Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Qupperneq 6

Skessuhorn - 12.07.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 20176 Makrílveiðar hafnar MIÐIN: Makrílveiðar nokkurra upsjávarveiði- skipa hófst í síðustu viku austan við landið og fóru strax vel af stað. Í veið- unum taka meðal annarra þátt Venus NS og Vík- ingur AK, nýju skip HB Granda, en auk þess var Huginn VE að veiðum um miðja vikuna. Stóru skipin voru þá mörg enn á kolmunnaveiðum. Afli skipanna var í upphafi ver- tíðar nokkuð síldarbland- aður, en makríllinn mjög góður, eða 390 grömm að jafnaði. Á meðfylgjandi mynd eru Víkingur og Venus í höfn á Akranesi á síðustu loðnuvertíð. -mm Samþykktu umferðarör­ yggisáætlun AKRANES: Bæjarstjórn Akraness samþykkti ný- lega umferðaröryggisáætl- un Akraneskaupstaðar. Í henni er að finna ýmis brýn verkefni sem þarf að sinna. „Meðal annars þarf að huga betur að stöðum þar sem börn eru á leið í skóla, nærumhverfi skóla, leikskóla og íþróttasvæða sem og að bæta göngu- og hjólaleiðir. Stefnt er að því að vinna að úrbótum hvað varðar efnisatriði er koma fram í umferðar- öryggisáætluninni, þegar unnið verður að viðhalds- verkefnum og endurbót- um í gatnakerfinu. Einnig er stefnt að því að vinna einstök verkefni með það að markmiði að auka um- ferðaröryggi á svæðum þar sem þörf er,“ segir í frétt á vef Akranesbæjar þar sem nánar er hægt að kynna sér efni umferðar- öryggismála. -mm Aldrei meiri umferð í júní VESTURLAND: Um- ferð um Hvalfjarðargöng í júní jókst um rúmlega 11% frá sama mánuði í fyrra. Er það langmesta umferð í júnímánuði frá opnun ganganna árið 1998, en tæplega 8.900 ökutæki óku að jafnaði um göngin á sólarhring. Á heimasíðu Spalar er greint frá því að umferð- armet hafi verið slegið í öllum mánuðum það sem af er ári og að umferðar- aukning á fyrri helmingi ársins 2017 nemi 98 þús- und bílum, eða 9,1%. -kgk Nanna tekur við Amtsbókasafninu STYKKISH: Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi sínum 6. júlí sl. að ráða Nönnu Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Amtsbókasafns- ins. Nanna er þrítug og hef- ur lokið BA gráðu í Þjóðfræði og MlIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Ís- lands. Hún starfar hjá Borgar- bókasafni Reykjavíkur. Nanna mun hefja störf hjá Stykkis- hólmsbæ í haust, segir á vef bæj- arins. -mm Gera áætlun um refaveiðar BORGARBYGGÐ: Umhverf- is-, skipulags- og landbúnað- arnefnd Borgarbyggðar leggur áherslu á að bændur í sveitarfé- laginu tilkynni um tjón sem þeir verða fyrir af völdum refs. Þeir eru hvattir til að skrá slík tjón í gegnum Bændatorgið til þess að auðveldara verði að leggja mat á tjón af völdum refa. Á fundi í nefndinni í síðustu viku var Hrafnhildi Tryggvadóttur falið að gera þriggja ára áætlun um refaveiðar í sveitarfélaginu, en Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélög geri slíkar áætl- anir og sendi stofnuninni fyrir 15. ágúst nk. -mm Leggja til frísbígolfvöll HVANNEYRI: Fyrir Ung- lingalandsmót UMFÍ sem hald- ið var í Borgarnesi síðasta sum- ar var fjárfest í frisbígolfkörfum. Á fundi umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borg- arbyggðar í síðustu viku var lagt til að kannað yrði með stað- setningu fyrir frisbígolfvöll á Hvanneyri, í samráði við land- búnaðarháskólann og íbúa á staðnum. Skipulagsfulltrúa var falið að fylgja málinu eftir. -mm Á myndinni eru frá vinstri Sólrún Guðjónsdóttir, Mjöll Guðjónsdóttir, formaður Gleym mér ei, og Halldóra Hálfdánardóttir hjúkrunardeildarstjóri krabbameins- deildarinnar. Breytingar í yfirstjórn Norðanfisks á Akranesi Pétur Þorleifsson framkvæmda- stjóri Norðanfisks ehf. á Akranesi síðastliðin 12 ár hefur sagt upp störfum og hyggst finna sér nýj- an starfsvettvang. Norðanfiskur sérhæfir sig í fullvinnslu sjávaraf- urða til stóreldhúsa og í neytenda- pakkningar. Í tilkynningu frá HB Granda, sem á Norðanfisk, kem- ur fram að Sigurjón Gísli jónsson taki við starfi framkvæmdastjóra í byrjun ágúst. Hann er sjávar- útvegsfræðingur frá Háskólan- um á Akureyri og hefur undanfar- ið starfað sem framkvæmdastjóri hjá verslunarkeðjunni Morrison í Bretlandi. Áður var Sigurjón sölu- stjóri og síðar framkvæmdastjóri alþjóðlegs söluteymis hjá Mar- el hf. en á undan því var hann framleiðslustjóri hjá Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Sigurjón mun leiða frekari upp- byggingu fullvinnslu sjávarafurða HB Granda á Akranesi ásamt Ei- ríki Vignissyni framkvæmdastjóra Vignis G. jónssonar. Auk Sigurjóns hefur Þröstur Reynisson, sem nú er vinnslustjóri bolfisksvinnslu HB Granda á Akra- nesi, verið ráðinn til Norðanfisks og mun starfa að sölu- og markaðs- málum. Þröstur sem hefur unnið í tæp 21 ár hjá HB Granda og for- verum félagsins á Akranesi mun einnig sinna vöruþróun. Í tilkynn- ingu segir að Norðanfiskur og HB Grandi þakka Pétri fyrir vel unnin störf og óska honum alls hins besta auk þess sem Sigurjón og Þröst- ur eru boðnir velkomnir til nýrra starfa. mm Sigurjón Gísli Jónsson er nýr framkvæmdastjóri Norðanfisks. Grundfirskar kvenfélagskonur gáfu stórgjöf á Landspítalann Föstudaginn 7. júlí síðastliðinn af- hentu kvenfélagskonurnar Sól- rún Guðjónsdóttir og Mjöll Guð- jónsdóttir, formaður Gleym mér ei í Grundarfirði, krabbameinsdeild landspítala háskólasjúkrahúss veg- lega gjöf. Gjöfin samanstendur af fjórum 32 tommu sjónvarpstækjum sem sett verða á tveggja manna stof- ur á deildinni og tveimur 50 tommu tækjum sem fara á eins manns stofur. Kvenfélagið færði deildinni auk þess veggfestingar og þráðlaus heyrnartól að gjöf við sama tækifæri. Á deild- inni 11 E eru fjórar tveggja manna stofur sem áður höfðu aðeins eitt sjónvarpstæki hver en með þessari gjöf eru komin tvö sjónvörp á hverja stofu sem gerir vonandi sjúklingum vistin léttbærari. Einstaklingsstof- urnar eru sjö og eru nú allar komn- ar með góð sjónvarpstæki, þökk sé þessari höfðinglegu gjöf kvenfélags- kvenna í Grundarfirði. Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir Góugleði fyrir konur í Grund- arfirði í vor og er þess gjöf keypt fyrir hagnað af happdrætti Góu- gleðinnar. mm

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.