Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 29

Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 29 Borgarbyggð - miðvikudagur 18. október Félagsvist í Brún í Bæjarsveit. Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum efnir til félagsvistar í Brún klukkan 14:00. Kaffi- veitingar. Nýir félagar 60+ boðnir vel- komnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 18. október Skallagrímur mætir Breiðabliki í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leik- urinn hefst kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Stykkishólmur - fimmtudagur 19. október Eftirherman og Orginalinn. Kvöld- skemmtun með gamansögum og eft- irhermum á Fosshótel Stykkishólmi kl. 20:30. Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústsson kitla hláturtaugarnar. Miða- sala við innganginn. Borgarbyggð - föstudagur 20. október Auður djúpúðga - sagan öll, í Land- námssetri kl. 20:00. Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk og segir sögu Auðar djúpúðgu, konunnar sem á engan sinn líka í landnámssögunni og nam land að Hvammi í Dölum. Saman við viðburða- ríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi flétt- ast atburður sem markaði upphaf land- námsins blóði: þrælauppreisn á suður- strönd Íslands. Miðasala og nánari upp- lýsingar á www.landnam.is. Dalabyggð - föstudagur 20. október Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Lambhrútasýning og opin fjár- hús að Rauðbarðarholti í Hvammssveit kl. 12. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið norðan girðingar. Kl. 20 að Laugum í Sælingsdal hefst sviða- veisla með hagyrðingakvöldi og dans- leikur á eftir. Dalabyggð - laugardagur 21. október Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Lambhrútasýning og opin fjárhús að Hlíð í Hörðudal kl. 10. Einn- ig verður keppt um fallegasta gimbr- arlambið sunnan girðingar. Dagskrá í Reiðhöllinni í Búðardal frá kl. 13, þar á meðal Íslandsmeistaramótið í rún- ingi kl. 14. Skemmtiatriði frá Sirkus Ís- lands. Grillveisla og verðlaunaafhend- ingar í Dalabúð kl. 18:30. Stórdansleikur með hljómsveitinni Sóldögg í Dalabúð á miðnætti. Snæfellsbær - laugardagur 21. október Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum í Rifi milli kl. 14 og 16. Gestir kynna menn- ingu sinnar þjóðar og kynnast menn- ingu annarra þjóða. Hlaðborð frá fjöl- mörgum þjóðlöndum. Stykkishólmur - laugardagur 21. október Snæfell tekur á móti Stjörnunni í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leik- urinn hefst kl. 15:00 í írþóttahúsinu í Stykkishólmi. Stykkishólmur - sunnudagur 22. október Snæfell mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - sunnudagur 22. október Auður djúpúðga - sagan öll, í Land- námssetri kl. 20:00. Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk og segir sögu Auðar djúpúðgu, konunnar sem á engan sinn líka í landnámssögunni og nam land að Hvammi í Dölum. Saman við viðburða- ríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi flétt- ast atburður sem markaði upphaf land- námsins blóði: þrælauppreisn á suður- strönd Íslands. Miðasala og nánari upp- lýsingar á www.landnam.is. Akranes - miðvikudagur 25. október Upptaktur - nistarnir á loftinu! Tónleikar í Akraneskirkju kl. 20:00. Fjórir organ- istar flytja klassísk orgelverk, dægurlög og kvikmyndatónlist í Akraneskirkju. Þeir sem fram koma eru Arnór Vilbergs- son organisti í Keflavík, Jón Bjarnason organisti í Skálholti, Sveinn Arnar Sæ- mundsson organisti Akraneskirkju og Viðar Guðmundsson organisti á Hólma- vík. Á efnisskránni verður m.a. átthend- ur mars, kvartettsöngur og allskon- ar organistabræðingar. Svo eitthvað sé nefnt. Akranes - föstudagur 26. október Menningarhátíðin Vökudagar hefst á Akranesi 26. október og stendur til 5. nóvember. Fjölbreytt dagskrá víða um bæinn og sérstök áhersla verður lögð á barnamenningu að þessu sinni, m.a. með sérstakri barnamenningarhátíð að Dalbraut 1. Sjá nánar umfjöllun í Skessu- horni vikunnar. Borgarbyggð - fimmtudagur 26. október Fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:00 til 21:15. Erindi Sigursteins Sig- urðssonar arkitekts; „Mannvirkin og sag- an: Húsahönnun í héraði“. Fyrsti hluti fyrirlestraraðar í Safnahúsi. Akranes - föstudagur 27. október Vesturlandsslagur í 1. deild karla í körfu- knattleik. ÍA mætir Skallagrími í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. Leik- urinn hefst kl. 19:15. Eyja- og Miklaholtshreppur - sunnudagur 29. október Sveitamarkaður á Breiðabliki frá kl. 13 til 17. Matur og handverk af Snæfellsnesi. Íbúð til leigu á Akranesi Til leigu 4 herbergja íbúð á Akra- nesi, 3 svefnherbergi. Neðri hæð í tvíbýli á mjög góðum stað. Hundahald ekki leyfilegt. Leiga 180.000 kr. á mánuði. 3 mánaða trygging. Upplýsingar: bergstei@ gmail.com. Toyota Corolla Station Til sölu Toyota Corolla Station. Sjálfskiptur, 1600 cc, árg. 2004. Ekin 120000 þús. Tveir eigend- ur frá upphafi. Á nýlegum heils- ársdekkjum. Upplýsingar: bjorn@ stalsmidjan.is. Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni LEIGUMARKAÐUR 12. október. Drengur. Þyngd: 3.694 gr. Lengd. 52 cm. Móðir: Þóra Kristín Loftsdóttir, Hvammstanga. Ljósmóðir: Björg Sigurðardóttir. 14. október. Drengur. Þyngd: 4.568 gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar: Sigríður Bjarney Guðnadóttir og Gísli Pálsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Rökkvi Þór. Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017 Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram. Alls eru á kjörskránni 5.091 einstaklingar, þar af eru 2.578 karlar og 2.513 konur. Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þann 23. september 2017. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskráin liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, frá og með 17. október næstkomandi og er þar opin almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt til kjördags gert leiðréttingar á kjörskrá ef við á. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 TIL SÖLU Snorrastofa og Reykholtskirkja bjóða til fyrirlestrar þriðjudag- inn 24. október næstkomandi kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu. Dr. theol. Gunnar Kristjánsson fjallar þar um þau merku tímamót, sem nú eru framundan innan siðbótar- innar og minnst er víða um heim, að Marteinn Lúther hengdi upp sínar frægu mótmælagreinar á kirkjuhurðina í Wittenberg í Þýskalandi 31. októ- ber 1517. Í fyrirlestrin- um leitar sr. Gunnar svara við því hvern- ig við metum sögu þeirra h u g m y n d a og hugsjóna sem sáu fyrst dagsins ljós í framgöngu þeirra siðbót- armanna sem kenndu sig við Lúther og hver áhrif þeirra hafi verið um víð- an heim. G u n n a r K r i s t j á n s - son fæddist á Seyðisfirði 18. jan. 1945. Lauk kandidatsprófi í guðfræði 1970 og mastersprófi í trúarheimspeki frá Boston háskóla 1971. Vígðist til Vallanesspresta- kalls haustið 1971 og þjónaði því kalli í fjögur ár. Þjónaði Reyni- vallaprestakalli 1978 – 2015 og var prófastur í Kjalarnessprófasts- dæmi 1997 - 2015. Hann stundaði framhaldsnám við Ruhr-háskóla í Bochum í Þýskalandi og lauk það- an doktorsprófi í guðfræði árið 1979. Gunnar hefur ritað fjölda ritgerða og greina um guðfræði, bókmenntir og myndlist og haldið fyrirlestra og erindi um sömu efni, bæði hérlendis og erlendis. Þá hef- ur hann annast útgáfur og þýðing- ar á mikilsverðum verkum guð- fræðinnar auk þess að þýða sjálf- ur fjölda rita. Árið 2014 kom út bók hans um Lúther og siðbótina, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu. Nú vinnur hann að þýðingum á mörgum helstu ritum siðbótarmannsins sem gefin verða út í haust og í byrjun næsta árs. Snorrastofa og Reykholtskirkja fagna þessum góða viðburði og að venju er boðið til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning Siðbót sérvitringanna á fyrirlestri í Snorrastofu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.