Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 20178 Hætta að sækja mjólk á einn bæ SKAGAFJ: „Dreifing mjólkur hefur verið stöðv- uð til bráðabirgða frá bæn- um Viðvík í Skagafirði. ástæða dreifingarbanns er að eftirlitsmanni Mat- vælastofnunar var mein- aður aðgangur að eftirlits- stað,“ segir í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi síðastliðinn mánudag. „Ef ekki er unnt að framkvæma eftirlit getur stofnunin ekki sannreynt að framleiðsl- an uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti í matvæla- framleiðslu. á meðan slíkt ástand varir er ekki hægt að heimila dreifingu mat- væla og var markaðssetn- ing stöðvuð á grundvelli 3. mgr. 30.gr laga nr. 93/1995 um matvæli.“ Samkvæmt matvælalögum er matvæla- fyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eft- irlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreif- ing matvæla á sér stað. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 12.-18. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 7 bátar. Heildarlöndun: 6.760 kg. Mestur afli: Erla AK: 1.579 kg í 3 róðrum. Arnarstapi: 12 bátar. Heildarlöndun: 25.790 kg. Mestur afli: Vísir SH: kg 7.814 í 4 róðrum. Grundarfjörður: 14 bátar. Heildarlöndun: 749.343 kg. Mestur afli: Polar Amaroq GR: 570.099 kg í 1 löndun. Ólafsvík: 33 bátar. Heildarlöndun: 128.620 kg. Mestur afli: Brynja SH: 41.376 kg í 7 róðrum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 99.666 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 35.092 kg. í 1 löndun. Stykkishólmur: 17 bátar. Heildarlöndun: 24.754 kg. Mestur afli: Blíða SH: 7.931 kg í 5 róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Polar Amaroq - GRU: 590.099 kg. 15. ágúst. 2. Hringur SH - GRU: 64.979 kg. 15. ágúst. 3. Steinunn SF - GRU: 58.348 kg. 16. ágúst. 4. Helgi SH - GRU: 45.850 kg. 13. ágúst. 5. Tjaldur SH - RIF: 35.092 kg. 17. ágúst. -kgk Smásalar hætta að gefa upplýs- ingar um veltu LANDIÐ: Rannsóknaset- ur verslunarinnar hefur hætt birtingu veltuvísitölu dagvöru- verslana og nokkurra annarra flokka smásölu, svo sem fata og raftækja. ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðs- hlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á upplýsingum um veltutölur sínar, vilja halda þeim fyrir sig. áfram verður þó haldið birt- ingu á veltuvísitölu bygginga- vöru, húsgagna og áfengis. „Smásöluvísitalan hefur verið birt mánaðarlega frá stofnun Rannsóknaseturs verslunar- innar árið 2004. Frumkvæð- ið að birtingu smásöluvísi- tölunnar kom upphaflega frá verslunum í landinu og helsti tilgangurinn hefur allar götur síðan verið að veita verslunum aukið gagnsæi á mánaðarlega þróun í einstökum tegund- um verslunar. Þar sem þessar forsendur hafa breyst er birt- ingunni sjálfhætt. Rannsókna- setrið leitar nú annarra leiða við öflun skammtímaupplýs- inga um veltu verslunar eftir vöruflokkum,“ segir í tilkynn- ingu. -mm Vinafélag Barmahlíðar tíu ára REYKHÓLASVEIT: Vina- félag dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Barmahlíðar á Reykhólum verður tíu ára 1. september næstkomandi, en félagið hefur starfað samfellt frá því þann dag árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnarmenn í félaginu birta á Reykhólavefnum. Vel- unnarar heimilisins stofnuðu vinafélagið á sínum tíma og 15 félagar undirrituðu stofnfund- argerðina. Tilgangur félags- ins er að efla og auka hróð- ur Barmahlíðar, kynna starf- semina, vinna að uppbyggingu heimilisins, bæta aðstöðu og vinna að heill og velferð heim- ilismanna á Barmahlíð. Starf félagsins hefur verið misáber- andi eftir árum og háttað með ýmsu móti. Þó hefur það aldrei dottið alveg niður þó félags- menn séu fáir. „Það má segja að árgjöldin og peningargjaf- ir til félagsins hafi borið uppi það sem við höfum verið að gera,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hefur vinafélag- ið styrkt heimilisfólk í nokkr- ar ferðir með eldri borgurum, farið með heimilismönnum í kaffi í Bjarkalund og skroppið á Ólafsdalshátíð, boðið harm- onikkuleikurum á Barmahlíð, keypt rúmteppi, myndavél, myndir í borðssal, stóla í and- dyri, sjúkradýnu og margt ann- að. á síðasta ári gaf félagið síð- an tíu útibekki sem komið var fyrir í og við heimilið. „Við reynum að gera okkar besta þó svo alltaf megi gera betur,“ segir stjórn félagsins og þakk- ar tryggum félagsmönnum og velunnurum stuðning, ásamt því að nýir félagar eru boðnir velkomnir. Undir tilkynningu vinafélagsins rita Svanhildur Sigurðardóttir formaður, Mál- fríður Vilbergsdóttir gjaldkeri og Guðlaug Jónsdóttir ritari. -kgk Framkvæmdir héldu áfram í sumar við endurhleðslu á gömlu réttinni í Ólafsvík. Undirbúningur við verkið fór fram árið 2014 og hefur hleðslu- fólk komið síðustu sumur að vinnu, átta daga árið 2015 og níu daga í fyrrasumar. Í sumar kom hleðslu- fólkið 6. júlí og var í átta daga. Með því voru þrír sjálfboðaliðar og hefur verkinu miðað vel. Að sögn Guðrúnar Tryggvadótt- ur, sem fer fyrir áhugahópnum sem stendur fyrir verkefninu, hefur áhug- inn fyrir að styðja við þetta verkefni aukist í sumar og fólk stutt vel við bakið á þeim. Má þar nefna að hóp- urinn fékk óvæntan styrk úr Sprota- sjóði í sumar, Kvenfélag Ólafsvíkur styrkti verkefnið auk Framfarafélags Snæfellsbæjar, Ólafsvíkurdeild og Lionsklúbbur Ólafsvíkur gaf einnig peningagjöf ásamt fleirum. Vill hóp- urinn koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt verkefnið. Guð- rúnu finnst verkið hafa gengið mjög vel miðað við hversu stutt er unnið á hverju ári og hyggst hópurinn halda þessu verkefni áfram í áföngum þar sem þau hafa ekki viljað setja sig í skuldir. þa Framkvæmdir héldu áfram við gömlu réttina í Ólafsvík Hér afhendir Marínó Mortensen formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur Guðrúnu styrk frá klúbbnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir landbúnaðarráðherra hefur að undanförnu rætt við hagsmuna- aðila vegna fyrirsjáanlegrar slæmr- ar stöðu sauðfjárbænda í haust. Ráðherra hefur rætt við forsvar- menn bænda og þá hefur atvinnu- veganefnd Alþingis einnig kom- ið að málinu. Meðal tillagna ráð- herrans til að leysa vanda sauðfjár- bænda er að fækka verði sauðfé um allt að 20% til lengri tíma. Upp- kaup ríkisins á ærgildum væru til þess fallin að fækka sauðfé og draga úr framleiðslu til lengri tíma. Þar horfir ráðherra m.a. til að auð- velduð verði útkoma eldri bænda úr greininni og komið verði til móts við þá bændur sem eru fjár- hagslega illa staddir. Tillögurnar voru kynntar á fundi með bænd- um og atvinnuveganefnd Alþingis á mánudag og verða til úrvinnslu áfram næstu daga, að sögn Þor- gerðar, sem vonast til að tillögur liggi fyrir í næstu viku. Í samtali við fjölmiðla á mánu- dagskvöld sagði Þorgerður að það liggi fyrir annars vegar að taka verði á rót vandans sem meðal ann- ars sé mikil framleiðni í greininni. Hins vegar þurfi að gera það sem hægt er til að leysa þann skamm- tímavanda sem uppi er. Þar vísar ráðherra til þeirrar kjaraskerðing- ar sem bændur verða fyrir í haust þar sem afurðaverð verður lækkað um 35% frá fyrra ári og alls 45% á tveimur árum. „Það þarf að finna leiðir til að hjálpa bændum beint án milliliða,“ sagði Þorgerður í kvöldfréttum RUV á mánudaginn. Fram kom að skoðamunur er milli ráðherrans og Páls Magnússon- ar formanns atvinnumálanefndar hvað útflutningsskyldu á lamba- kjöt varðar. Þorgerður Katrín segir slíkar ráðstafanir ekki í þágu neyt- enda né bænda til lengri tíma litið, en Páll Magnússon vill ekki útiloka þann möguleika til lausnar vand- ans. Leggur Þorgerður áherslu á að komið verði fram með tillögur sem styrkja bæði sauðfjárbændur og landbúnað til lengri tíma. Loks vill Þorgerður Katrín að nýr bú- vörusamningur verði endurnýjaður enda segir hún samninginn fram- leiðsluhvetjandi og slíkt sé ekki raunhæft eins og markaðsaðstæð- ur eru. „Horfa verður til langtíma- lausna á vanda sauðfjárbænda,“ segir ráðherra. mm Ráðherra vill fækka sauðfé um fimmtung Svipmynd af fjárrekstri til Fljótstunguréttar í Borgarfirði. Viðskiptavinir verslunarinnar Hljómsýnar á Akranesi gripu í tómt nýverið, en versluninni hefur nú verið lokað og húsnæðið tæmt. Verslunin hefur verið starfrækt í um tvo áratugi í verslunarrými við Stillholt 23. Þar voru seld raftæki; „allt frá vasaljósum og nefhárak- lippum til þvottavéla, eldavéla og sjónvarpa af öllum stærðum,“ eins og segir á heimasíðu Hljómsýnar. mm Verslunininni Hljómsýn á Akranesi lokað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.