Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Side 17

Skessuhorn - 18.10.2017, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 17 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is                  Haustmarkaður á Breiðabliki Sunnudaginn 29. október 2017 frá kl. 13 – 17. Allir velkomnir Matur og handverk af Snæfellsnesi Breiðablik Á þriðjudögum hittast hressar og duglegar konur í Átthagastofu á vegum Rauðakrossdeildar Snæ- fellsbæjar. Þetta eru sjálfboðalið- ar sem taka þátt í verkefninu „Föt sem framlag“ á vegum RKÍ, en sambærileg verkefni eru í gangi hjá Rauða kross félögum víðar á Vesturlandi. Hefur Snæfellsbæjar- deildin tekið þátt í þessu verkefni frá árinu 2009. Konurnar hittast einu sinni í viku og sauma og prjóna föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda og hafa fatapakk- arnir undanfarin ár verið sendir til Hvíta Rússlands en þar er mikil fá- tækt og gríðarlegir kuldar. Í pökk- unum eru peysa, buxur, nærfatnað- ur, sokkar, húfa, teppi, handklæði og lak. Þetta útbúa konurnar af mikilli natni, bæði sauma þær föt upp úr gömlum fötum, hekla og prjóna teppin, húfur og sokka og einnig prjóna þær peysur. Pakk- arnir eru ætlaðir börnum á aldrin- um 0 til 12 mánaða. þa Föt sem framlag frá Rauða krossinum Enn á ný lauk verkefninu ung- barnapakkar fyrir Hvíta-Rússland í Grundarfirði, þegar pakkað var 101 pakka af hlýjum fatnaði fyr- ir ungbörn frá 0-1 árs hjá RKÍ í Vinahúsinu. Pakkarnir verða hluti af sendingu Rauða kross Íslands til fátækra fjölskyldna með ung börn. Eins og sjá má á pokunum þá eru ákveðnir hlutir sem fara í hvern pakka; handklæði, tvö stykki (blei- ur), teppi, buxur, húfa, tvær peys- ur, tvær samfellur, tvennir hlý- ir sokkar, eða 404 stykki samtals. Allt að tuttugu konur í Grundar- firði lögðu hönd á plóg, saumuðu og prjónuðu, hver eftir sinni hug- mynd. Barnafjölskyldur komu með föt sem voru orðin of lítil. Í þessu verkefni sannaðist sem fyrr að margt smátt gerir eitt stórt. RKÍ félagar og Vinahúsið í Grundar- firði senda hjartans þakkir til allra sem lögðu verkefninu lið. mm Hlýjar kveðjur frá Rauða kross deildinni í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.