Skessuhorn - 17.01.2018, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 20184
Hjónin Ingibjörg Valdimarsdótt-
ir og Eggert Hjelm Herbertsson á
Akranesi gengu í árslok frá kaup-
um á Borgarnes HI Hostel í Borg-
arnesi, sem betur er þekkt sem
Farfuglaheimilið við Borgarbraut
9-13. Seljandi er Farfuglar ses.
sem átt hafa gististaðinn undanfar-
in tvö ár. Þau Eggert og Ingibjörg
eru með kaupunum að meira en
tvöfalda gistiþjónustu á þeirra veg-
um. Fyrir reka þau gistiþjónustu
allt árið á tveimur stöðum á Akra-
nesi undir nafninu Stay Akranes; í
Kirkjuhvoli og farfuglaheimilinu
við Suðurgötu. Alls eru gistirými á
þessum stöðum 51 talsins. Í sum-
ar munu þau líkt og undanfarin ár
reka sumarhótel í húsnæði heima-
vistar Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Nú bætist 67 rými við í Borgarnesi
þannig að yfir sumarmánuðina
mun þau geta boðið um 180 rúm
til útleigu á þessum tveimur þétt-
býlisstöðum.
Húsnæði Borgarnes HI Hos-
tel er um 700 fm og hefur mikið
verið lagfært og endurbætt á liðn-
um misserum. Í árslok var heim-
ilið fyrsta farfuglaheimilið á Vest-
urlandi til að hljóta Svansmerkið,
norræna umhverfisviðurkenningu,
en svanurinn var afhentur í Borg-
arnesi af Kristínu Lindu Árnadótt-
ur, forstjóra Umhverfistofnunar og
Birgittu Stefánsdóttur sérfræðingi
á sviði sjálfbærni við stofnunina.
Eggert Herbertsson fram-
kvæmdastjóri kveðst að vonum
ánægður með kaupin og segir þau
hafa verið í bígerð í nokkurn tíma.
„Við sjáum fram á mikla samlegð
í rekstri okkar með þessum kaup-
um Farfuglaheimilisins í Borgar-
nesi og teljum okkur geta gert bet-
ur en hægt hefur verið með að reka
þessar einingar aðskildar. Á þessu
sviði eru vannýtt tækifæri sem við
hyggjumst grípa,“ segir Eggert.
mm
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Hvert fara peningarnir?
Á síðustu dögum hefur almenningur, sveitarstjórnarfólk og jafnvel al-
þingismenn látið á sér skilja að ekki verður lengur unað við ástand Vestur-
landsvegar. Einkum hefur umræðan beinst að slæmu ástandi þjóðleiðar-
innar um Kjalarnes. Þó er einnig rætt um Vesturlandveg alla leið í Borg-
arnes, margir segja að endurvekja verði umræðuna um Sundabraut og þá
er réttilega bent á að umferð um Hvalfjarðargöng nálgast ískyggilega þol-
mörk öryggisstaðla. Ég fagna allri umræðu um þessi mál. Því háttar nú
einu sinni þannig til að vegir eru lífæðar þeirra byggðarlaga sem byggja
afkomu sína á að umferð sé greið, með fólk og varning.
En á það hefur einnig verið bent að tekjur ríkissjóðs af umferð eru
mun meiri en þau framlög sem ríkið leggur í uppbyggingu samgangna.
Bergþór Ólason alþingismaður ritar áhugaverða grein í Skessuhorn í dag.
Hann gegnir nú formennsku í samgöngu- og umhverfisnefnd Alþingis
og var eitt sinn aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Bergþór bendir meðal annars á að árið 2016 hafði ríkissjóður tekjur af
ökutækjum og umferð upp á um 46 milljarða króna auk virðisaukaskatts.
Á sama tímabili voru framlög ríkissjóðs til Vegagerðar um 26 milljarðar.
Þar af leiðandi hurfu tæplega 44% af mörkuðum tekjustofnum til sam-
gangna annað en í vegagerð. En hvert?
Nú vill svo til að stutt er síðan kosið var til Alþingis. Á annan tug stjórn-
málaflokka bauð fram krafta sína til starfa. Í loforðaflaumi þessara flokka
minnist ég þess ekki að nokkur þeirra hafi lagt áherslu á sparnað í rekstri
opinberra stofnana eða ráðuneyta. Ekki veit ég hverju það sætir, en renn-
ur í grun að stjórnmálamenn hafi ekki viljað rugga þeim báti sem emb-
ættismannakerfið rær á svona í blábyrjun kjörtímabils.
Ég hef rætt þessi mál við ýmsa aðra sem reka fyrirtæki; bifvélavirkja,
hárskera, fiskverkanda og smið. Allir eru sammála um eitt: Það er ekki
lengur eftirsóknarvert að reka venjuleg fyrirtæki við þær aðstæður sem
þeim er nú búið. Allir telja þeir skattlagningu launa vera búna að rjúfa
þann múr sem menn telja ásættanlegan. Talið berst alltaf að hverju það
sætir. jú, við kjósum að reka öflugt heilbrigðis- og menntakerfi. Menn
eru almennt sáttir við það. Allir sakna hins vegar umræðunnar um fækkun
stofnana, niðurskurð í rekstri hins opinbera og hagræðingu þegar kemur
að ríkisrekstrinum. Telja að batteríið sé orðið svo stórt að kjörnir emb-
ættismenn hafa hvorki vilja né kjark til að taka á því. Kannski finnst þeim
þetta líka þægilegt? Ráðherrar eru umsvifalaust búnir að ráða einn, tvo
eða jafnvel þrjá aðstoðarmenn, kaupa nýja svarta bíla og hlaða í kringum
sig starfsfólki sem auðvitað kostar heilan helling. Vandamálið er það að
aðrir borga. Ekki þeir sjálfir. Laun alls þessa fólks eru nefnilega greidd
með alltof háu tryggingagjaldi og öðrum álögum á fyrirtæki og launafólk.
En skattarnir okkar duga ekki lengur til að halda úti ofþöndu batteríi.
Peningarnir sem til dæmis eru innheimtir af bifreiðaeigendum, í gegnum
tolla og eldsneytisgjöld, fara í að greiða allt þetta stofnana- og aðstoðar-
mannabix. Þeir fara ekki í vegina eins og upphaflega var ætlunin. Þess
vegna er reynt að láta okkur skrölta áfram á ónýtum og stórhættulegum
vegum.
Almenningur á ekki og má ekki sætta sig við þetta ástand. Lífæð okkar
til atvinnusóknar liggur um fjörutíu ára gamla og óboðlega vegi. Sjáið þið
fyrir ykkur nýju ráðherrana sætta sig við að aka um á fjörutíu ára gömlum
ráðherrabíl? Nei, sennilega ekki. Hættum að sætta okkur við að vera sett í
ruslflokk og látum fólkið sem á að vera að vinna fyrir okkur á Austurvelli
taka okkar hagsmuni framyfir hagsmuni embættismanna í anda þáttanna
um já, ráðherra.
Magnús Magnússon
Leiðari
Kaupa Farfuglaheimilið
í Borgarnesi
Eggert og Ingibjörg eru hér stödd á ferðakaupstefnu. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Borgarnes HI Hostel er til húsa við Borgarbraut 9-13 í húsnæði sem eitt sinn var
bæjarskrifstofa
Í upphafi þessa árs barst sveitar-
félögum í landinu reikningur frá
lífeyrissjóðnum Brú, sem heldur
utan um lífeyrismál starfsmanna
sveitarfélaga. Krafan hljóðaði upp
á 40,2 milljarða króna sem skiptist
þó með misjöfnum hætti á sveitar-
félög og opinber fyrirtæki í hlut-
falli við fjölda starfsfólks og ýmsa
aðra þætti. Bakreikningur Brúar
nú er til kominn vegna uppgjörs á
langvarandi halla á A-deild sjóðs-
ins sem ekki hefur reynst sjálfbær
og því ekki staðið undir þeim for-
sendur sem reiknað hafði verið
með þegar til sjóðsins var stofn-
að. Rekja má vaxandi halla Brúar
til slæmra fjárfestinga, breytinga
á aldurssamsetningu þjóðarinn-
ar og hækkandi meðalaldurs líf-
eyrisþega. Ávöxtun sjóðsins hef-
ur þannig, samkvæmt heimildum
Skessuhorns, verið neikvæð um
nokkur prósent á liðnum árum.
Þrátt fyrir að lengi hafi legið fyr-
ir að eftirákrafa kæmi frá sjóðnum
hafa ýmsir forsvarsmenn sveitarfé-
laga gagnrýnt í fjölmiðlum skort á
upplýsingastreymi, ekki síst hversu
seint útreikningar lágu nú fyrir. Í
upphafi árs hafi t.d. nær öll sveitar-
félög samþykkt fjárhagsáætlun árs-
ins. Sveitarfélögin fá nú tækifæri til
að ganga frá sínum málum við Brú
með annað hvort skuldayfirlýsingu
eða hreinlega með greiðslu kröf-
unnar. Ljós í myrkrinu er að tekjur
sveitarfélaga í fyrra voru almennt
meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir,
einkum vegna meiri útsvarstekna
sem rekja má til launahækkana.
Nú fá öll sveitarfélög bakreikn-
ing. Brú hefur hins vegar ekki
upplýst með samræmdri tilkynn-
ingu hvernig þessir 40 milljarðar
skiptast milli þeirra. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns er til
dæmis um að ræða 500 milljónir
króna í tilfelli Akraneskaupstað-
ar, 244 milljónir hjá Borgarbyggð
og um 250 í Stykkishólmsbæ. Til
samanburðar má nefna að fram
hefur komið í fréttum að hlutur
Reykjavíkurborgar er 14,6 millj-
arðar króna. Hluta þessarar upp-
hæðar verða sveitarfélögin að
greiða strax en hafa val um lántöku
og greiða eftirstöðvarnar niður á
næstu árum og áratugum.
Í tilfelli Borgarbyggðar var sam-
þykkt samhljóða á fundi sveitar-
stjórnar í liðinni viku að stað-
greiða 244 milljóna kröfuna frá
Brú. Það reyndist unnt þar sem
greiðsla úr jöfnunarsjóði reyndist
um 100 milljónum króna hærri en
áætlað hafði verið og skatttekjur
sömuleiðis. Borgarbyggð tekur því
ekki lán fyrir kröfunni en vissulega
mun þessi upphæð skerða fjárhags-
lega burði sveitarfélagsins á næstu
misserum. „Með því að greiða
þessa kröfu upp þá losnar Borgar-
byggð undan verulegum vaxta- og
verðbótakröfum auk lántökukostn-
aðar á komandi árum,“ sagði með-
al annars í bókun sveitarstjórnar.
Að sögn Sturlu Böðvarsson-
ar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, fær
bæjarfélagið kröfu um greiðslu
250 milljóna í heildina. „Fimmta
partinn af þeirri upphæð verður að
greiða nú í febrúar. Hitt er upp-
hæð sem greiðist á þrjátíu árum
inn í sjóðinn,“ segir Sturla. Hann
segir að líta verði jákvætt á þessar
greiðslur jafnvel þótt menn kveinki
sér undan að greiða þær nú. „Þarna
er náttúrlega verið að bæta lífeyr-
isréttindi starfsmanna sveitarfélag-
anna og tryggja þau til frambúðar.
Að því leyti er þetta mikilvæg að-
gerð og gerð til að bæta fyrir að
í fortíðinni var vanreiknað hvað
þurft hefði að greiða í lífeyrissjóð
starfsmanna sveitarfélaga. Þetta
kemur sér því vel fyrir starfsfólk
okkar og byggir upp sjóðinn,“ seg-
ir Sturla. mm
Sveitarfélög fá háa bakreikninga
vegna lífeyrisskuldbindinga