Skessuhorn - 11.04.2017, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 7
VILTU VERÐA
KOKKUR?
Nánari upplýsingar hjá Sjonna á Galito, eða
sendið fyrirspurnir á galito@galito.is
Okkur vantar tvo matreiðslunema
til starfa sem fyrst
Vinsamlegast sendið umsóknir á galito@galito.is
sími 430 6767 · galito.is
Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins
og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða
grindurnar með steinullareiningum fást mjög hlýleg og falleg hús
sem eru fljótuppsett, endingargóð og illtendranleg. Ekki skemmir
fyrir að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri.
Ráðgjöf til viðskiptavina
Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og fram-
leiðslu húsanna.
limtrevirnet.is
Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
Við framleiðum
landbúnaðarbyggingar
Fjós Fjarhús Hesthús
Bæjarráð Akraneskaupstaðar hef-
ur samþykkt að heimild verði veitt
fyrir nýju 100% stöðugildi á vel-
ferðar- og mannréttindasviði bæjar-
ins. Um er að ræða starfsmann hjá
félagsþjónustu Akraneskaupstað-
ar, á sviði barnaverndar. Í lok árs
2016 var farið yfir fjölda tilkynn-
inga til barnaverndar Akraneskaup-
staðar og í kjölfarið var sviðsstjóra
velferðar- og mannréttindasviðs fal-
ið að greina stöðu málaflokksins.
Óskað var eftir samstarfi við Róbert
Ragnarsson stjórnsýslufræðing MA
við greiningu á stöðu barnavernd-
ar og samanburði við önnur sveitar-
félög. Í samanburðinum voru skoð-
aðir þættir svo sem stöðugildafjöldi
starfsmanna í barnavernd og heild-
arfjölda í félagsþjónustu, fyrirkomu-
lag bakvakta og greiðslna og vinnu-
lag í barnavernd.
Í félagsþjónustuteymi Akranes-
kaupstaðar eru fjórir starfsmenn í
jafn mörgum stöðugildum; félags-
málastjóri, félagsráðgjafi og tveir
starfsmenn sem helga sig barna-
verndarstarfi. Í niðurstöðum Ró-
berts segir að vísbendingar séu um
að álag á barnaverndarstarfsmenn
á Akranesi sé meira en almennt
gildir um barnaverndarstarfsmenn
á landinu, sé miðað við svokall-
aða Gautaborgaraðferð, sem not-
uð er til að mæla vinnuálag í barna-
vernd. Aðferðin mælir vinnuálag
en er ekki mælikvarði á gæði vinn-
unnar. „Starfsmenn í öllum sveitar-
félögum í samanburðarhópnum búa
að jafnaði við meira álag en æskilegt
er talið samkvæmt Gautaborgarað-
ferðinni. Starfsmenn hjá Akranes-
kaupstað búa við mun meira álag en
hjá hinum sveitarfélögunum,“ segir
í skýrslu Róberts. Að mati Róberts
er ekki æskilegt að stuðla að mikilli
sérhæfingu starfsmanna í fámennri
starfseiningu líkt og hjá félagsþjón-
ustu Akraneskaupstaðar. Því leggur
hann til að verklagi og starfslýsing-
um starfsmanna verði breytt, þann-
ig að störfin verði þverfaglegri. Þá
leggur hann til að bætt verði við
einu stöðugildi starfsmanns í félags-
þjónustu. „Verkefni þess starfs-
manns verði að mestu í barnavernd,
við könnun og meðferð mála. Í það
minnsta í upphafi. Þeim starfsmanni
verði jafnframt falið að vinna verk-
efni á sviði félagslegrar ráðgjafar og
fjárhagsaðstoðar, og málefna fatlaðra
barna til að stuðla að þekkingaryfir-
færslu á milli verkefna í félagsþjón-
ustu,“ segir í skýrslunni. grþ
Fjölga starfsmönnum
barnaverndar
Skaginn 3X er nú langt kominn
með uppsetningu vinnslubúnaðar
og lestarkerfis í Engey RE, nýjan
ísfisktogara HB Granda. Síðastlið-
inn föstudag var haldin móttaka við
Norðurgarð í Reykjavík og skipinu
siglt þangað og því formlega gef-
ið nafn. Skipið var svo til sýnis fyr-
ir almenning í Reykjavíkurhöfn á
laugardaginn. Eftir það var siglt að
nýju á Akranes þar sem Skaginn 3X
lýkur við frágang búnaðar og fín-
stillingar áður en haldið verður til
veiða síðar í þessu mánuði.
Búnaðurinn í Engey RE er sá
fyrsti sinnar tegundar og hefur fyr-
irtækið Skaginn 3X hannað, þró-
að og smíðað hann á Akranesi og
á Ísafirði. Búnaðurinn mun stór-
bæta vinnuumhverfi sjómanna um
borð auk þess sem hann mun auka
afkastagetu skipsins og hámarka
virði afurða úr afla þess. „Við erum
afar ánægð og stolt að taka á móti
Engey RE 91 sem er glæsilegur ís-
fisktogari og án efa eitt tæknivædd-
asta fiskiskip landsins. Við munum
taka á móti tveimur ísfisktogurum,
Akurey og Viðey, í flotann á næstu
mánuðum en þau skip verða með
sama búnaðinum og er í Engey. Við
reiknum með að Engey fari í sína
fyrstu veiðiferð í lok apríl,” segir
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri
HB Granda.
„Um að ræða stærsta þróunar-
verkefni sem ráðist hefur verið í um
borð í fiskiskipi hérlendis. Þessi nýja
tækni grundvallast fyrst og fremst
á nýjum aðferðum við meðhöndl-
un fisksins og aukinni sjálfvirkni í
vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og
frágangi á afla sem skilar mun betri
gæðum. Með nýrri myndavélatækni
er hver einasti fiskur myndaður,
tegundagreindur og stærðarflokk-
aður. Myndavélatæknin heldur
utan um allan feril fisksins allt þar
til að löndun lokinni. Með þessu
erum við komin með möguleika
á rekjanleikakerfi sem á sér enga
hliðstæðu allt frá veiðum til neyslu,
ef menn kjósa svo,” segir Ingólfur
Árnason, framkvæmdastjóri Skag-
inn 3X, en fyrirtækið fékk á dög-
unum Nýsköpunarverðlaun Íslands
fyrir þennan nýja búnað. „Þetta er
annað skipið sem er búið hinu bylt-
ingakennda SUB-CHILLING™
kerfi, sem gerir kleift að kæla fisk-
inn niður að -1°C án þess að frysta
hann. Með þessari tækni er hægt
að geyma fiskinn í körum án þess
Engey RE í hópi tæknivæddustu
fiskiskipa í heimi
að nota ís. Skaginn 3X hefur sótt
um sex ný einkaleyfi fyrir vinnslu-
búnaðinn sem settur var um borð í
Engey,” segir Ingólfur enn fremur.
Nautic ehf. sá um hönnun skipsins.
Samtals eru klefar fyrir 17 manns
um borð í skipinu, 15 eins manns
klefar og einn tveggja manna klefi.
mm