Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 17 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Skemmtibátanámskeið - fjarnám 28. ágúst - 14. október 2017. Smáskipanámskeið - fjarnám 28. ágúst - 14. október 2017. ARPA ratsjárnámskeið Haustönn 2017. ECDIS rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi Haustönn 2017. GMDSS - alþjóða neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi Haustönn 2017. Hásetafræðsla - aðstoðarmaður í brú Haustönn 2017. IMDG endurnýjun Haustönn 2017. Smáskipavélavörður - vélgæsla Haustönn 2017. Við stígum ölduna með þér Skráning stendur yfir á tskoli.is C M Y CM MY CY CMY K halfsida-batanamskeid.pdf 1 8/22/2017 1:55:51 PM Grunnskólinn í Borgarnesi var sett- ur í Borgarneskirkju í gær, þriðju- daginn 22. ágúst. Nemendur 1.-4. bekkjar mættu fyrstir til skólasetn- ingar, því næst 5.-7. bekkur og loks 8.-10. bekkur. Að skólasetn- ingu lokinni hittu nemendur síð- an umsjónarkennara sína og fengu stundaskrár afhentar ásamt öðr- um upplýsingum um skólabyrj- un. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá í dag, miðvikudaginn 23. ágúst. „Í dag eru skráðir 278 nem- endur við skólann og er það örlítil fækkun frá því í fyrra,“ segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Starfsmenn skól- ans eru 56 og er búið að manna í allar stöður,“ bætir hún við. Mistök leyfð Aðspurð um áherslur í skólastarf- inu segir Júlía að haldið verði áfram að þróa teymiskennslu undir dyggri aðstoð Ingvars Sigurgeirssonar. Þá sé skólinn að vinna við að innleiða nýtt námsmat og muni innleið- ingarferlið halda áfram á komandi vetri. „Skólinn mun áfram starfa eftir áherslum og hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar. Starfs- fólk skólans fór síðastliðinn vetur til Boston á námskeið í þeirri stefnu og var það námskeið góð vítamíns- sprauta inn í skólastarfið. En aðal- hugmyndafræði stefnunnar eru að mistök eru leyfð en við þurfum að læra af þeim,“ segir Júlía. „Stefnan miðar að því að ýta undir ábyrgð- arkennd og sjálfsstjórn nemenda. Þjálfa þá í að ræða um tilfinning- ar sínar og átta sig á þörfum sín- um. Vinnuaðferðum er einnig ætl- að að styðja starfsmenn skóla við að móta sér skýra stefnu í agamál- um og samskiptum. Kennarar búa til bekkjarsáttmála með nemendum sínum sem allir eiga að vinna eftir,“ útskýrir hún. Heilsueflandi grunnskóli „Grunnskólinn í Borgarnesi er einnig heilsueflandi grunnskóli og tökum við þátt í ýmsum viðburð- um því tengdu. Einnig er í boði fyrir alla nemendur skólans að vera áskrifendur að ávöxtum. Einn lið- ur í heilsueflandi grunnskóla er það er lítur að líðan nemenda og höf- um við hrundið af stað smá til- raunaverkefni í þeim efnum. Elín Kristinsdóttir, sem er okkur nú ekki ókunn, mun leiða verkefni þar sem markvisst verður unnið að auk- inni velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Elín er nýkomin úr námsleyfi sem hún nýtti í að vinna í meistaraverkefni um það hvernig megi flétta hefðbundið skólastarf til að stuðla að sjálfstyrkingu, auk- inni þrautseigu og bættu hugarfari. En þetta er liður okkar til að koma til móts eða bæta það sem við erum ekki að koma vel út í hinum ýmsum könnunum sem mæla skólastarfið. Við erum ekki að skora hátt í þraut- seigu, og trú á eigin getu. Verk- efnið miðar að valfrjálsum stund- um, hópkennslu, einstaklingsvinnu, hringekjum, allt til að vinna með styrkleika hvers og eins, gildi, hug- arfar, markmiðasetningu, núvit- und, jóga, djúpöndum og slökun,“ segir Júlía. „Slökun og hugleiðsla verður einnig í boði fyrir starfsfólk skólans. Þetta verkefni hljómar vel við áherslur okkar í uppbygging- arstefnunni,“ bætir hún við. „Við flögguðum Grænfánanum í vor sem var kærkomið og munum við halda ótrauð áfram að vinna eftir þeirri stefnu lík,“ segir Júlía Guð- jónsdóttir að endingu. kgk Grunnskólinn í Borgarnesi Starfað eftir áherslum og hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar Nemendur og kennarar Grunnskólans í Borgarnesi fylktu liði síðastliðið haust og gengu gegn einelti og enduðu á stuttri samkomu í Skallagrímsgarði. Ljósm. úr safni. Síðasta vetur fóru sex nemendur ásamt tveimur kennurum til Þýskalands á vegum Erasmus+ Evrópuverkefnisins „Water around us“. Ljósm. úr safni. Nemendur 1. bekkjar nýttu góða veðrið í vor og skelltu sér út í íþróttum. Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.