlandi. Hiti 0 til 5 stig að deginum. Fremur hæg austlæg átt en austan 8-13 m/s með suðurströnd- inni og á Vestfjörðum á fimmtudag. Snjó- koma eða slydda með köflum en úrkomu- lítið á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið. Norðlæg átt, 5-10 m/s og él fyrir norðan á föstudag og laugardag, en víða léttskýjað sunnan heiða. Kalt í veðri. Á sunnudag er útlit fyrir fremur hæga norðanátt og snjó- komu nyrst á landinu en bjartviðri syðra. Undanfarna viku hefur lesendum vefs Skessuhorns gefist kostur á að svara spurningunni „Hver er framtíðargjaldmið- ill Íslendinga?“ Flestir eru þeirrar skoð- unar að það skuli vera „íslenska krónan“, eða 43%. Næstflestir, eð 29% sögðu „evra“. 11% sögðu „Kanadadollar“, 6% „norsk króna“ en aðrir valmöguleikar fengu inn- an við 5% atkvæða. Í næstu viku er spurt: „Lestu málshættina sem fylgja páskaeggjum?“ Borgfirðingurinn Daði Freyr Guðjónsson og hin Skagaættaða Marta Carrasco höfn- uðu um liðna helgi í 6. sæti á Heimsmeist- aramóti í 10 dönsum sem fram fór í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Þau eru Vestlend- ingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fundað verður um tímasetn- ingu fjárleita BORGARBYGGÐ: Á fundi sveitarstjórnar Borg- arbyggðar síðastliðinn föstu- dag var tekin fyrir áskor- un Búnaðarfélags Lunddæla þar sem farið er fram á opinn fund um fjallskilamál. Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar, lagði fram eftirfarandi bókun sem sam- þykkt var samhljóða, en það sem fram kemur skýrir erindi Lunddælinga. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að vísa erindi aðalfund- ar Búnaðarfélags Lunddæla, sem haldinn var þann 28. mars 2017 og varðar fram- kvæmd fjallskilaverka, tíma- setningu leita og fleira tengt afréttarmálum, til umfjöll- unar og afgreiðslu í Fjall- skilanefnd Borgarbyggðar. Nefndin standi fyrir opnum fundi eða fundum um málið. Miklar líkur benda til þess að fram komi viðskiptaskil- málar frá sláturleyfishöfum sem hvetji til þess að bænd- ur komi fyrr með fé til þeirra þannig að um er að ræða beina viðskiptahagsmuni fyrir sauðfjárbændur.“ -mm Hætt kominn við köfun BORGARFJ: Maður var hætt komin þegar hann var við köfun í Reyðarvatni, efst í Lundarreykjadal í Borg- arfirði, síðdegis á laugar- daginn. Maðurinn mun hafa misst meðvitund þegar hann var við köfun í vatninu. Menn sem voru á svæðinu hófu þegar endurlífgun og hlúðu að manninum. Hann var fluttur með hraði áleið- is til Þingvalla þangað sem sjúkrabíll tók við honum og flutti á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar og umönnunar. -mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Lögð hefur verið fram áætlun á Landspítalanum sem ætlað er að taka á fráflæðisvanda spítalans. Verður hafist handa við fyrstu skref áætlunarinnar nú um miðj- an aprílmánuð. Einn liður þeirr- ar áætlunar er aukið samstarf við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Að sögn Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra HVE, verður biðdeild með 15 rúmum opnuð á Akranesi í maímánuði. „Óskað var eftir því við okkur hvort við gætum opnað deild og tekið við sjúklingum í biðrými. Þetta verður ekki sérstök endur- hæfingardeild, eins og sagðar hafa verið fréttir af,“ segir Jóhanna í samtali við Skessuhorn. Þá segir hún enn fremur að ekki hafi verið opnuð sex rými á HVE á Akranesi og í Borgarnesi, eins og áður hafði verið greint frá. Á HVE sé aðeins um að ræða þessi 15 rými á nýrri biðdeild á Akra- nesi. „Það eru bara þessi 15 rými sem um ræðir og þau verða opnuð á E-deildinni sem var lokað fyrir fimm árum síðan,“ segir Jóhanna og bætir því við að ekki sé vand- kvæðum bundið að opna hana að nýju. „Það þarf ekki mikið að gera til að hægt sé að opna hana. Það þarf að mála hana alla og einn- ig þarf nokkuð af búnaði. Búið er að taka saman hvaða búnað þarf og það er til skoðunar í ráðuneyt- inu. Einhver rúm kemur til með að vanta en Landspítalinn á rúm sem við myndum fá, því við verð- um að horfa á opnun biðrýmanna með hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir hún. Tímabundin aðgerð Jóhanna segir að opnun biðrýma á Akranesi sé tímabundin aðgerð. „Opnun biðdeildar hér er tilkom- in vegna vandræða á höfuðborg- arsvæðinu. Þar vantar hjúkrunar- og biðrými en verið er að byggja þau um þessar mundir í Reykjavík. Þess vegna er horft á opnun deild- arinnar hér sem tímabundna lausn. Lagt er upp með að biðdeild verði hér opin til loka næsta árs en þó er enginn ákveðinn endatími. Það verður opið lengur ef þarf,“ seg- ir hún. Að sögn Jóhönnu á ákvörð- unin um opnun biðdeildarinnar sér skamman aðdraganda. „Þessi beiðni kom til okkar í byrjun síð- ustu viku, þannig að aðdragand- inn er ekki langur. En þegar mað- ur fær svona beiðni, vitandi um vandræðin, þá getur maður ekki annað en reynt að gera það sem hægt er til að aðstoða,“ segir Jó- hanna. „Við höfum tekið við fólki frá Landspítalanum í gegnum tíð- ina þegar þurft hefur, bæði hér á Akranesi og eins til dæmis í Stykk- ishólmi. En það hefur verið meira tilfallandi. Nú er þörfin hins vegar orðin það mikil að ákveðið hefur verið að opna sérstaka deild. Höf- uðborgarsvæðið hefur nefnilega orðið eftir í byggingu nýrra hjúkr- unarrýma og þar fjölgar öldruðum einnig mest. Ég held að það vanti um 200 hjúkrunarrými á höfuð- borgarsvæðinu. Landsbyggðin aft- ur á móti er betur sett víðast hvar hvað þetta varðar. Við lítum svo á að ef við getum hjálpað, þar til hjúkrunarheimilin sem eru í bygg- ingu opna, þá erum við boðin og búin að leggja okkar af mörkum við það,“ segir hún. Kallar á fjölgun starfsfólks Aðspurð segir Jóhanna Fjóla opnun biðdeildar kalla á fjölg- un starfsfólks. „Við þurfum að fá fólk til starfa á þessari nýju deild; hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og almenna starfsmenn. Það er talað um að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að vera um það bil 55% af starfs- mönnum á deild sem þessari, en aðrir verða almennir starfsmenn. Í fljótu bragði myndi ég áætla að á þessari deild verði 13 til 14 stöðu- gildi, fyrir utan ræstingu. En ég vil þó taka það fram að við erum ekki komin nógu langt í útreikningun- um til að ég geti slegið því föstu hve mörg störfin verða,“ segir Jó- hanna og bætir því við að á næst- unni verði farið að auglýsa eftir fólki. „Þetta er farið að spyrjast út og við erum þegar farin að fá fyr- irspurnir um vinnu. Við erum að fara af stað í að auglýsa eftir fólki. Síðan má vera að einhverjir okkar starfsmanna vilji flytja sig á milli deilda eða bæta við sig starfshlut- falli, við munum bjóða það,“ seg- ir Jóhanna og horfir björtum aug- um á það verkefni sem framund- an er. „Þetta verkefni er skemmti- leg áskorun, að vísu stór en þann- ig eru mörg verkefni. Okkur hef- ur verið treyst fyrir þessu og við stefnum að því að standa undir því trausti,“ segir Jóhanna Fjóla Jó- hannesdóttir, forstjóri HVE, að lokum. kgk Biðdeild verður opnuð á Akranesi í maí Húsnæði fyrrum E-deildar sjúkrahússins fær nýtt hlutverk Reiknað er með að 13-14 stöðugildi verði á nýrri biðdeild á HVE á Akranesi, auk ræstingafólks. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.