Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Qupperneq 30

Skessuhorn - 12.07.2017, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201730 Hvað er skemmtilegast að gera á heitum sumardögum? Spurning vikunnar (Spurt í blíðskaparveðri í Borgarnesi) Halldóra Harðardóttir „Að ríða út.“ Elísabet Halldórsdóttir „Að lifa og njóta.“ Helgi Sveinbjörn Jóhannsson „Keyra um og skoða landið. Ég er einmitt að leggja í slíkan leið- angur núna.“ Sigurður Hafsteinn Pálsson „Skoða landið og vera úti.“ Svanfríður Jónsdóttir „Vera úti og njóta dagsins.“ Carmen Ty­ son­Thomas í Skallagrím BORGARNS: Í vikunni sem leið bárust mikil tíðindi úr herbúðum Skallagríms sem undirbýr sig nú fyrir sitt annað tímabil í Domino‘s deild kvenna í körfu. Skallagrímur tilkynnti þá að Carmen Ty- son-Thomas hafi skrifað undir samning við félagið. Carmen þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgjast með körfubolta á Íslandi. Hún hefur leikið síðustu tvö tímabil með Njarðvík og vakið mikla at- hygli en á síðasta tímabili var hún stiga- hæsti leikmaður deildarinnar með 37 stig að meðaltali í leik auk þess sem hún tók næstflest fráköst, 16,5 að meðal- tali. Leikmannahópur Skallagríms fyrir næsta tímabil er ekki enn fullmótaður en í fréttatilkynningu frá félaginu seg- ir að vænta megi frekari fregna af leik- mannamálum á næstu dögum. -bþb Skagakonur klífa upp töfluna AKRANES: Eftir góða byrjun í fyrstu deild kvenna hjá ÍA kom kafli þar sem liðið náði einungis í eitt stig í sex leikjum. Skagakonur eru að vakna aftur til lífsins eftir slæman kafla og hafa unnið síðustu tvo leiki. Liðið mætti Sindra frá Horna- firði á Sindravelli sl. föstudag. Leikn- um lauk með 3-1 sigri Skagakvenna. Mörk ÍA skoruðu Maren Leósdóttir sem nú er markahæst í deildinni, Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Bergdís Fann- ey Einarsdóttir. Skagakonur lyftu sér úr sjöunda í það fimmta með sigrinum og eru nú sex stigum frá toppnum nú þegar fyrri umferðinni er lokið. Næsti leikur ÍA er næstkomandi föstudag á Sauðárkróki gegn Tindastóli. -bþb Kári í öðru sæti eftir fyrri um­ ferðina AKRANES: Kári lék lokaleik sinn í fyrri umferð Íslandsmótsins í þriðju deild karla í knattspyrnu þegar liðið mætti Dalvík/Reyni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Kári þar með sitt þriðja jafntefli í röð en liðið hefur ekki tapað leik síðan í maí. Mark Kára skoraði Al- exander Már Þorláksson og jafnaði þar með leikinn rétt undir lok venjulegs leik- tíma. Kári var í öðru sæti fyrir leikinn og hélt sæti sínu eftir jafntefli. Næsti leikur Kára er stórleikur í þriðju deildinni þar sem liðið mætir toppliði Vængja Júpíters í Egilshöll á næsta föstudag. -bþb Skallagrímur vann stórsigur á Kóngunum BORGARNES: Í áttundu umferð C-riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu mætt- ust Kóngarnir og Skallagrímur. Borgnes- ingar unnu stórsigur í leiknum, 12-2. Mörk Skallagríms skoruðu; Viktor Ingi Jakobsson 4, Guðni Albert Kristjáns- son 3, Aron Þorbjörnsson 2, Goran Jov- anovski og Viktor Már Jónasson auk þess sem Kóngarnir skoruðu eitt sjálfsmark. Skallagrímur er enn í toppbaráttu rið- ilsins en aðeins eru þrjú stig upp í efsta sætið. Næsti leikur Skallagríms er mið- vikudaginn 19. júlí á Selfossi gegn Ár- borg. -bþb landsliðskonan Bryndís Guð- mundsdóttir, sem undanfarin ár hefur leikið með Snæfelli í meist- araflokki kvenna í körfu, mun ekki spila með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni í janúar. Karfan. is greinir frá. „Ég kem ekki til með að spila í það minnsta á komandi tímabili þar sem ég er ólétt,“ segir Bryndís í samtali við Karfan.is. Undanfarin tvö keppnistímabil hefur Bryndís leikið með Snæfelli. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2016. Áður lék hún með Keflavík. Samtals hefur hún sex sinnum orðið Íslandsmeistari í körfuknattleik og fjórum sinnum bikarmeistari. Bryndís gat lítið æft með Snæ- felli síðasta vetur vegna þess að erf- iðlega gekk að púsla saman körfu- boltanum og vinnunni, en hún starfar sem flugfreyja. Hún vill ekki útiloka að snúa aftur í boltann en á alveg eins von á því að leggja skóna á hilluna. „Ég ætla ekkert að segja að ferlinum sé endanlega lokið þó svo að líkurnar eru kannski meiri en minni,“ sagði Bryndís við Karf- an.is. kgk Um síðustu helgi fór N1-mótið fram á Akureyri. Það er fyrir drengi í fimmta flokki í knattspyrnu. Mót- ið í ár var það þrítugasta í röð og jafnframt það stærsta fram til þessa. Mótið gekk vel og mikil stemning var á því eins og sést vel á mynd- inni. Þessir hressu strákar kepptu fyrir hönd ÍA og ekki er annað að sjá en hjartað dæli gulu blóði. bþb/ Ljósm. Magnús Guðmundsson. Þórður Sævarsson, þjálfari Klif- urfélags ÍA á Akranesi, hefur nú í sumar fengist við nokkuð óvenju- legt verkefni. „Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í sumar með nokkrum bandarískum félögum mínum undir merkjum Slackl- ine Iceland. Það kallast Highlin- ing og felst í að gengið er á línu sem strengd er milli tveggja punkta hátt yfir jörðinni.“ Stundum er lína strengd milli háhýsa en einnig úti í náttúrunni, yfir gljúfur eða milli fjallstinda, eins og hér var gert. Mikið er lagt upp úr öryggi í þess- ari grein, áhersla lögð á vel gerðar tryggingar sem göngulínan er fest við og einnig er öryggislína sem menn festa við göngulínuna sem tekur öll föll. „Því er ekki um neinn glannaskap að ræða,“ segir Þórður aðspurður. Hann segist hafa fengið heimsókn frá þremur Bandaríkja- mönnum sem hafa mikla reynslu í uppsetningu á svona línum. „Við ferðuðumst svo saman um land- ið í vikutíma og settum upp fimm magnaðar línur sem við svo fengum okkur göngutúr á.“ Rétt er að benda á að íþrótt þessa er ekki ráðlegt að stunda nema með þátttöku kunnáttufólks og fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Slackline er hægt að sjá meira á fa- cebook-síðu Slackline Iceland. Á meðfylgjandi myndum var meðal annars gengið á línu sem strengd var milli tveggja punkta í Akrafjalli, við Háafoss í Þjórsárdal, yfir jökulsprungu í Skaftafelli og í sunnanverðri Esjunni. mm Ofurhugar strengja línur yfir gljúfur og ganga svo yfir Fjölmennasta pollamótið Bryndís Guðmundsdóttir í leik með Snæfelli. Ljósm. sá. Bryndís ekki með Snæfelli í vetur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.