Skessuhorn - 17.01.2018, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201820
ina við steinbryggjuna og allt innra
hafnarsvæðið. Ekki liggur enn fyrir
hvort fjárveiting fæst til verksins en
í fjárhagsáætlun 2018 er þetta verk-
efni fjármagnað að þeim hluta sem
tilheyrir hafnarsjóði. Þá er gert ráð
fyrir fjárframlagi til framkvæmda
við Skipavíkurhöfn vegna áforma
um stækkun hafnarsvæðis fyrir enn
frekari iðnaðarstarfsemi í Skipavík.
Er þar um að ræða áform Skipavík-
ur um aukna starfsemi og ekki síst
áform Deltagen Iceland í samstarfi
við Matís um nýtingu þangs og þör-
unga úr Breiðafirði til framleiðslu
verðmætra efna sem eru unnin úr
þörungum. Verði það verkefni sett
af stað þarf að huga að enn stærri
framkvæmd við hafnargerð og
verður þá að stokka framkvæmda-
áform upp og leita eftir fjárveitingu
til þess verks í samræmi við áætlun
sem vinna þarf í samstarfi við fram-
kvæmdaaðila. Miklu skiptir varð-
andi framkvæmdaáform að höfnin
er nú rekin með hagnaði. Verði af
því að þangið verði nýtt til vinnslu
munu tekjur hafnarinnar aukast í
samræmi við löndun þangs og þör-
unga sem eru verðmæt og setja þarf
nýja gjaldskrá sem tryggir sann-
gjarnar tekjur vegna umferðar um
hafnarmannvirkin.
Söfnin í bænum
Framlög Stykkishólmsbæjar til
safnastarfsemi er veruleg upphæð
þegar borið er saman við sambæri-
leg sveitarfélög. Stykkishólmsbær
greiðir kostnað við rekstur Vatna-
safnsins, Eldfjallasafnsins, Amts-
bókasafnsins, skólabókasafns og
hluta kostnaðar við byggðasafnið
í Norska húsinu á móti nágranna-
sveitarfélögunum. Í tengslum við
fjárhagslega endurskipulagningu
við upphaf þessa kjörtímabils var
gert ráð fyrir því að sameina söfn-
in undir einn hatt og stofna safn-
aráð. Er áfram gert ráð fyrir því
nema Amtsbókasafnið og skóla-
bókasafnið verða rekin saman við
hlið grunnskólans. Með sérstökum
samningi við sveitarfélögin á Snæ-
fellsnesi hefur Stykkishólmsbær
tekið við rekstri Norska hússins og
er þess að vænta að samstarfsaðil-
ar við rekstur Vatnasafns og Eld-
fjallasafns gangi til samvinnu um
að auka hagkvæmni eftir þeim leið-
um sem færar eru við samruna safn-
anna í eina rekstrarlega heild. Það
er mat bæjaryfirvalda að með slíku
samstarfi eða samruna mætti með
öflugu kynningarstarfi auka að-
sókn að söfnunum og um leið auka
tekjur sem mætti nýta til enn frek-
ari uppbyggingar á húsakosti safn-
anna. Opnunartími safnanna tekur
mið af því hversu mikil áhersla er
lögð á það hjá fyrirtækjum í ferða-
þjónustu að hafa opna þjónustu
allt árið. Sú skipan leiðir til hærri
rekstrarkostnaði hjá söfnunum og
er það í raun sérstakt framlag bæj-
arins til ferðaþjónustunnar í bæn-
um.
Amtsbókasafn -
stofnun mennta, menn-
ingar og upplýsinga-
tækni rís við skólann
Nýtt hús er risið við Grunnskóla
Stykkishólms sem hýsir skólabóka-
safnið, ljósmyndasafnið og almenn-
ingsbókasafnið. Amtsbókasafnið er
stærsta einstaka verkefnið sem unn-
ið er að á vegum bæjarins. Verkið
var boðið út í byrjun ársins 2016 og
er verkinu lokið. Með því að byggja
yfir bókasöfnin og ljósmyndasafn-
ið er stigið mikilvægt skref í því að
efla bókmenningu og tengja hana
skólanum þar sem í gangi er sér-
stakt átak við að efla læsi. Það átak
að efla læsi er í samræmi við þann
samning sem mennta- og menn-
ingarmálaráðherra gerði við for-
eldrafélög, grunnskóla og sveitar-
félögin í landinu. Sameining bóka-
safnanna og efling þeirra er í sam-
ræmi við skólastefnu Stykkishólms-
bæjar og er vissulega ástæða til þess
að tengja saman starfið í skólanum
og þá þjónustu sem almennings-
bókasafnið hefur að bjóða. Skólinn
á að geta nýtt húsnæði bókasafnsins
og þar með er dregið úr þörfinni
fyrir það húsnæði sem var ætlað að
byggja fyrir grunnskólann austan
við skólahúsið ásamt með tónlist-
arskólahúsi. Þau byggingaráform
verða nú endurmetin í ljósi reynsl-
unnar sem fæst af því að nýta að-
stöðuna í Amtsbókasafninu. Þá er
vert að vekja athygli á því hversu
mikils virði það er að almenningur
geti tengst skólastarfinu í gegnum
þjónustu bókasafnsins og að nem-
endur geti kynnst góðu bókasafni
og ljósmyndasafninu sem þarf að
uppfæra og skrá sem best svo bæj-
arbúar eigi sem bestan aðgang að
þeirri sögu um fólkið í bænum sem
ljósmyndunum fylgir. Í Amtsbóka-
safninu er sérstök aðstaða til tölvu-
vinnslu sem á að ýta undir og nýta
upplýsingatæknina í tengslum við
bókasafnið og þó einkum við skól-
ann.
Grunnskólinn -
viðhald og endurbætur
Með því að færa skólabókasafnið
losnar mikið rými sem nú er nýtt
til kennslu og skapar skilyrði til
þess að stækka vinnuaðstöðu fyrir
kennara. Starfsaðstaðan í skólanum
batnar því til muna. Í tengslum við
þessar breytingar í skólanum var
unnið að viðhaldi hússins, endur-
nýjun gólfefna og húsgagna. Áfram
þarf að stefna að byggingu að aust-
an við skólann þar sem á að koma
viðbygging fyrir tónlistarskólann
og sérkennslustofur. Með þeirri
viðbót mun verða mikil hagræðing
við það að bæði grunnskóli, tónlist-
arskóli og bókasöfnin verða tengd
saman. Þá er gert ráð fyrir því að
endurskipuleggja og byggja upp
skólalóðina. Verður að vinna það
verkefni í þeim áföngum sem hag-
kvæmt er milli anna í skólanum.
Starfsemi Félags-
og skólaþjónustu
er vaxandi
Félags- og skólaþjónusta Snæfell-
inga gegnir mikilvægu hlutverki
og hefur sannað sig sem mikilvæg
stofnun. Með sérstökum samn-
ingi hefur bæst við nýr þjónustu-
þáttur við fatlaðan einstakling, svo-
nefnd notendastýrð persónuleg að-
stoð – NPA. Þar með er mikilvæg-
um áfanga náð í því verkefni sem er
lagaskylda sveitarfélaga við fatlaða
einstaklinga. jafnframt hefur Fé-
lags- og skólaþjónustan undirbú-
ið að byggja upp búsetuúrræði fyr-
ir fatlaða einstaklinga á Snæfells-
nesi. Þá er vert að geta þess að Fé-
lags- og skólaþjónustan hefur sam-
ið við Skipavík hf. um að taka á
leigu nýtt húsnæði fyrir starfsemi
Ásbyrgis sem verður byggt á lóð-
inni Aðalgötu 22. Í Ásbyrgi rek-
ur FSS vinnustofu/dagþjónustu-
og hæfingarstöð fatlaðs fólk. Uns
það verður tekið í notkun verð-
ur Ásbyrgi til húsa í Hafnargötu 7
þar sem áður var bókasafnið og þar
áður skemma Kaupfélags Stykk-
ishólms svo sem einhverjir muna.
Það hús seldi bærinn Marz - Sjávar-
afurðum. Það verður til útleigu enn
um hríð, vegna kærumála þeirra
sem vildu koma í veg fyrir að bóka-
safnið kæmist í nýtt húsnæði og eig-
endur skemmunnar gætu rifið hana
og byggt nýtt fallegt hús á lóðinni,
sem félli að gömlu glæsilegu hús-
unum sem prýða miðbæinn.
Rekstur áhaldahúss
bæjarins
Nokkur áherslubreyting var gerð
við rekstur áhaldahússins með því
að hætt var rekstri gröfu en þess
í stað samið við verktaka um alla
gröfuvinnu. jafnframt var hafin
endurnýjun minni tækja með kaup-
um á dráttarvél og þjónustubifreið
sem nýtast mun bæði áhaldahúsi og
Stykkishólmshöfn.
Brunavarnaáætlun
og bættur búnaður
Slökkviliðs Stykkis-
hólms og nágrennis
Síðustu ár hefur verið unnið mark-
visst að endurnýjun á tækjakosti
slökkviliðsins. Á síðasta ári var
keyptur til landsins tankbíll sem
lengi hefur verið beðið eftir og
einnig endurnýjaðar bílaklippur.
Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætl-
un að halda áfram endurnýjun bún-
aðar. Þá er þess að geta að lokið var
fyrir stuttu við brunavarnaáætlun
sem slökkviliðsstjórar og bygginga-
fulltrúi hefur unnið að og er mik-
ilvægt framtak sem nú verður lögð
fram í bæjarstjórn til afgreiðslu og
fyrir Mannvirkjastofnun til stað-
festingar.
Það er bjart framundan
Svo sem að framan er getið þá er
rekstrarleg og efnahagsleg staða
Stykkishólmsbæjar ágæt. Lausa-
fjárstaðan í ársbyrjun þessa árs er
þrengri en var í byrjun síðasta árs
vegna mikilla framkvæmda. Áætlun
gerir ráð fyrir ásættanlegum rekstr-
arafgangi árið 2018 og skuldahlut-
fallið er vel viðunandi miðað við
áform í fjárhagsáætlun. Næg at-
vinna er og vinnandi höndum fjölg-
ar í bænum. Það er bjart ár fram-
undan ef áætlanir okkar og áform
ganga eftir.
Stykkishólmi, 12. janúar 2018,
Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri
Stykkishólmsbæjar.
Ljósm. úr safni Skessuhorns /
Sumarliði Ásgeirsson.
Hér er bygging Amtsbókasafnsins á lokastigi.
„Viðhaldi opinna leikvalla í bænum hafði ekki verið nægjanlega sinnt mörg undanfarin ár. Í samstarfi við Rólóvinafélagið
hefur verið hafist handa við viðhald og endurnýjun leiktækja og lagfæringar á völlunum.“
Hagleikssmiðja Smávina var opnuð á árinu í Stykkishólmi.