Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Qupperneq 5

Skessuhorn - 18.10.2017, Qupperneq 5
www.skaginn3x.com Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 200 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Skaginn 3X hlaut nýlega Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun Íslands. Starfið er nýtt og felur í sér verkefnastjórnun og umsýslu sjálfvirkra framleiðsluvéla fyrirtækisins. Vegna mikilla tækniframfara hefur Skaginn 3X ráðist í umfangsmikla uppbyggingu húsnæðis og fjárfest í hátæknibúnaði til að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Mikill metnaður er lagður í að bæta gæði og auka skilvirkni í framleiðslu fyrirtækisins og hefur undanfarið verið fjárfest í eftirfarandi vélum: • Sjálfvirk háþróuð vélasamstæða til laserskurðar á plötuefni • Sjálfvirkar kantpressur fyrir plötuefni með hugbúnaðartengingu við laserskurð • Sjálfvirk háþróuð vélasamstæða til laserskurðar á stangarefni • Sjálfvirk yfirfræsivél fyrir plastvinnslu • Sjálfvirkir rennibekkir með stangarmöturum • Sjálfvirk fræsivél fyrir stálvinnslu Umsjónarmaður þarf að sýna metnað, frumkvæði og fagmennsku í starfi ásamt því að búa yfir skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Mikilvægt er að umsjónarmaður geti unnið vel í hóp. Kröfur: • Góð og yfirgripsmikil tölvukunnátta • Þekking á CNC forritun er æskileg • Þekking á teikniforritum, t.d. AutoCad og Inventor Við hvetjum jafnt konur sem karla að kynna sér starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017. Upplýsingar veitir Guðjón M. Ólafsson, rekstrarstjóri, í síma 861 5949 eða gmo@skaginn3x.com. Skaginn 3X óskar eftir að ráða tæknilegan umsjónarmann í starfsstöð sína á Akranesi. Ert þú klár í fjórðu iðnbyltinguna?

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.