Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Page 20

Skessuhorn - 18.10.2017, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201720 Sæmundur Sveinsson var sett- ur rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands, LbhÍ, til eins árs frá 1. októ- ber síðastliðnum. Var hann settur í embætti af Kristjáni Þór Júlíus- syni menntamálaráðherra, að feng- inni tillögu háskólaráðs LbhÍ. „Mér líst vel á ögrandi verkefni, sem eru ærin og þau miklu tækifæri sem ís- lenskur landbúnaður býður upp á og LbhÍ vill umfram allt styrkja og efla. Hér innan veggja skólans er frábært stjórnendateymi og kraft- mikið starfsfólk sem er tilbúið að takast á við þau,“ segir Sæmundur í samtali við Skessuhorn. „Ég vona að ég geti látið gott af mér leiða fyr- ir þessa stofnun, íslenskan landbún- að og byggðir landsins á komandi ári og ber hag hennar fyrir brjósti.,“ bætir hann við. Framtíðarsýn mótuð Aðspurður segir hann stefnumótun- arvinnu skólans vera brýnasta verk- efnið sem framundan er á næstu vik- um. „Stefna Landbúnaðarháskólans til framtíðar verður fyrst og fremst mótuð af starfsfólki skólans í nánu samstarfi við stjórnvöld og hlutað- eigandi hagsmunaaðila. Þó ég verði ef til vill ekki rektor eftir eitt ár þá mun það verkefni halda áfram því stefnumótun er lifandi verkefni sem áldrei má niður falla á tímum stöð- ugra breytinga í þjóðfélaginu. Stóra málið er að koma því í raun af stað,“ segir Sæmundur. „Sú vinna verð- ur enn fremur unnin í samstarfi við hagsmunaaðila skólans, það er að segja landbúnaðinn, bændur, aðila í iðnaði sem tengjast landbúnaðin- um og helst bara sem flesta,“ seg- ir hann og bætir því við að vonandi muni sú vinna hefjast fyrir áramót. „Þetta verkefni er í raun og veru óskrifað blað, en þannig á það að vera. Ég vona að þegar henni lýk- ur fái rektor og aðrir stjórnendur í hendurnar plagg sem segir svart á hvítu hver framtíðarsýn skólans er að mati starfsmanna annars vegar og hagsmunaaðila og stjórnvalda hins vegar. Vonandi verður samhljómur þar á milli,“ segir Sæmundur. „Helst vona ég að þetta muni leiða af sér að skólinn nái betri tengingu við land- búnaðinn og bændur. Mér finnst hún ekki nógu góð sem stendur. Við þurfum að sýna bændum betur fram á að þeirra hagsmunir og okk- ar fari saman. Ef ekkert kemur út úr þessu nema bætt tengsl skólans við landbúnaðinn og að bændur í víð- tækri merkringu upplifi sig í ríkara mæli sem hagsmunaaðila skólans og háskólinn og allar deildir hans sem hagsmunaaðilar bænda og lands- byggðanna, þá tel ég að mikið hafi áunnist,“ bætir hann við. Horfa þarf til verðmætasköpunar Hann segir stjórnendur skólans þegar hafa hafist handa við að bæta tengslin við landbúnaðinn. Fyrsti liður í því sé opinn fundur sem LbhÍ, Samtök ungra bænda og Mat- ís boða til á Hvanneyri 24. októ- ber nk. „Fundurinn ber yfirskriftina „Aukið virði landafurða. Hvað ætl- ar Ísland að gera?“ Þar munum við Sveinn Margeirsson, forstjóri Mat- ís, halda stutt erindi um fundarefn- ið. Öllum framboðum sem bjóða fram lista til alþingiskosninga verð- ur boðið sérstaklega að senda full- trúa. Á fundinum viljum við m.a. fá að heyra hvernig frambjóðend- ur þessara lista sjái fyrir sér hvern- ig auka megi virði landbúnaðaraf- urða,“ segir Sæmundur. Hann segir óumdeilt að bænd- ur framleiði afar verðmæta vöru, þ.á.m. frábærar mjólkurafurðir, gott kjöt, gott korn og að gæði landbún- aðarafurða hér á landi séu almennt mikil. „Þess vegna er það mín skoð- un að við verðum að horfa meira til verðmætasköpunar í framleiðslu. Ég held að við þurfum að beina sjón- um okkar enn lengra og fara að einblína á hvernig hægt er að auka verðmæti einstakra þátta í virðis- keðjunni,“ segir hann. „Það er ver- ið að nota margar auðlindir, sumar hverjar takmarkaðar, til að fram- leiða þessi verðmæti. Auðlindirnar eru dýrmætar og við verðum að nýta þær með sjálfbærum hætti. Til þess verða allir hlekkir í virðiskeðjunni að vera í lagi, allt frá kynbótum og framleiðsluaðferðum til umhverf- isáhrifa framleiðslunnar á viðkvæm vistkerfi landsins og m.t.t. loftslags- breytinga.“ En hvernig telur hann að auka megi verðmæti landbúnaðarafurða? „Ég veit það ekki nákvæmlega, en til þess eru rannsóknir. Það vantar framsýnna styrkjakerfi til landbún- aðarrannsókna sem tekur mið af stuðningi við hagnýtar rannsóknir sem hafa það markmið að auka virði vörunnar sem framleidd er með sjálfbærum hætti. Slíkur sjóður er til í sjávarútvegi og þangað hafa margir sótt styrki síðustu ár. Það hefur skil- að sér í fjölmörgum tækninýjungum og aukinni hagkvæmni og marg- földu virði afurða í sjávarútvegi. Því er kannski engin furða að á undan- förnum árum hafa orðið gríðarleg- ar framfarir hvað varðar virðisaukn- ingu sjávarafurða. Vegna rannsókna sem hafa þessi markmið að leiðar- ljósi, hafa orðið til fjölmargar tækni- nýjungar sem hafa skilað sér í auknu verðmæti vörunnar, allt frá betri og markvissari kælingu afurða til nýrra veiðarfæra,“ segir hann. Og þjóð- arbúið í heild sinni nýtur góðs af, þar á meðal þeir sem afla bestu hrá- efnanna. Afi og langafi skóla- stjórar Bændaskólans Sem fyrr segir var Sæmundur sett- ur rektor til eins árs. Því liggur fyr- ir að auglýst verður aftur eftir nýj- um rektor skólans næsta vor. Ætlar hann að sækja um? „Ég er opinn fyr- ir því en tel rétt að sjá fyrst hvernig mér gengur í starfi. Einnig verður sú ákvörðun tekin í samráði við mína fjölskyldu,“ segir hann. „Við erum búsett í Reykjavík og ég vildi ekki vera að rífa börnin upp með rót- um fyrir eitt ár. Skólinn er líka með starfsemi að Keldnaholti og Reykj- um. Ég reyni að vera þar hálfa vik- una á móti veru minni hér á Hvann- eyri,“ bætir hann við. Sæmundur er alinn upp í Gunn- arsholti á Rangárvöllum en á sterkar tengingar við Hvanneyri. „Afi minn, Runólfur Sveinsson, var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri frá 1936 til 1947. Þar áður var Halldór Vil- hjálmsson, tengdafaðir hans og þar með langafi minn, skólastjóri Bændaskólans um langt skeið, eða frá 1907 til 1936. Þannig að það er svolítið sérstakt að ég sé allt í einu orðinn rektor Landbúnaðarháskól- ans,“ segir Sæmundur og brosir. LbhÍ býr að miklum tækifærum Aðspurður telur hann LbhÍ búa yfir gríðarmiklum tækifærum til fram- tíðar. „Ég held að ef við náum að auka rannsóknir í auknu virði land- afurða og náum að koma á öflugum tengingum við landbúnaðinn í land- inu, þannig að bændur upplifi að við vinnum í þeirra þágu og eigum sömu hagsmuna að gæta, þá getur skólinn sótt fram mjög víða,“ segir hann. „Ef við lítum bara til matvæla- framleiðslu, þá er talað um að hún þurfi að aukast um 50% á heimsvísu til ársins 2050. Þegar við hugsum um matvælaframleiðslu hér á landi þá dettur mörgum sjávarútvegur fyrst í hug, vegna þess að hann hefur verið stóra greinin hér. En á heims- vísu er sjávarútvegur ekki nema 5% af allri matvælaframleiðslu, en 95% er landbúnaður,“ segir Sæmund- ur. „Á sama tíma og fyrir liggur að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 50% á skömmum tíma þá erum við að horfast í augu við geigvænlegar loftslagsbreyting- ar. Þeim fylgir að á norðurslóðum, þar á meðal hér á Íslandi, gæti orð- ið auðveldara að rækta mat í fram- tíðinni. Líkön spá því hins vegar að á ýmsum svæðum í heiminum, sem nú eru afar hentug til matvælafram- leiðslu, verði erfiðara að rækta mat- væli í framtíðinni, m.a. vegna vatns- skorts og mengunar jarðvegs,“ bætir hann við. „Þess vegna hugnast mér til dæmis ekki að taka land sem er hentugt til akuryrkju og skipuleggja þar frístundabyggð eða skógrækt í gróðursælustu héruðum lands- ins, því svo gæti farið að við neyð- umst til að grípa til þess í framtíð- inni,“ segir Sæmundur. „Einnig vil ég að farið verði varlega í endur- heimt votlendis með því að moka í skurði og fórna ræktuðu landi, af sömu ástæðum. Það eru hins vegar víðfeðm votlendi þar sem ekki eru ræktarlönd sem henta vel til þeirra hluta og margar aðrar leiðir færar til að binda kolefni. Íslenski eldfjalla- jarðvegurinn er til dæmis mjög vel til þess fallinn og Landbúnaðarhá- skólinn hefur verið leiðandi í rann- sóknum þar að lútandi. Með því að sá í og binda jarðveginn á óheyri- lega stórum auðnum landsins má taka gríðarstór skref í kolefnisbind- ingu,“ segir hann. „Við hér á Íslandi verðum að búa okkur undir breyttar aðstæður í náinni framtíð. Þar getur Landbúnaðarháskóli Íslands orðið leiðandi í umræðunni og þróuninni til hagsbóta fyrir umráðahafa lands- ins og þjóðina alla,“ segir rektorinn. Bændur eru vörslumenn landsins Að sama skapi kveðst Sæmund- ur vonast eftir kerfisbreytingum í styrkjakerfi landbúnaðarins. „Það væri óskandi að nýjar áherslur yrðu ráðandi við gerð næstu bú- vörusamninga. Að mínu viti þurf- um við að líta á bændur í aukn- um mæli sem vörslumenn lands- ins. Færa kerfið meira í þá átt að styrkja þá til að hugsa enn betur um landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess, frekar en að greiða bændum fyrir hvert framleitt kíló af kjöti eða líter af mjólk,“ segir Sæmund- ur. „Færa mætti kolefnisbindingu inn í styrkjakerfi landbúnaðarins. Bændur myndu þá vonandi sjá hag sinn í því að halda akuryrkjulandi í ræktun og planta trjám í land sem ekki er nýtanlegt til matvælafram- leiðslu. Styrkjakerfið er hins vegar ekkert á leiðinni í burtu, landbún- aður í nær öllum löndum heimsins nýtur opinbers stuðnings með ein- hverjum hætti. Ég er þeirrar skoð- unar að líta eigi styrkina þeim aug- um að skattgreiðendur séu að fjár- festa í matvælaframleiðslu sem fer fram með sjálfbærum hætti og færir neytendum bestu og heilnæmustu matvæli í heimi á samkeppnishæfu verði. Landbúnaðarháskólinn á að leiða þá þróun,“ segir Sæmundur að endingu. kgk „Stefni að því að LbhÍ nái betri samskiptum við landbúnaðinn og bændur“ - segir Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri. Ljósm. úr safni. Nýnemar LbhÍ á árlegum nýnemadegi við upphaf skólaársins nú í haust. Ljósm. LbhÍ.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.