Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201726 Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt hina sögufrægu verslun Ála- foss í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Starfsemi Álafoss hófst árið 1896 og má segja að kvosin hafi ver- ið hjarta Mosfellsbæjar allar göt- ur síðan og saga þessa fyrirtæk- is samofin byggðinni þar. Einnig má segja að Álafosskvosin sé upp- haf síðari tíma ullarvinnslu á Íslandi en það var Björn Einar Þorláksson á Varmá sem upphaflega flutti inn vélar til að vinna ullina og notaði til þess vatnsorku úr fossinum sem varð upphaf starfseminnar. Á tíma- bili unnu um 550 manns hjá fyri- tækinu sem var eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínum tíma. Það eru eig- endur verslanakeðjunnar Nordic Store, þeir Bjarni jónsson og Haf- steinn Guðbjartsson, sem nú kaupa Álafossbúðina. Þeir reka nokkr- ar verslanir í Reykjavík og eina í Borgarnesi undir því nafni en versl- unin Álafoss mun verða rekin áfram undir fyrra nafni. „Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við mun- um þannig einblína á íslenska lop- ann, handprjónaðar peysur og aðr- ar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þann- ig aðgengilegri,“ sagði Bjarni jóns- son annar eigandanna þegar hann útskýrir áherslur þeirra með kaup- unum. „Innst í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með létt- um veitingum og þar verður hægt að ganga út á verönd, sitja þar og njóta náttúrufegurðinnar við ána og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.” mm/eb Stækkandi straumur er framundan og þá vonast menn eftir að bætist í smálaxinn í ánum. laxveiðin hef- ur engu að síður gengið ágætlega það sem af er sumri. Til dæmis er fínn gangur í Grímsá í Borgarfirði. Áin var um helgina komin í um 270 laxa sem verður að teljast mjög gott. „Þetta gengur bara vel hérna. Við vorum að fá flottan lax í Fimm- strengjunum,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar í Grímsá. laxinn virðist vel dreifður um ána. „Við vorum í laxá í Dölum og fiskurinn er komin upp um alla á,“ sagði jón Þorsteinn sem var við veiðar í ánni um helgina. „Takan mætti vera betri en vatnið er gott og fiskurinn er vænn,“ sagði jón ennfremur. Fengu 19 laxa í Straumunum Veiðin í Straumunum og Brenn- unni í Borgarfirði hefur geng- ið vel. Við heyrðum í öflugum veiðikonum sem voru að hætta veiði þar og gekk vel. „Við í Óð- flugum voru að hætta veiði í Straumunum og það gekk mjög vel, fengum 19 laxa,“ sagði Vig- dís Ólafsdóttir í samtali við tíð- indamann þegar túrinn var úti. „Þetta var 26. árið í röð sem við förum þarna til veiða og það er alltaf jafn skemmtilegt. Við feng- um líka nokkra flotta sjóbirtinga en höfum aldrei séð svona væna birtinga á þessum tíma árs þetta snemma,“ sagði Vigdís ennfrem- ur. Rífandi gangur í Þverá Þverá og Kjarará í Borgarfirði sitja á toppi veiðilistans þessa dagana en um helgina voru komnir 860 laxar á land. Veiði- menn sem voru nýverið á þess- um slóðum fengu ágæta veiði í báðum ánum. Síðustu daga hafa verið að hellast inn smálax í tals- verðum mæli. „Þverá og Kjarará eru nú komnar með 860 laxa og aflahæsta holl sumarsins í Þverá til þessa fékk 88 laxa,“ sagði Að- alsteinn Pétursson sem var stadd- ur við Þverá með erlenda veiði- menn þegar við heyrðum í hon- um hljóðið. gb „Innleiðing YAP verkefnisins held- ur áfram en fyrsti leikskólinn á Vesturlandi til að fá kynningu á því var heilsuleikskólinn Garðasel á Akranesi. Þar hefur í áratugi verið unnið mjög markvisst starf á sviði hreyfifærni og stefnt er að því að leikskólinn hafi lokið fimm þrepa áætlun vegna YAP Certification í haust,“ segir í frétt ÍF sports. Garðasel hefur nú til fjölda ára unnið markvisst með hreyfingu sem einn af lykilþáttum í starfi sínu. Markmið YAP verkefnisins er að virkja þann hóp sem þarf hvata til meiri hreyfiþjálfunar og skapa tækifæri til að því sé fylgt eftir inn- an leikskólans. Samstarf við heim- ilin skiptir miklu mál varðandi ár- angur og vonast er til þess að slíkt samstarf verði einn af þáttum YAP innleiðingarinnar í framtíðinni. „Það er ekki síður markmið að YAP hafi áhrif á og stuðli að auk- inni þátttöku barna í íþróttastarfi, þegar komið er í grunnskóla. Börn með skerta hreyfifærni og/eða sér- þarfir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt eins og önnur börn í almennu íþróttastarfi þar sem hreyfiþjálf- un er gífurlega mikilvæg, ekki síst fyrir þennan hóp. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun skilar góðum árangri en áhrif til framtíðar eru þó mikilvægust og það sem skiptir mestu máli þegar lagt verður mat á innleiðingu YAP verkefnisins síðar í ferlinu,“ segir í frétt ÍF sports. leikskólinn Garðasel hefur þrisvar sinnum verið valinn stofn- un ársins í könnun VR, St.Rvk og STFR sem er mikil viðurkenning á innra starfi skólans. Anna K Vil- hjálmsdóttir, sem hefur haft um- sjón með innleiðingu YAP á Ís- landi, heimsótti heilsuleikskólann Garðasel nýverið og kynnti verk- efnið. Hún segir að það sem hefur verið einkennandi í innleiðingar- ferlinu er að YAP verkefnið er talið vera gagnlegt og áhugavert og geta nýst öllum, einnig þeim sem eru með þróað hreyfifærnistarf. mm „Við vorum að koma ofan af Arn- arvatnsheiði og þetta var meiri- háttar ferð. Fengum flotta veiði,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörns- son, en hann ásamt nokkrum fé- lögum sínum fóru á Arnarvatns- heiði til veiða um liðna helgi. „Við fengum 20 flotta fiska í Arnarvatni stóra. Margir þeirra voru þrjú til sex pund. Við beittum makríl því fiskurinn virtist ekki líta við flug- unni. Hann er greinilega mjög vel haldinn í vötnunum. Þetta er ein- hver besti veiðitúr sem ég hef farið í,“ bætti Hörður við. Veiðimenn voru að koma úr Hvítárvatni og fengu ágæta veiði. Fiskur hefur aðeins verið að taka á vatnasvæði lýsu á Snæfellsnesi, en veiðin þar mun líklega glæðast þeg- ar líður á sumarið. „Hraunsfjöðurinn fer að detta inn nú þegar straumur er stækk- andi. Það gæti því orðið fín veiði næstu daga og þá verður svo sann- arlega reynt,“ sagði Bjarni júlíus- son á Snæfellsnesi. gb Fiskurinn er óvenjuvel haldinn úr Arnarvatni stóra. Þessir fengust um síðustu helgi, boltafiskar! Silungurinn óvenjulega vel haldinn Fínn gangur í laxveiðinni Thelma Skúladóttir Mogensen er hér með fallegan og nýrunninn lax úr Brennunni en þar hefur veiðin gengið prýðilega. Ljósm. Aðalsteinn Pétursson. Vænn lax úr Laxá í Dölum. Ljósm. Jón Þorsteinn. Sólveig Einardóttir með tvo flotta laxa úr Straumunum. Ljósm. Vigdís Ólafsd. Frá kynningarfundi á heilsuleikskólanum Garðaseli um innleiðingu YAP Certification. Leikskólinn Garðasel innleiðir verkefni í hreyfifærni Eigendur Nordic Store kaupa Álafossbúðina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.