Skessuhorn - 11.04.2017, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 17
„Ekki var samráð haft við ungt fólk
þegar ákveðið var að gera stórvægi-
legar breytingar á menntakerfinu,
stytta nám til stúdentsprófs um eitt
ár og taka í notkun nýtt einkunna-
kerfi á samræmdum prófum í grunn-
skólum landsins. Ungt fólk verður
fyrir miklum áhrifum af breyting-
unum. Stytting á námi til stúdents-
prófs getur orðið til þess að minni
tími gefst til íþrótta- og tómstunda-
iðkunar. Breytingarnar hafa líka nei-
kvæð áhrif á andlega og líkamlega
heilsu ungmenna. Ungu fólki finnst
það hafa verið skilið út undan og
ekki hlustað á það. Því finnst þörf
á viðhorfsbreytingu innan stjórn-
sýslunnar svo ráðamenn og sveit-
arstjórnarfólk hlusti betur á ungt
fólk á Íslandi, bæði þarfir og kröf-
ur. Ungmennin óska líka eftir því að
fulltrúar ungmennaráða fái að sitja
fundi flestra nefnda innan sveitar-
félaga.“
Þetta er á meðal þess sem fram
kom á ungmennaráðstefnunni Ungt
fólk og lýðræði sem fram fór á Hót-
el Laugarbakka í Miðfirði dagana
5.-7. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar
var „Ekki bara framtíðin – ungt fólk,
leiðtogar nútímans.“
„Við teljum að æskilegt sé að
breyta lögum og í leiðinni samræma
reglur ungmennaráða um land allt,”
segir í ályktun ungmennaráðsins,
sem jafnframt vill að kosningaaldur
verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár.
Lagt er til að breytingarnar verði í
þrepum og kosningaaldur lækkaður
fyrst í sveitarstjórnarkosningum en
síðar í kosningum til Alþingis.
„Það er þyngra og leiðinlegra að
breyta lögum um kosningaaldur, en
það er stórt skref að byrja á sveitar-
stjórnarkosningum,“ segir Andrés
Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem
mætti á ráðstefnuna. Öllum stjórn-
málaflokkum var boðið að senda
fulltrúa á ráðstefnuna.
Málefni ungmennaráða
fær meira vægi
Til ráðstefnunnar Ungt fólk og lýð-
ræði komu tæplega 100 ungmenni
víða að frá landinu frá ungmennar-
áðum félagasamtaka og sveitarfé-
laga. Þar ræddu fulltrúar ungmenn-
aráðanna saman og veittu hverju
öðru ráð um það hvernig þau geta
komið málum sínum á framfæri. Í
niðurstöðum könnunar á vegum
Ungmennaráðs UMFÍ í lok ráð-
stefnunnar kom fram að öll ung-
mennin sem komu töldu sig hafa
lært eitthvað nýtt á henni. Fram
kom í umræðum ráðstefnugesta
að málefni ungmennaráða hafi
fengið meira vægi á undanförnum
árum og dæmi um að sveitarfélög
fái ungt fólk með sér í skipulagsráð
og nefndir á vegum sveitarfélags-
ins. Það hafi verið óhugsandi fyrir
tíu árum.
100 ungmenni
leggja á ráðin
Pallborðsumræður voru á ráðstefn-
unni á föstudag. Í pallborði voru sex:
Þrír fulltrúar frá VG; þingmaðurinn
Andrés Ingi Jónsson, varaþingmað-
urinn Gísli Garðarsson og Bjarni
Jónsson, oddviti VG í sveitarstjórn
Skagafjarðar; Margrét María Sig-
urðardóttir, umboðsmaður barna;
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar-
stjóri Húnaþings vestra; og Auður
Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri UMFÍ.
Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir
ráðstefnunni og kom ungt fólk, flest
á aldrinum 16-26 ára, að allri skipu-
lagningu hennar, allt frá fundum til
kvöldskemmtana. Ráðstefnugestir
voru til fyrirmyndar. Skemmtanir
voru áfengislausar, tóbak var ekki
notað, hvorki reyk né munntóbak
og notaði enginn rafrettur.
Á ráðstefnuna mættu fulltrú-
ar ungmennaráða frá Akranesi,
Borgarnes, Hólmavík, Hvamms-
tanga, Búðardal, Fjallabyggð, Akur-
eyri, Norðurþingi, Fljótsdalshéraði,
Fjarðabyggð, Höfn í Hornafirði,
Vík í Mýrdal, Árborg, Flóahreppi,
Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ,
Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Reykja-
nesbæ og Garði ásamt fulltrúum
ungmennaráða félagasamtaka.
-fréttatilkynning frá UMFÍ.
Auglýsir eftir kennurum til starfa
fyrir skólaárið 2017-2018
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Grunnskóli Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva
grunnskóli með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans
eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.
Tvo kennara vantar í fullar stöður að Hvanneyrardeild skólans
vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á yngsta stigi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.
Umsóknarfrestur er til 1.maí n.k.
Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með
upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu,
ásamt ábendingu um meðmælendur.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með
börnum, búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði
í starfi, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum
og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans.
Sjá heimasíðu www.gbf.is.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar
og Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að
sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri
í síma 847-9262/433-7300 netfang; ingibjorg.inga@gbf.is.
Lesturinn hefst kl. 13:30 og stendur til kl. 18:30.
Lesarar verða leikararnir Sigurður Karlsson og
Steinunn Jóhannesdóttir.
Í hléum mun organisti kirkjunnar,
Erla Rut Káradóttir, leika á orgel.
Öllum er frjálst að koma og fara að vild á meðan
lestri stendur.
Hátíðarguðþjónusta á kl. 08:00 á
páskadagsmorgun.
Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Lestur passíusálmanna á Föstudaginn langa
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Ungt fólk veit hvað það vill
Svipmynd af ráðstefnunni sem fram fór á Laugarbakka í Miðfirði.
Ungmennaráð UMFÍ og gestir í pallborði á ráðstefnunni.
www.skessuhorn.is