Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Qupperneq 31

Skessuhorn - 23.08.2017, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ólafsvík hefur á undan- förnum vikum verið að styrkja stöðu sína í deildinni eftir brösótta byrj- un í sumar. Liðið mætti Breiðabliki í Ólafsvík á sunnudaginn í sextándu umferð Pepsideildar en Víkingur hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þann leik. Breiðablik hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið og var fyrir leikinn í níunda sæti með átján stig en Víkingur í því áttunda með nítján stig. Breiðablik stjórnaði ferð- inni á Ólafsvíkurvelli í leiknum sem endaði með 3-0 sigri Blika. Breiðablik var mikið sterkari að- ilinn í fyrri hálfleik og braut ísinn snemma. á 12. mínútu fékk Gísli Eyjólfsson boltann á miðjum vall- arhelmingi Ólafsvíkur, sneri Kenan Turudija af sér, færði boltann nær vítateig Víkings og þrumaði boltan- um í netið. Stórglæsilegt hjá Gísla og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Víkingur komst ekki í takt við leik- inn í fyrri hálfleik og bættu Blikar við marki á 40. mínútu leiksins. Aron Bjarnason keyrði þá upp vallarhelm- ing Víkings þar sem sundurslitin vörn Víkings virtist ráðalaus. Aron var kominn vinstra megin í vítateig Víkings þegar hann renndi boltan- um snyrtilega á Svein Aron Gudjo- hnsen sem lagði boltann í netið og skoraði þar með fyrsta mark sitt fyrir Breiðablik en hann gekk til liðs við Blika frá Val í lok júlí. Staðan 2-0 í hálfleik og ekki annað hægt að segja en að forystan væri verðskulduð. Spilamennska Blika var áfram góð í síðari hálfleik og á 53. mín- útu skoruðu þeir sitt þriðja mark. Aron Bjarnason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Víkings með þrjá varnarmenn í kringum sig en fór illa með þá og slapp einn í gegn og renndi boltanum auðveldlega í net- ið. Leikurinn róaðist töluvert eftir þriðja markið. Blikar héldu áfram að stjórna leiknum og lítið gekk hjá Víkingi að skapa sér færi. Blikar voru svo nálægt því að auka forystuna í tvígang undir lok venjulegs leiktíma en Martínez varði vel í bæði skiptin. Lokatölur því 3-0 þegar flautað var til leiksloka. úrslit leiks þýða það að Víkingur er aftur kominn í bullandi fallbaráttu eftir að hafa slitið sig frá henni tíma- bundið með góðu gengi að undan- förnu. Liðið er sem stendur í níunda sæti með nítján stig eða þremur stig- um frá fallsæti. Liðið á mikilvægan leik gegn KA næstkomandi sunnu- dag á Akureyri. bþb Breiðablik vann öruggan sigur á Víkingum Barátta í leik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn. Ljósm. af. ÍA og ÍBV mættust í sannkölluðum botnslag í Pepsideild karla í knatt- spyrnu á sunnudaginn. Leikið var á Akranesvelli við bestu aðstæður. Skagamenn sátu fyrir leikinn á botni deildarinnar og Eyjamenn í sætinu fyrir ofan. Skagamenn þurftu nauð- synlega á sigri að halda en varð ekki að ósk sinni. ÍBV vann með einu marki gegn engu og staðan orðin afar erfið fyrir ÍA á botni deildarinnar. Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru heldur sókndjarfari á upphafs- mínútum leiksins en náðu ekki að spila sig í gegnum Skagaliðið, sem lá til baka og varðist. Skagamenn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á en sömuleiðis án þess að skapa sér afgerandi marktækifæri. Helst ógn- aði ÍA með fyrirgjöfum og skotum af löngu færi. Ólafur Valur Valdimars- son átti góðan sprett eftir hálftíma leik. Hann fór illa með varnarmenn ÍBV á vinstri kantinum, sendi fyrir á Guðmund Böðvar Guðjónsson sem þurfti að teygja sig aðeins í boltann. Fyrir vikið náði hann ekki nægilega góðu skoti og Derby Carrillo varði í marki Eyjamanna. Skagamenn fengu skömmu síðar aukaspyrnu á stór- hættulegum stað, rétt utan vítateigs. Garðar Gunnlaugsson spyrnti en í varnarvegginn. Skagamenn voru ívið sterkari þegar þarna var komið sögu og það var því gegn gangi leiksins þegar Eyjamenn skoruðu á 36. mín- útu leiksins. Eftir langt innkast sem Skagamönnum gekk ekki að hreinsa í burtu barst boltinn á Matt Gar- ner á vinstri kanti. Hann sendi fyrir og Brian McLean reis manna hæst í teignum. Brian skallaði boltann beint á árna Snæ Ólafsson í markinu. Bolt- inn skoppaði fyrir framan árna sem missti hann milli fóta sér og í mark- ið. Slæm mistök hjá árna sem var allt annað en sáttur við sjálfan sig enda átti hann að öðrum kosti ágætis leik. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu því í hléinu, 0-1. Skagamenn vildu víti Skagamenn voru frískari í upphafi síðari hálfleiks. Garðar fékk ágætis færi á 47. mínútu eftir laglegan und- irbúning Ólafs Vals en skot hans yfir markið. Eftir því sem leið á datt leik- urinn aðeins niður. Eyjamenn áttu nokkur skot með stuttu millibili en ógnuðu ekkert að ráði. Það sama átti við um lið Skagamanna. Það var ekki fyrr en á 70. mínútu að Þórður Þor- steinn Þórðarson skapaði sér færi upp úr engu og átti fast skot sem Derby þurfti að hafa sig allan við að verja. Því næst átti Garðar skot rétt framhjá eftir góða fyrirgjöf. Síðustu 15 mín- úturnar eða svo voru algjör einstefna. Skagamenn sóttu án afláts en Eyja- menn voru þéttir til baka. Þórður átti frábæran sprett í teignum og lagði boltann fyrir. Derby markvörður sló sendinguna út í teiginn en enginn Skagamaður var mættur til að koma frákastinu á markið. á 80. mínútu vildu Skagamenn fá vítaspyrnu. Albert Hafsteinsson sendi frábæra sendingu inn fyrir á Þórð. Derby kom á fullri ferð út úr mark- inu og dómari leiksins mat það svo að hann hefði verið á undan Þórði í boltann áður en þeir skullu sam- an, Derby og Þórður. Séð frá gras- bölunum norðan við völlinn virtist Þórður hins vegar hafa verið á undan í boltann en ekkert heyrðist flautið og áfram hélt leikurinn. Skagamenn sóttu áfram og reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Hárs- breidd munaði á 90. mínútu þegar Garðar átti frábært skot eftir fyrir- gjöf frá hægri. Boltinn stefndi efst upp í markvinkilinn en Derby náði að teygja sig í hann og blaka í horn. Var það síðasta færi leiksins og Eyja- menn fóru því með 0-1 sigur og þrjú stig frá Akranesi. Róðurinn orðinn þungur úrslit leiksins þýða að Skagamenn sitja á botninum með 10 stig eftir 16 leiki. Þeir eru sex stigum á eftir Eyja- mönnum í sætinu fyrir ofan, sem og Fjölni sem situr í 10. sæti. Síðar- nefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Þar fyrir ofan er Víkingur Ó. með 19 stig og þá Breiðablik og KA með 21 stig. Róðurinn er því orðinn afar þungur fyrir Skagamenn þegar sex leikir eru eftir. Næst mætir ÍA liði Breiðabliks á útivelli sunnudaginn 27. ágúst næst- komandi. kgk/ Ljósm. gbh. Grátlegt tap ÍA gegn ÍBV Skagamenn voru fjölmennir á vítateig gestanna undir leikslok og freistuðu þess að jafna metin. Þær tilraunir báru þó engan ávöxt og ÍBV hafði sigur. Árni Snær Ólafsson missir boltann milli fóta sér og í markið. Mistökin reyndust dýrkeypt því ÍBV hafði 0-1 sigur. Umdeilt atvik átti sér stað seint í leiknum þegar Derby Carrillo keyrði inn í Þórð Þorstein Þórðarson í víta- teignum. Bæði leikmenn og stuðn- ingsmenn ÍA vildu fá vítaspyrnu en dómarinn mat það svo að Derby hefði verið á undan í boltann.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.