Skessuhorn - 24.05.2017, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 25
Kokkur í Borgarfirði
Ferðaþjónustan Staðarhúsum ehf.
óskar eftir að ráða kokk í rúmlega
50% starf í sumar. Erum staðsett 15
km norðan við Borgarnes. Nánari
upplýsingar í síma 865-7578. Engin
krafa um menntun. stadarhus@
gmail.com
Hraust, stundvíst og hresst fólk
óskast til starfa
Eigum við samleið? Óskum eftir
fólki til sumarafleysinga og fram-
tíðarstarfa við laxvinnslu. Við erum
að hausa, flaka, snyrta, beinhreinsa
og pakka fullt af laxi aðallega til
útflutnings á ferskum og unnum
íslenskum laxi. Önnur tilfallandi
störf við framleiðslu. Hafðu sam-
band með því að senda tölvupóst
á edalfiskur@edalfiskur.is og tölum
saman.
26 ára kona frá Pakistan óskar
eftir starfi
Ammara Asam Ghani er ung kona
frá Pakistan sem óskar eftir að starfa
til lengri tíma í Borgarbyggð. Amm-
ara er að læra enskar bókmenntir
í háskólanum í Punjab Lahore en
hefur áhuga á að flytja til Íslands þar
sem maðurinn hennar býr í Borgar-
byggð. Áhugasamir hafið samband
við Andra í síma 775-9077.
Óska eftir íbúð
Hjón með eitt lítið barn óska eftir
íbúð til leigu í Borgarnesi í langan
tíma. Malgo: 786-1548.
Húsnæði óskast
Hjón með 3 börn óska eftir leigu-
húsnæði í Borgarnesi. Anna
865-1873. Sammi 892-2944.
Óska eftir húsnæði
Er einstæð með 3 börn, vantar íbúð
sem fyrst á Akranesi, 3-4 herbergja.
Er með öruggar tekjur og borga
alltaf á réttum tíma. rakelosk92@
hotmail.com
Óska eftir hornsófa eða sófa með
tungu
Verður að vera með frekar háu baki
og harðri setu. Helst ekki eldri en
2ja til 3ja ára. Vinsamlegast sendið
tölvupóst: linus069@gmail.com eða
hringið í síma 865-7133.
Hnífabrýningar
Brýni flestar gerðir bitjárna. Er á
Akranesi. Uppl. í síma 894-0073.
Markaðstorg Vesturlands
ATVINNA Í BOÐIStykkishólmur - miðvikudagur 24. maí
Heimiliskötturinn – Drápsvél í krútt-
búningi? Menja von Schmalensee,
Náttúrustofu Vesturlands fjallar
um að kettir eru veiðiklær sem
geta haft neikvæð áhrif á dýr. Rætt
verður um áhrif þeirra, sambandið
við manninn og hvað hægt sé að
gera til að takmarka neikvæð áhrif
katta. Fyrirlesturinn verður haldinn
á efstu hæð ráðhúss Stykkishólms-
bæjar kl. 20. Aðgangur ókeypis.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 25. maí
Hátíðarmessa á kirkjudegi í Borgar-
neskirkju kl. 14. Vígslubiskupinn í
Skálholti séra Kristján Valur Ingólfs-
son heimsækir söfnuðinn á kirkju-
degi, en kirkjudagur er vígsludagur
kirkjunnar. Hann predikar og þjónar
fyrir altari ásamt sóknarpresti.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur. Velkomin í
þakkargjörð fyrir helgidóm okkar,
kirkju og kristni.
Akranes -
fimmtudagur 25. maí
Guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 14
– Dagur aldraðra – Sr. Þráinn Har-
aldsson þjónar. Hljómur, kór eldri
borgara syngur. Stjórnandi Hljóms
er Lárus Sighvatsson. Organisti
Sveinn Arnar Sæmundsson.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 25. maí
Drengjakór Reykjavíkur lýkur starfs-
ári með tónleikum í Reykholtskirkju
í Borgarfirði á Uppstigningardag
kl. 17. Um blandaða dagskrá
verður að ræða, létt lög héðan og
þaðan. Allir eru velkomnir, enginn
aðgangseyrir.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 25. maí
Mugison í Englendingavík í Borgar-
nesi kl. 21. Mugison og hljómsveit
spiluðu á alltof fáum tónleikum
þegar þau fylgdu eftir síðustu plötu
kappans, Enjoy! fyrir síðustu jól.
Það var mál manna og kvenna að
hljómsveitin hafi aldrei hljómað
betur, Rósa Sveinsdóttir bættist í
hópinn í fyrra og spilar á saxafón.
Þá hafa þau Tobbi og Rósa tekið
uppá því að radda eins og englakór
í fallegu lögunum - og Addi og
Guðni halda ballestinni eins og
sannir skriðdrekar. Mugison er
þekktur fyrir kraftmikla og einlæga
sviðsframkomu - allt lagt í sölurnar
á hverjum einustu tónleikum. Þetta
er einstakt tækifæri til þess að upp-
lifa tónlist sem spannar allan tilfinn-
ingaskalann. Ekki missa af þessu!
Miðaverð er 4.500.-
Borgarbyggð -
laugardagur 27. maí
Hestamannafélögin Faxi og Skuggi
halda sitt árlega gæðingamót.
Mótið verður haldið á félagssvæði
Skugga við Vindás og hefst kl. 9.
Mótið er jafnframt úrtaka fyrir FM
2017.
Akranes - laugardagur 27. maí
ÍA mætir HK/Víkingi í 1. deild
kvenna á Jaðarsbökkum klukkan
14.
Akranes - sunnudagur 28. maí
Guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11.
Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar. Sveinn
Arnar Sæmundsson og félagar úr
Kór Akraneskirkju.
Dalabyggð -
mánudagur 29. maí
Sælingsdalslaug verður lokuð 29.
maí - 2. júní vegna árlegs viðhalds
og námskeiða starfsmanna.
Akranes -
þriðjudagur 30. maí
Skagamenn taka á móti Gróttu í
16-liða-úrslitum Borgunarbikars
karla kl. 19:15. Aðeins eru skráðar
sex viðureignir milli þessara félaga,
en Skaginn hefur unnið þær allar
með markatölunni 19-4. Síðasti
skráði leikur var 2011. Mætum öll
á völlinn og styðjum strákana til
sigurs. Áfram ÍA!
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
9. maí. Drengur. Þyngd 4.180
gr. Lengd 53 sm. Foreldrar:
Írena Líf Styrkársdóttir og Andri
Kárason, Mosfellsbæ. Ljósmóðir:
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
14. maí. Stúlka. Þyngd 4.080
gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Sara
Eir Þorleifsdóttir og Birgir Þór
Þorbjörnsson, Hvammstanga.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
22. maí. Stúlka. Þyngd 2.952
gr. Lengd 47 sm. Foreldrar:
Anna Karolina Belko og Helgi
Þórarinsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Lára Dóra Oddsdóttir / Ragna
Þóra Samúelsdóttir.
19. maí. Drengur. Þyngd 5.012
gr. Lengd 56 sm. Foreldrar:
Katrín Valdís Hjartardóttir og
Guðmundur Valsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir.
LEIGUMARKAÐUR
ÓSKAST KEYPT
Getir þú
barn þá
birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is
ÝMISLEGT
Í gær voru fjölmargir nemendur Brekkubæjarskóla á
Akranesi saman komnir á Langasandi. Krakkarnir eru
í 1.-6. bekk og háð var sandkastalakeppni. Keppnin er
hluti af vornámi nemenda skólans þar sem hefðbund-
in kennsla er brotin upp og árgangar kynnast betur í
gegnum leik og starf. Þegar blaðamaður Skessuhorns
leit við var mikið líf og fjör á sandinum og gleðin alls-
ráðandi.
bþb
Sandkastalakeppni á Langasandi
Það var líf á Langasandi í gær. Mikinn fjölda af glæsilegum kastölum var að finna á Langa-
sandi.
Krakkarnir léku sér í sjónum eftir erfiða byggingavinnu.
Það er ekki leiðinlegt að leika sér í sjónum. Til að búa til fallegan kastala er hugmyndavinnan mikilvæg.
Hér velta menn vöngum yfir næstu skrefum.
Þessi ungi herramaður var að vonum ánægður með þennan
stórglæsilega kastala.