Skessuhorn - 17.01.2018, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 20188
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 6.-12. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: Engar landanir á
tímabilinu.
Arnarstapi: Engar landanir
í vikunni.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 570.879 kg.
Mestur afli: Bylgja VE:
149.173 kg í tveimur lönd-
unum.
Ólafsvík: 20 bátar.
Heildarlöndun: 294.678 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
41.800 kg í fjórum róðrum.
Rif: 16 bátar.
Heildarlöndun: 531.552 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
130.725 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 41.015 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
24.470 kg í tveimur lönd-
unum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Bylgja VE - GRU:
82.692 kg. 12. janúar.
2. Tjaldur SH - RIF:
69.215 kg. 12. janúar.
3. Bylgja VE - GRU:
66.481 kg. 8. janúar.
4. Örvar SH - RIF:
66.017 kg. 7. janúar.
5. Tjaldur SH - RIF:
61.510 kg. 7. janúar.
-kgk
Ilmolíur
skaðlegar
gæludýrum
LANDIÐ: Ilmolíur á heim-
ilum geta verið skaðlegar
gæludýrum, einkum kött-
um, segir í frétt frá dýra-
velferðarsviði Matvæla-
stofnunar. „Mikilvægt er að
gæludýraeigendur takmarki
notkun á skaðlegum ilmolí-
um og aðgang gæludýra að
þeim. Vinsælt er að nota alls
kyns ilmolíur á heimilum.
Þar finnast þær ýmist í opn-
um flöskum, rakatækjum,
ilmkertum eða er úðað út
í andrúmsloftið. Matvæla-
stofnun varar gæludýra-
eigendur við mikilli notk-
un á svæðum þar sem gælu-
dýr eru haldin og ráðlegg-
ur þeim að skoða vel hvort
þær tegundir af olíum sem
er verið að nota gætu verið
skaðlegar fyrir gæludýrin.
Kettir geta verið sérstak-
lega viðkvæmir fyrir sum-
um af þessum olíum vegna
skorts á hvötum til að brjóta
niður efnin í lifur.“
-mm
Vilja bæta
stöðu foreldra
langveikra
barna
LANDIÐ: „Stjórn Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra
barna tekur undir áskorun
Umhyggju frá 3. janúar sl.
þar sem Umhyggja skorar
á yfirvöld að leiðrétta taf-
arlaust þá mismunun sem
á sér stað gagnvart þeim
sem fá foreldragreiðslur
annars vegar og hins vegar
þeim sem fá grunngreiðslur
skv. lögum nr. 22/2006 um
greiðslur til foreldra lang-
veikra eða alvarlega fatl-
aðra barna. Þeir sem fá for-
eldragreiðslur geta verið
í minnkuðu starfshlutfalli
samhliða greiðslunum og
greitt af þeim í lífeyrissjóð
og stéttarfélag en hvorugt á
við um grunngreiðslur, þ.e.
ekki er hægt að fá þær sam-
hliða minnkuðu starfshlut-
falli og ekki er heimilt að
greiða af þeim í stéttarfélag
og lífeyrissjóð,“ segir í til-
kynningu frá félaginu. SKB
hvetur yfirvöld um leið til
að leiðrétta stöðu náms-
manna sem þurfa að sinna
veikum börnum. „Vilji þeir
minnka námshlutfall sitt
fyrirgera þeir rétti sínum til
námslána en eiga einungis
rétt á greiðslum frá Trygg-
ingastofnun geri þeir al-
gjört hlé á námi. Kostirn-
ir eru því tveir í stöðunni.
Annað hvort að framfleyta
sér á námslánum og vera
í fullu námi, sem er nán-
ast ógerlegt með alvarlega
veikt barn, eða fá greiðslur
frá Tryggingastofnun og
hætta námi, sem er súrt í
broti fyrir þann sem vill
ekki missa niður þráðinn og
treystir sér til að sinna námi
að hluta. t.d. í fjarnámi.“
Frá því á laugardagsmorgun hef-
ur verið brunavakt í íþróttahúsinu
við Vesturgötu á Akranesi. Ástæð-
an er sú að brunavarnakerfi hússins
reyndist við skoðun vera óvirkt. „Ég
kom hingað á laugardagsmorgun til
að vinna að umsögn vegna þorra-
blótsins sem stendur til að halda
hér um helgina. Þá sé ég að kerfið
er ekki virkt og set strax vakt á hús-
ið,“ segir Þráinn Ólafsson, slökkvi-
liðsstjóri Slökkviliðs Akraness og
Hvalfjarðarsveitar, í samtali við
Skessuhorn. „Síðan þá hefur verið
vakt á húsinu alla daga og verður
áfram á þeim tímum sem starfsemi
er í því, eða þar til brunavarnakerf-
ið er komið í lag. Við höfum ver-
ið þrír á vakt þessa daga, ég sjálfur
og tveir slökkviliðsmenn með mér
hverju sinni,“ segir Þráinn.
Aðspurður kveðst hann ekki geta
sagt til um hvers vegna brunavarna-
kerfi hússins var ekki virkt. „Ég veit
ekki hvers vegna eða hve lengi kerf-
ið hefur verið óvirkt. Núna er ver-
ið að laga það og ég reikna með að
kerfið verði komið í gagnið innan
fárra daga,“ segir Þráinn. Hann
lítur málið alvarlegum augum,
enda starfsemi í íþróttahúsinu frá
því snemma morguns þar til seint
að kvöldi. „Þetta er grafalavarlegt
mál. Það er forskrifað í lögum að
brunavarnakerfi eigi að vera í svona
byggingum. Það er algjört grund-
vallaröryggisatriði. Að kerfið hafi
ekki verið virkt er algerlega óásætt-
anlegt,“ segir slökkviliðsstjórinn að
endingu.
kgk
Brunavakt í íþróttahúsinu
við Vesturgötu
Slökkviliðsbíllinn við inngang íþróttahússins við Vesturgötu. Starfsemi er í
íþróttahúsinu frá morgni til kvölds. Brunavakt verður á staðnum þar til bruna-
varnakerfinu hefur verið komið í gagnið að nýju.
Búið er að rífa fjögur efnissíló Sem-
entsverksmiðjunnar á Akranesi sem
rækilega komust í fréttir beggja
megin við áramótin. Hófst niðurrif
þeirra með vélum að morgni síðasta
miðvikudags. Þá höfðu þegar verið
gerðar tvær tilraunir til að sprengja
sílóin niður, en án árangurs. Var því
brugðið á það ráð að rífa sílóin með
vélum.
Beltagrafa með gripskóflu var
notuð til verksins. Gekk vinnan
greiðlega fyrir sig og á fimmtu-
dagsmorgun var búið að rífa sílóin,
aðeins sólarhring eftir að sú vinna
hófst.
Það er fyrirtækið Work North
ehf. sem annast niðurrif á bygging-
um og búnaði Sementsverksmiðj-
unnar sálugu.
Á hádegi á fimmtudag, þegar
búið var að rífa sílóin, var opnað
fyrir umferð um Faxabraut að nýju.
Gatan hafði þá verið lokuð vegna
hrunhættu um tveggja vikna skeið,
eða frá því fyrst var gerð tilraun til
að sprengja sílóin niður. kgk
Sílóin fallin
Efnissíló Sementsverksmiðjunnar voru rifin með beltagröfu með gripskóflu.
Byrjað var að rífa sílóin að morgni síðasta miðvikudags, en
þessi mynd er tekin í hádeginu þann dag. Ljósm. ki.
Búið að jafna sílóin við jörðu, daginn eftir að sú vinna hófst.
Fimmtudaginn 18. janúar flyt-
ur Guðrún Bjarnadóttir erindi í
Safnahúsi Borgarfjarðar um jurta-
litun. Guðrún er náttúrufræðingur
og hefur á undanförnum árum sér-
hæft sig í jurtalitun og miðlun upp-
lýsinga um hana. Hún kennir grasa-
fræði við Landbúnaðarháskólann,
en hennar aðalstarf er að reka jurta-
litunarvinnustofuna Hespuhúsið
þar sem hún jurtalitar íslenska ull
og tekur á móti gestum og fræðir
um litunaraðferðir. Í fyrirlestrinum
verður farið yfir litunarhefðina frá
landnámi til okkar daga.
Guðrún er fædd í Reykjavík en
hefur verið búsett í Borgarfirði frá
því árið 2003. Hún er menntuð
frá Landbúnaðarháskóla Íslands
á Hvanneyri með BS próf í Bú-
vísindum og MSc próf í náttúru-
fræðum. Meistararitgerð hennar
fjallaði um grasnytjar, hvernig villt-
ur gróður var nýttur í gamla daga.
Hún er einnig menntaður dýra-
hjúkrunarfræðingur frá USA og
er með kennsluréttindi fyrir fram-
haldsskóla frá Háskólanum á Akur-
eyri. Guðrún á að baki fjölbreyttan
starfsferil þar sem hún hefur starf-
að sem landvörður í Mývatnssveit
og Skaftafelli þar sem hún fór með
gestum í grasafræðslugöngur. Hún
lærði að þekkja jurtirnar frá ömmu
sinni og alnöfnu á Akranesi og lærði
hannyrðir hjá móður sinni sem var
handavinnukennari. Guðrún hefur
alltaf haft áhuga á íslensku sauð-
kindinni og ullinni og jurtalitunin
sameinar öll þessi áhugamál.
Fyrirlesturinn í Safnahúsinu
verður kl. 20.00 fimmtudaginn 18.
janúar, í Hallsteinssal á efri hæð
Safnahúss. Framsagan tekur um 45
mínútur, síðan verða umræður og
kaffispjall. Allir velkomnir og að-
gangur er ókeypis, dagskrá lýkur
um 21.15. mm
Guðrún fjallar um
jurtalitun í Safnahúsinu