Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Side 20

Skessuhorn - 11.04.2017, Side 20
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201720 Nú í vor hafa nemendur á ung- lingastigi Grunnskóla Grundar- fjarðar sést á hestbaki á reiðvegi Grundfirðinga. Grunnskólinn hef- ur verið með val á hverju skólaári þar sem nemendur geta valið um allt frá heimilisfræði til Minecraft tölvuleiksins. Nú í ár var tilrauna- verkefni hrundið af stað að frum- kvæði Hesteigendafélags Grund- arfjarðar um val í hestamennsku. Átta nemendur taka þátt í þessu verkefni en öll umhirða hesta er hluti af náminu. Allt frá því að moka skít, gefa eða ríða út. Sig- urður Gísli Guðjónsson skóla- stjóri var mjög ánægður hvernig til tókst með þetta verkefni. „Skól- inn er mjög opinn fyrir því að fara svona út í nærumhverfið og tengj- ast félagasamtökum og atvinnu- lífi bæjarins,“ sagði Sigurður Gísli. „Verkefnið hefur gengið framar vonum og verður eflaust framhald á því næsta vor,“ bætir hann við. Þetta valtímabil hófst í febrúar og verður til loka skólaársins. Það eru fjórir frá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar sem sjá að mestu um leiðsögn við unga fólkið en það eru þau Dóra Aðalsteinsdóttir, Heiðar Bjarnason, Ingibjörg Sig- urðardóttir og Ólafur Tryggva- son sem skiptast á um að leiðbeina nemendum. Þeir komu svo úr átt- unda, níunda og tíunda bekk og hafa haft ótrúlega gaman að þessu. Aðstaðan hjá Hesteigendafélaginu er öll til fyrirmyndar hvort sem er fyrir hesta eða menn. tfk Læra hestamennsku í Grunnskóla Grundarfjarðar Öll verk er viðkoma hestamennsku eru innt af hendi og þar með talið mokstur undan hestunum. Hérna er Björg Hermannsdóttir að sinna því af mikilli kost- gæfni. Brynja Gná Heiðarsdóttir er hérna á fleygiferð í reiðhöllinni. Hérna eru sjö af átta nemendum í reiðhöllinni. F.v. Brynja Gná Heiðarsdóttir, Björg Hermannsdóttir, Ragnheiður Arnarsdóttir, Martin Máni Geirdal Kárason, Rakel Mirra Steinarsdóttir, Freyja Líf Ragnarsdóttir og Sigurður Heiðar Valgeirsson. Hérna eru krakkarnir ásamt Dóru Aðalsteinsdóttur og Sigurði Gísla Guðjónssyni við félagsheimili Hesteigendafélags Grundarfjarðar. Lokamótið í KB móta- röðinni í hestaíþróttum fór fram á laugardaginn í Faxaborg. Meðfylgjandi myndir voru teknir við verðlaunaafhendinguna. iss KB mótaröðinni er nú lokið Lið Berserkja vann liðakeppni og hér má sjá nokkra liðsmenn þeirra taka við verðlaununum. Fredrica Fagerlund vann einstaklings- keppnina. Halldór Sigurkarlsson og Greifi frá Söðulsholti unnu opinn flokk í fimmgangi. Heiður Karlsdóttir vann Barnaflokkinn í tölti og var jafnframt stigahæsti keppandinn í barnaflokki. Guðrún Fjeldsted og Inga Vildís Bjarnadóttir börðust hart í tölti 2. flokki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.