Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 7
Álagning vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2018 liggur nú fyrir.
Viðskiptavinir geta skoðað álagningarseðla á Mínum síðum á veitur.is.
Til að komast inn á Mínar síður getur þú notað rafræn skilríki, Íslykil
eða fengið sent lykilorð í rafræn skjöl í heimabankanum þínum.
Í samræmi við stefnu okkar um pappírslaus viðskipti fá einungis viðskipta-
vinir 69 ára og eldri heimsenda álagningar- og greiðsluseðla. Aðrir fara
sjálfkrafa í netgreiðslur hafi þeir ekki óskað eftir pappír. Hægt er að breyta
greiðslumáta á veitur.is eða í þjónustuveri okkar í síma 516 6000.
Álagning vatns- og
fráveitugjalda 2018
Veitur sjá um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is
BÓNDADAGURINN
ÚTSALAN
í fullum gangi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Í tilefni bóndadagsins bjóðum við
15% afslátt af herra ilm- og snyrtivörum
Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Samgöngumál á Vesturlandi
Opinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi
Miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:00 til 20:00
í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi
Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson
Dagskrá fundarins:
18:00 Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi
setur fundinn
18:10 Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóp um
möguleika á framkvæmdum á stofnleiðum í
nágrenni Reykjavíkur og fjármögnun þeirra
18:30 Geirlaug Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi
og formaður byggðarráðs Borgarbyggðar
18:50 Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ
19:05 Sigurður Ingi Jóhannesson samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
19:25 Opnað fyrir umræður í sal
19:50 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á
Akranesi slítur fundi
Boðið verður upp á súpu og
hressingu þegar fundi lýkur.
Nánari upplýsingar og skráning á fundinn má nálgast á
vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Erum einnig
á facebook – Fundur um samgöngumál á Vesturlandi.
Ekið var með aðalvél flóabátsins
Baldurs út úr húsnæði Stálsmiðjunn-
ar Framtaks í Garðabæ 9. janúar síð-
astliðinn, rúmum mánuði eftir að
farið var með hana suður til viðgerð-
ar. Eins og fram hefur komið í frétt-
um Skessuhorns varð alvarleg bilun í
vélinni í lok nóvember og hefur skip-
ið verið bundið við kajann frá þeim
tíma. Í síðustu viku var vélinni kom-
ið um borð í skipið og er nú unnið
að fínstillingu hennar og í framhaldi
þess prufukeyrslu. Sæferðir sendu
síðast frá sér tilkynningu 3. janú-
ar vegna viðgerðanna. Þar segir að
ísetning og stilling vélar muni taka
um tíu daga. „Þetta þýðir að Baldur
mun ekki hefja siglingar aftur fyrr en
um 18.-20. janúar.“ mm/ Ljósm. sá.
Aðalvél Baldurs komin um borð
Til stendur að rýma húsnæði Veitna
við Dalbraut á Akranesi vegna myglu
sem þar fannst og flytja starfsemina
í þar til gerða skrifstofugáma. Þetta
staðfestir Inga Dóra Hrólfsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Veitna í sam-
tali við Skessuhorn. „Í haust vökn-
uðu grunsemdir um myglu í hús-
næðinu við Dalbraut og voru starfs-
menn Veitna á Akranesi umsvifa-
laust upplýstir um málið. Í kjöl-
far þess var ákveðið að taka enga
áhættu og flytja skrifstofurnar í þar
til gerða skrifstofugáma, sem eru að
ég held bara mjög góð aðstaða með
sérhönnuðum skrifstofurýmum og
kaffistofum,“ segir Inga Dóra í sam-
tali við Skessuhorn. „Byrjað verður
að setja gámana upp í lok vikunnar
eða byrjun næstu en ekki er búið að
ákveða hver næstu skref verða,“ seg-
ir Inga Dóra. kgk
Mygla fannst á skrifstofum Veitna á Akranesi
Húsnæðið verður rýmt og skrifstofur fluttar í gáma
Húsnæði Veitna við Dalbraut á Akranesi. Ljósm. ja.is.