Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201712
Vilji er til þess að hálfu bæði Akra-
neskaupstaðar og Sæferða að halda
áfram siglingum milli Akraness og
Reykjavíkur á næsta ári. Sem kunn-
ugt er tóku Sæferðir að sér rekst-
ur siglinga yfir Faxaflóa eftir útboð
sveitarfélaganna tveggja. Samning-
ar gerðu ráð fyrir tilraunaverkefni til
hálfs árs og að sveitarfélögin myndu
tryggja allt að 30 milljónir króna
samtals til stuðnings verkefninu.
Stjórnendur sveitar-
félagsins ánægðir
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi, segir stjórnendur Akra-
neskaupstaðar ánægða með hvern-
ig til hefur tekist fram til þessa. „Við
erum mjög ánægð hvað þetta hef-
ur haft jákvæð áhrif og það er klár
vilji hjá stjórnendum bæjarins að
halda siglingum áfram,“ segir Sæv-
ar. „Bæði hafa bæjarbúar tekið þessu
vel og einnig merkjum við talsvert
aukinn ferðamannastraum hingað
á Akranes eftir að siglingar hófust,“
segir hann. „Árangurinn hefur verið
stígandi. Fyrsti mánuðurinn var ró-
legur, kannski vegna þess að upphaf
siglinga frestaðist,“ bætir hann við.
Upphaflega var áætlað að hefja sigl-
ingarnar 1. júní og gert var ráð fyr-
ir þeirri dagsetningu í útboðsgögn-
um. Upphaf siglinga tafðist þó eilít-
ið, einkum vegna þess að erfiðlega
gekk að fá ferjuna til landsins, en Sæ-
ferðir leigðu hana frá Noregi. Það
var föstudaginn 15. júní að jómfrú-
arferð Akranesferjunnar var farin og
áætlunarsiglingar hófust strax næsta
mánudag, 19. júní. „Þegar verkefnið
var aðeins komið af stað og farið að
koma því meira á framfæri þá tók
það góðan kipp. Einnig spilaði veð-
ur inn í. Júlímánuður var óvenju lé-
legur hvað veður snertir en ágúst
góður. Við tókum eftir því að þegar
veðrið var gott var ferjan mun meira
nýtt bæði af ferðamönnum og Skaga-
mönnum sjálfum,“ segir Sævar.
Þróunarmöguleikar
á borðinu
Siglingar eru enn í fullum gangi og
reiknað er með því að þær standi út
nóvembermánuð og eitthvað fram í
desember. Þá verða liðnir sex mán-
uðir frá því siglingar hófust og til-
raunaverkefninu sem boðið var út í
vor því formlega lokið. „Við munum
ekki sjá endanlega niðurstöðu verk-
efnisins fyrr en siglingum lýkur í des-
ember,“ segir Sævar. „Hins vegar leit
bæjarstjórn alltaf svo á að þetta væri
tveggja ára verkefni. Ferðaþjónustu-
aðilar í bænum hafa sömuleiðis kall-
að eftir því að fá að vita með vissu
með góðum fyrirvara hvort tilraun-
inni verði haldið áfram næsta sumar.
Þess vegna samþykkti bæjarráð fyrir
nokkru að ég fengi umboð sem bæj-
arstjóri til að hefja viðræður við Sæ-
ferðir um framhald verkefnisins, sem
og aðra aðila sem hafa tekið þátt, eins
og Reykjavíkurborg.“
Sævar segir að þessa dagana sé ver-
ið að skoða hvernig megi útfæra verk-
efnið til framtíðar. „Siglingamála-
stofnun hefur ekki gefið leyfi fyrir
því að þessi ferja verði notuð áfram.
Hún siglir núna á bráðabirgðaleyfi
og verður þess vegna skilað eftir að
tilraunaverkefninu lýkur. Stjórnend-
ur Sæferða eru byrjaðir að leita að
nýrri ferju sem ætlunin er að verði
enn öflugri. Sú leit stendur yfir, ég
veit að þeir hafa verið að skoða ýmis-
legt en ekkert sem liggur fyrir á þess-
ari stundu,“ segir hann. „Þá eru líka
uppi á borðinu ýmsir fleiri þróunar-
möguleikar í kringum siglingarnar
sjálfar. En það mál er ekki komið á
það stig að ég geti tjáð mig um það,“
segir Sævar.
Sæferðir vilja
sigla áfram
Gunnlaugur Grettisson, fram-
kvæmdastjóri Sæferða, segir stjórn-
endur fyrirtækisins hafa áhuga á því
að halda ferjusiglingum áfram milli
Akraness og Reykjavíkur. „Já, ég get
með góðri samvisku sagt að sannar-
lega höfum við áhuga á því,“ segir
Gunnlaugur. „Hins vegar erum við í
þeirri stöðu núna að skipið sem við
leigðum í sumar fær ekki varanlegt
leyfi til háhraðasiglinga og því höf-
um við tilkynnt eigendum þess að því
verði skilað að þessu tímabili loknu,“
segir hann. „Þess vegna höfum við
verið að kanna möguleika með önn-
ur skip. Það er ágætis gangur í þeim
málum, búið að skoða ýmislegt þó
ekkert hafi verið ákveðið. En það er
áhugi af okkar hálfu og sveitarfélag-
anna að kanna möguleika á áfram-
haldandi siglingum,“ bætir hann
við. Gunnlaugur tekur þó skýrt fram
að engar skuldbindingar hafi verið
gerðar hvað það varðar.
Horfa til
sambærilegrar ferju
Þrátt fyrir að núverandi ferju verði
skilað segir Gunnlaugur að forsvars-
mönnum Sæferða hugnist best að
finna sambærilegt fley til áframhald-
andi siglinga. „Við þurfum að vera
með skip sem hefur fulla heimild
til siglinga án nokkurra undanþága.
Að því sögðu þá erum við að leita að
sambærilegu skipi. Hér á landi eru til
tvíbytnur sem hafa fulla heimild en
málið er hins vegar þannig að stífari
reglur gilda um háhraðaferjur sem
notaðar eru til áætlanasiglinga en þær
sem eru til dæmis í útsýnissiglingum.
Er það einkum hvað varðar öryggi
og björgunarbúnað. Allt hvað það
varðar í Akranesinu er í fínu standi.
Það skip er hins vegar smíðað undir
öðrum kvöðum. Eftir að hafa ráðfært
okkur við sérfræðinga þá varð niður-
staðan sú að afar ólíklegt er að ferj-
an fái varanlega fulla heimild til há-
hraðasiglinga,“ segir hann. „Hvað
varðar stærð skipsins þá teljum við að
um 100 farþega ferja sé alveg prýði-
leg stærð. Það þarf að vera gott pláss
þannig að fólki líði vel. Við sáum
það að þegar við sigldum í kringum
Menningarnótt og Írska daga, rétt
eins og milli lands og Eyja í kringum
verslunarmannahelgina, að sú stærð
var bara mjög heppileg. Við erum
því að leita að nýrri ferju sem er svip-
uð að stærð, tekur í kringum 100 far-
þega,“ segir Gunnlaugur.
Gengið vel á þessu ári
Aðspurður telur Gunnlaugur að sigl-
ingarnar hafi heilt yfir gengið vel á
þessu ári. „Nú er ég auðvitað ekki
hlutlaus en mín skoðun er sú að
staðið hafi verið að þessu af mikl-
um myndarskap. Við hjá Sæferðum
lögðum okkur fram við að vera með
flott og gott skip þannig að sómi væri
af þessum siglingum. Á sama tíma er
komin smá reynsla og fólk búið að
sjá að það hefur gengið prýðilega,
siglingarnar verið stöðugar og góð-
ar og nánast engar frátafir,“ seg-
ir hann. „Auðvitað hefðum við vilj-
að fá fleiri farþega. En það er reynd-
ar alveg sama hvaða ferju er rætt um.
Ég vil alltaf fá fleiri farþega,“ seg-
ir Gunnlaugur léttur í bragði. „En
heilt yfir tel ég þetta hafa gengið allt
í lagi. Við fórum seint af stað og í
ljósi alls og alls er mitt mat að þetta
hafi verið ágætis tilraun. Við erum í
það minnsta það ánægð að við viljum
gjarnan reyna aftur. Þá horfum við til
þess að geta hafist handa í vetur við
kynningar og slíkt og geta hafið sigl-
ingar seinni partinn í apríl eða byrjun
maí. Með því væri hægt að fá alvöru
reynslu á því hver notkunin er mið-
að við góðan undirbúning. Auðvitað
verður það eins og með aðrar ferð-
ir, þær lifa og deyja á þátttöku þeirra
íbúa sem þurfa að sækja yfir Faxafló-
ann,“ segir hann. „Sökum þess hve
seint var farið af stað í sumar tel ég
okkur ekki geta metið nægilega vel
hver sú notkun er. Þess vegna held
ég að það sé rétti tíminn núna til að
undirbúa áframhaldandi siglingar,“
segir Gunnlaugur Grettisson.
Reglubreyting gæti
auðveldað rekstur
Á Haustþingi Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, sem haldið var á Akra-
nesi síðasta miðvikudag, upplýsti
Jón Gunnarsson samgönguráðherra
um reglugerðarbreytingar sem unn-
ið væri að í ráðuneyti hans. Þær fela
í sér að auðvelda rekstrarumhverfi
þeirra sem stunda farþegasigling-
ar án þess að slaka á öryggiskröfum.
Tekur breytingin mið af því að lögin
verði samræmd þeim sem gilda um
þessi sömu mál í Noregi.
Reglubreytingin hefur vitaskuld
ekki enn tekið gildi og forsendur til
ferjusiglinga því enn þær sömu og
þegar verkefninu var hleypt af stokk-
unum í sumar. Aðspurður telur Sævar
víst að áframhaldandi siglingar milli
Akraness og Reykjavíkur verði ekki
farnar nema með opinberum stuðn-
ingi. „Eins og staðan er núna er þetta
gert með stuðningi sveitarfélaganna.
Gert var ráð fyrir allt að 15 millj-
óna stuðningi Akraneskaupstaðar og
sambærilegum stuðningi Reykjavík-
urborgar. Það liggur ekki fyrir hve
mikið af þeim peningum verða not-
aðir til stuðnings verkefninu, en það
verða aldrei meira en 15 milljónir,“
segir Sævar. „Hvað varðar framhald-
ið þá eigum við von á sambærilegu
rekstrarformi á næsta sumar. Enn
liggur hins vegar ekki fyrir hve mikl-
um stuðningi við ferjusiglingar verð-
ur gert ráð fyrir á næsta ári. Það mun
skýrast við gerð fjárhagsáætlunar fyr-
ir árið 2018,“ segir Sævar bæjarstjóri
að endingu.
kgk
Vilja halda áfram siglingum milli
Akraness og Reykjavíkur
Sæferðir leita nú að nýrri ferju með næsta ár í huga
Ferjan Akranes siglir inn í Akraneshöfn. Sæferðir leita nú að annarri ferju til að leysa þessa af hólmi, þar sem talið er ólíklegt að hún fái varanlega
fulla heimild til háhraðasiglinga við Íslandsstrendur. Ljósm. úr safni.
Gunnlaugur
Grettisson,
framkvæmda-
stjóri Sæferða.
Sævar Freyr
Þráinsson,
bæjarstjóri á
Akranesi.