Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Síða 16

Skessuhorn - 12.07.2017, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201716 Þriðjudaginn 18. júlí næstkom­ andi hefur Ísland leik á Evr­ ópumóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Ís­ land kemst á EM og hefur Freyr Alexandersson landsliðsþjálf­ ari tilkynnt leikmannahóp­ inn sem keppir fyrir Íslands hönd í Hollandi. Vestlending­ ar eiga einn fulltrúa í hópnum en það er Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmað­ ur Djugårdens í Svíþjóð. Hall­ bera mun þá keppa á sínu öðru stórmóti en hún keppti einn­ ig á EM sem fram fór í Svíþjóð fyrir fjórum árum þar sem liðið komst í átta liða úrslit. Hallbera er einn reynslumesti leikmað­ ur landsliðsins að þessu sinni en hún á að baki 84 leiki fyrir lið­ ið. Skessuhorn settist niður með Hallberu og ræddi við hana um stórmótið sem í vændum er og atvinnumennskuna. Reynslumeiri leikmenn þurfa að taka ábyrgð Það var í fyrra í næstsíðasta leik undankeppninnar, í 4-0 sigri á Sló- veníu, sem Hallbera skoraði fyrsta mark leiksins. úrslit í þeim leik tryggðu Íslandi sæti á EM. „Við höfum beðið lengi eftir þessu móti og loksins er komið að því. Það er góð stemning í hópnum og okkur hlakkar til að takast á við þetta verk- efni. Ég hef einbeitt mér í langan tíma að mótinu og núna er kominn fiðringur í magann að byrja það,“ segir Hallbera. Síðastliðið ár hefur verið erf- itt fyrir landsliðið þar sem lykil- leikmenn hafa ekki getað tekið þátt. Harpa Þorsteinsdóttir eign- aðist barn í lok febrúar og Hólm- fríður Magnúsdóttir meiddist illa og tvísýnt var hvort þær færu með til Hollands. Freyr Alexandersson valdi þær báðar í hópinn en ljóst er að þær munu ekki spila sama lykil- hlutverkið og áður. Þá varð lands- liðið fyrir gríðarlegu áfalli þegar Dóra María lárusdóttir meiddist fyrr á þessu ári og Margrét lára Viðarsdóttir sleit krossband fyrr í júní og fara þær því ekki með til Hollands. „Þetta hefur verið erfitt og náttúrlega mikið áfall að missa Margréti úr hópnum rétt fyrir mót. Margrét var á tíma ein besta knatt- spyrnukona í Evrópu og býr yfir mikilli knattspyrnugetu og reynslu. Þetta breytir samt ekki markmið- um okkar en við horfum auðvitað raunsætt á hlutina. Við þurfum að gefa allt sem við eigum í leikina, annars mun lítið ganga. Við erum í sterkum riðli þar sem við munum keppa við Frakkland, eitt besta lið heims, Sviss sem við höfum ver- ið í vandræðum með ásamt sterku liði Austurríkis. Við höfum heilt yfir verið að standa okkur vel og reynsluminni stelpur, eins og t.d. Agla María, eru að spila þannig að ekki er að sjá að þær séu að stíga sín fyrstu skref. Við erum með flottan hóp og erum til alls líklegar,“ segir Hallbera sem er með reynslumestu leikmönnum hópsins og segir hlut- verk sitt að einhverju leyti breytt frá síðasta móti. „Þegar á móti blæs, eins og að undanförnu, er það okkar sem eru reynslumeiri að stíga upp og taka meiri ábyrgð.“ Hungrið meira en áður Hallbera var viðloðandi landsliðs- hópinn sem fór á fyrsta stórmót Ís- lands í knattspyrnu, EM í Finnlandi 2009, en tvíhandleggsbrotnaði tveimur vikum fyrir mót. Hún fór hins vegar á EM í Svíþjóð árið 2013 og segir hún að áherslur Íslands og markmið séu öðruvísi en áður. „Að komast á stórmót árið 2009 þótti það mikill sigur að markmiðin voru kannski ekki háleit á mótinu sjálfum. Við gerðum vel árið 2013 að komast upp úr riðlinum í átta- liða úrslit en við höfðum engin skýr markmið eftir riðlakeppnina. Við erum margar sem höfum ver- ið á stórmóti áður og þekkjum það. Við erum á þeim stað að við sætt- um okkur ekki við að komast ekki upp úr riðlinum þótt hann sé mjög sterkur. Við viljum gera betur en áður og hungrið í frekari árangur er meira núna en áður. Við höfum fulla trú á okkur og horfum lengra en við höfum áður gert fyrir stór- mót. Við þurfum samt sem áður líka að horfa raunsætt á hlutina. Á pappírum er Frakkland yfirburðar- lið í riðlinum svo það er allar lík- ur á að þetta verði barátta um ann- að sætið. Sviss hefur leikið okkur grátt að undanförnu og við viljum sýna þeim hvers við erum megnug- ar,“ segir Hallbera sem óttast ekki pressuna sem er á liðinu. „Auðvi- tað er meiri pressa á okkur núna en fyrir hin mótin tvö. Ég held þó að pressan sé aðeins minni eftir að lykilleikmenn meiddust hjá okkur. Ég held að það séu ekki alveg sömu kröfur gerðar á okkur og þegar við vorum að leika sem best.“ Áhugi almennings meiri Ýmislegt hefur breyst á þeim árum sem Hallbera hefur spilað með landsliðinu. Umgjörðin í kring- um landsliðið er orðin betri og at- hygli almennings beinist í auknum mæli að landsliðinu. „Umgjörð- in var fín áður en hún er algjör- lega frábær núna. Það er vel hugsað um okkur, við erum með gott að- gengi að sjúkraþjálfurum og nudd- urum og við höfum í raun ekki yfir neinu að kvarta. landsliðið er líka alltaf að taka skref fram á við í fag- mennsku. Áður fengum við ekki marga æfingaleiki og landsleikja- hléin ekki fullnýtt. Það hefur ver- ið bót í þessum málum og fáum við því meiri tíma saman. Mesta breyt- ingin er samt áhugi almennings á því sem við erum að gera. Það var ótrúlega skemmtilegt þegar að- sóknarmetið var slegið þegar við mættum Brasilíu í júní í kveðjuleik fyrir EM. Það var frábær stemning á vellinum. Síðan vitum við að því að það verða mikið fleiri Íslend- ingar á leikjunum í Hollandi en voru í Svíþjóð. Flestar okkar eru ekki vanar að spila fyrir mörg þús- und áhorfendur svo það gefur okk- ur mjög mikið að finna fyrir þess- um stuðningi,“ segir Hallbera sem telur að karlalandsliðið hafi haft já- kvæð áhrif á áhuga Íslendinga fyr- ir liðinu. „Fólk áttaði sig á því þeg- ar karlarnir spiluðu á EM í fyrra hversu skemmtilegt þetta er. Áhugi almennings var svakalegur á EM í fyrra og Ísland vakti athygli, bæði áhorfendur og liðið. Það voru all- ir glaðir á meðan þessu ævintýri stóð og þetta var mjög skemmtilegt í alla staði. Við erum klárlega að njóta góðs af þeim meðbyr sem er með karlalandsliðinu og velgengni þeirra eykur áhugann á okkur, það helst alveg í hendur.“ Vildi æfa eins og at­ vinnumaður fyrir EM Hallbera samdi við sænska liðið Djugården í desember síðastliðn- um og býr nú í Stokkhólmi. Hún hefur áður leikið erlendis sem at- vinnumaður en árið 2012 fór hún til Svíþjóðar og lék með Piteå í tvö ár áður en hún fór til Ítalíu og lék með Torres árið 2014. Hún kom svo heim úr atvinnumennsku um mitt sumar 2014 og samdi þá við Val en fór svo til Blika um haustið og lék þar allt til hún fór aftur út í des- ember. „Ástæða þess að ég fór aft- ur út núna var fyrst og fremst EM. landsliðið stjórnaði þeirri ákvörð- un. Ég sá það þegar við tryggð- um okkur á mótið að ég vildi kom- ast í umhverfi þar sem ég gæti ein- beitt mér hundrað prósent að EM. Hér heima var ég í fullu starfi og að læra viðskiptafræði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri. Það var of mikil orka að fara í annað en fót- boltann og ég vildi æfa eins og at- vinnumaður fyrir EM. Það var því það eina í stöðunni að fara út,“ segir Hallbera en hún stefndi í raun ekki aftur út eftir fyrri dvöl sína erlend- is. „Það var mjög gaman að prófa atvinnumennskuna þegar ég fór út til Piteå og svo til Torres. Þessi lífsstíll hentaði mér samt eiginlega ekki. Ég var mikið ein að þvælast og á Ítalíu tala fáir ensku svo ég kynnt- ist fáum. Það voru fleiri útlending- ar í Piteå og þar var ég með meiri félagsskap. Piteå er hins vegar mjög norðarlega í Svíþjóð og öll ferðalög voru mjög tímafrek, það tekur t.d. níu og hálfan tíma að keyra það- an til Stokkhólms, og maður varð fljótt þreyttur andlega á þeim. At- vinnumennskan hentar mér því ekki ýkja vel. Ég er mjög heima- kær og fékk bara heimþrá og var auk þess komin með örlítinn leiða á fótbolta eftir þessa dvöl. Ég ákvað því að koma heim og tíminn eft- ir að ég samdi við Blika var alveg frábær þar sem við unnum deildina 2015 og bikarinn í fyrra. Breiðablik er frábær klúbbur og mér leið mjög vel þar ásamt því að ég fékk gleðina fyrir að spila fótbolta aftur. Eins og ég segi, ég held að það væru litlar líkur á því að ég hefði farið aftur út ef ekki væri fyrir EM.“ Hafnaði háum fjár­ hæðum frá Kína Hæstu fjárhæðir knattspyrnuheims- ins í dag eru í Kína og hafa margar knattspyrnustjörnur á hátindi fer- ilsins ekki getað neitað launaháum samningum sem þar bjóðast. Hall- bera er ein þeirra sem fengið hafa samningstilboð frá Kína. „Ég var nýkomin til Svíþjóðar þegar mér barst tilboð frá Kína. Ég get ekki „Við höfum fulla trú á okkur og horfum lengra en við höfum áður gert fyrir stórmót“ Rætt við landsliðskonuna Hallberu Guðnýju Gísladóttur um EM sem hefst á sunnudaginn kynningu KSÍ á leikmönnum landsliðs kvenna, þar sem Hallbera Guðný spilar í treyju númer 11. Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir frá Akranesi er á leið á sitt annað stórmót í knattspyrnu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.