Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Page 18

Skessuhorn - 12.07.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201718 Um hundrað grindhvalir gerðu sig í þrígang á sunnu- daginn líklega til að synda á land í Snæfellsbæ, fyrst við Bug austan við Ólafsvík og undir kvöld við hafn- argarðinn í Rifi. Bátar frá björgunarsveitinni lífs- björgu voru fengnir á svæðið og náðu björgunarsveit- armenn að stugga við hvölunum þannig að þeir syntu til hafs. Nokkrir hvalanna voru særðir eftir að hafa rek- ist í grjót. Fjöldi fólks fylgdist með þessu sjónarspili úr landi. Meðfylgjandi myndir tók Alfons Finnsson á sunnudaginn. mm Árlegt sumarmót SamVest í frjáls- um íþróttum var haldið í Borgar- nesi sunnudaginn 9. júlí síðastlið- inn. Mótið var fjölmennt, alls voru 89 börn og ungmenni skráð til leiks af starfssvæði SamVest og gestir frá öðrum íþróttafélögum. Sumarmót- ið er því fjölmennasti viðburðurinn sem haldinn hefur verið á fimm ára starfstíma SamVest-samstarfsins. „Mótið fór mjög vel fram í blíð- skaparveðri og mjög góð stemn- ing var á því,“ segir Björg Ágústs- dóttir, formaður framkvæmdaráðs SamVest. Það var SamVest, frjáls- íþróttasamstarf sjö héraðssam- banda á Vesturlandi og Vestfjörð- um, sem hélt mótið. UMSB sá um undirbúning á mótsstað, mótsstjóri var Íris Grönfeldt, yfirdómari Rósa Marinósdóttir og Bjarni Þór Traustason sá um rafræna tímatöku hlaupagreina. Ungmennin kepptu í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Sér- staka athygli vakti árangur 11 ára norsk-íslenskrar stúlku, Mali Hall- dórsson frá Konsvinger í Noregi. Hún stökk 1,44 metra í hástökki sem mun vera norskt stúlkna- met í hennar aldursflokki. Hún náði einnig mjög góðum árangri í spjótkasti, kúluvarpi og langstökki. Fleiri keppendur náðu einnig góð- um árangri í sínum greinum og alls voru skráðar 118 persónulegar greinabætingar hjá keppendum og telst það afar gott. úrslit mótsins má nálgast í heild sinni á vef Frjáls- íþróttasambands Íslands; http:// mot.fri.is/MotFRI/. Allir keppendur sumarmótsins fengu þátttökuverðlaun, sem er húfa merkt nafni keppanda, útbú- in í Grundarfirði af Krums - hand- verki og hönnun. Að móti loknu bauð Borgarbyggð keppendum í sund og fyrirtækið Arnarlax í Vesturbyggð, bauð til grillveislu í Skallagrímsgarði. „Við þökkum Arnarlaxi og Borgarbyggð kær- lega fyrir það. Þakkir sömuleiðis frá okkur í SamVest til keppenda fyrir þátttökuna og starfsfólki fyr- ir vinnu sína. Það ber líka að nefna að það er frábært að halda mót og að keppa við svo góða íþróttaað- stöðu eins og í Borgarnesi, aldeilis frábærar nýlegar endurbætur á að- stöðu og völlurinn mjög góður,“ segir Björg Ágústsdóttir í samtali við Skessuhorn. kgk Síðasta sunnudag fóru fram upp- tökur á tónlistarmyndbandi fyrir lagið Keep on. lagið er eftir Red Robertsson, en ásamt honum sem- ur Viðar Engilbertsson textann og Stefanía Svavarsdóttir syngur. Red Robertsson er listamannsnafn Borgnesingsins Inga Björns Ró- bertssonar, eða Idda Bidda eins og hann er betur þekktur, og er lagið fyrsta frumsamda lagið sem hann gefur út undir nafninu. Áður hefur Red Robertsson gefið út ábreiðu á laginu Fingur eftir Írafár sem vakti nokkra athygli. Tökur á myndbandinu fóru fram í gömlu olíustöðinni niðri á Breið á Akranesi. leikstjórn myndbandsins var í höndum Heiðars Mar Björns- sonar. „Ég ætla sömu leið og flestir eru farnir að gera, að gefa út lagið með veglegu myndbandi á netinu í stað þess að frumflytja það í út- varpi,“ segir Ingi Björn sem vill þó lítið tjá sig um hver hugmyndin sé á bakvið myndbandið. „Fólk verður bara að bíða og sjá þegar það kemur út.“ Hægt er að fylgjast með nánar með verkefnum Red Robertsson á Facebook og Instagram. bþb Grindhvalavaða við Ólafsvík og Rif Ingi Björn höfundur lagsins Keep on og Stefanía Svavarsdóttir söngkona lagsins. Tónlistarmyndband tekið upp á Akranesi Metþátttaka á sumarmóti SamVest Svipmynd frá keppni í 60 metra hlaupi. Ljósm. Björg Ágústsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.