Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Side 11

Skessuhorn - 18.10.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 11 VIÐ LEITUM AÐ TRAUSTU STARFSFÓLKI Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Í boði eru fjölbreytt störf í góðu starfsumhverfi. Starfsmenn njóta góðra afsláttarkjara og styrks til heilsueflingar. Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur er til 22. október. FRAMTÍÐARSTÖRF Á ÖLLUM ÞJÓNUSTU- STÖÐVUM OLÍS Fyrir skömmu var kynnt áfanga- skýrsla um hugsanlega framtíðar- sýn íþróttasvæðisins á Jaðarsbökk- um á Akranesi. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var til að fjalla um uppbyggingu Jaðar- sbakkasvæðisins. Kynningarfund- inn sátu fulltrúar bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs og skóla- og frí- stundasviðs Akraneskaupstaðar. Starfshópurinn hafði það hlut- verk að framkvæma þarfagrein- ingu vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar svæðisins og leggja fram tillögur í samráði við hags- munaaðila. Einnig að gera tillögur um áfangaskiptingu framkvæmda. Fyrstu drög að hugsanlegri fram- tíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum fara hér á eftir. Nýbygging rísi milli Akranes- hallar og íþróttahússins á Jaðar- sbökkum. Þar verði kjallari með aðstöðu fyrir starfsfólk og íþrótta- kennara, auk búningsklefa. Á jarðhæð verði byggt nýtt íþrótta- hús. Þar sem núverandi íþrótta- hús á Jaðarsbökkum er staðsett er lagt til að reist verði sundhöll með átta brautum ásamt stoðrým- um. Jafnvel eru hugmyndir uppi um að nýta grindina úr núverandi íþróttahúsið í burðarvirki fyrir reiðhöll á Æðarodda. Að lokum er lagt til að öll mann- virkin verði samtengd og einn inn- gangur verði að öllu íþróttasvæð- inu. Einnig hefur komið fram til- laga um að loka Innnesvegi milli Grundaskóla og Jaðarsbakka til að tryggja öryggi barna og nýta svæðið betur, að því er fram kem- ur á vef Akraneskaupstaðar. Bæjarráð óskaði þess að starfs- hópurinn skilaði áfangaskýrslu fyrir 1. desember næstkomandi. Vinnu hópsins er ekki lokið. Næstu skref í starfi hans verða að þróa áfram hugmyndirnar í sam- ráði við hagsmunaaðila og vinna að forgangsröðun verkefna. kgk Hugsanleg framtíðarásýnd Jaðarsbakka kynnt á Akranesi Hugsanleg ásýnd íþróttasvæðisins á Jaðarsbökkum í framtíðinni. Búið að reisa tengibyggingu með íþróttahúsi milli Akranes- hallar og núverandi íþróttamannvirkja og byggja sundhöll þar sem íþróttahúsið er nú. Teikning: Ask arkitektar. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 24. október 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Siðbót sérvitringanna Gunnar Kristjánsson dr. theol. flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Í samstarfi við Reykholtskirkju Á 500 ára afmæli siðbótarinnar er leitað svara við því hvernig við metum sögu þeirra hug- mynda og hugsjóna sem sáu fyrst dagsins ljós í framgöngu þeirra siðbótarmanna sem kenndu sig við Martein Lúther. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.