Skessuhorn - 17.01.2018, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 27
Það er þetta með fyrsta kaffiboll-
ann á morgnana. Lognið á undan
stormi dagsins. Smá einkastund til
þess að láta hugann reika. Ef ég er
ekki að velta fyrir mér uppruna teg-
undanna eða öðrum misgáfulegum
alheimsspurningum yfir bollanum
mínum þá les ég gjarnan yfir frétta-
miðla og reyni að halda dampi í
þjóðfélagsumræðunni. Í morgun
bar ég bollann hátíðlega upp að vit-
unum, andaði vandlega að mér og
tók hinn heilaga fyrsta sopa og leit
svo á tölvuskjáinn. Minnstu mátti
muna að ég spýtti þessum dýrmæta
sopa yfir skjáinn minn þegar ég rak
augun í það sem þar stóð.
útileikvöllur fyrir fullorðna. Á
Akranesi.
Kláðinn í kaldhæðnisbeininu
varð nánast óbærilegur þegar ég las
svo næstu setningu.
„Á Akranesi er einstaklega fjöl-
skylduvænt og öruggt umhverfi...“
Þessi hugmynd kom víst fram á
síðasta ári. Samþykkt einróma af
öllum bæjarfulltrúunum níu. Hún
fór kannski fram hjá mér þar sem ég
var upptekin við að leita að sæmi-
legum leikvelli fyrir börnin mín
hérna á Neðri Skaganum, einhvers
staðar þar sem þeim stafaði ekki
beinlínis hætta af leiktækjunum og
væru í skjóli fyrir verstu veðrunum.
Eða kannski að keyra í barnvæna
sundlaug í næsta bæjarfélagi. Eða
kannski í fjáröflun því börnin mín
æfa ekki fótbolta og félögin þeirra
þurfa því aðra fjármögnun en bæj-
arstyrki.
Í sjálfu sér finnst mér hugmynd-
in hin fínasta. Ég á örugglega eft-
ir að nýta mér leikvöllinn þegar ég
verð miðaldra með uppkomin börn
eins og meirihluti bæjarstjórnar -
með fullri virðingu fyrir þeim fína
aldri sem ég stefni sjálf hraðbyri á.
En forgangsröðun fulltrúanna okk-
ar finnst mér stórundarleg í ljósi
þess að á víð og dreif um bæinn
okkar standa vanræktir og niður-
níddir leikvellir. Vissulega hefur af
og til verið girt í brók og smellt í
smá aðgerðir, t.d. við Suðurgötu og
rólóinn í Skógarhverfinu sem íbú-
ar börðust hetjulega fyrir, en mér
finnst það duga skammt í bæjar-
félagi sem gefur sig út fyrir að vera
svo „einstaklega fjölskylduvænt.“
Hafa vorir kæru bæjarfulltrúar
t.d. nýlega farið og skoðað skóla-
lóðina við Brekkubæjarskóla? Ekki?
Nei, það er líka allt í lagi því hún
hefur lítið sem ekkert breyst frá
því að ég gekk þar í skóla fyrir 25
árum. Fullorðnir eru samt alveg
velkomnir að koma þangað og leika
á meðan þeir bíða eftir útileikvell-
inum sínum á „góðum stað“ í bæn-
um. Ég get alveg staðfest að 10-20
þrautin er drulluerfið fyrir kon-
ur eftir barnsburð. Mjög góð fyr-
ir grindarbotninn. Karlarnir geta
farið í körfubolta á meðan. Passið
ykkur bara að hanga ekki í körfun-
um, ég er ekki viss um að þær þoli
bjórvömbina.
Hreystivöllurinn á Grunda-
skólalóðinni er rosalega flottur.
Mér skilst að hollvinir hafi komið
þar við sögu. Ekki bæjarstjórn sem
þó ber ábyrgð á skólanum og öll-
um börnunum í honum. En svo er
þetta víst ekki „alvöru“ hreystivöll-
ur því það kostar svo rosalega mik-
ið. Það skiptir ekki máli þó krakk-
arnir okkar séu oftast að standa sig
framúrskarandi vel í skólahreysti-
keppninni. Þau gera það hvort sem
þau hafa völl til að æfa sig á eða
ekki. Vonandi fá samt fullorðnir
Skagamenn alvöru útileikvöll með
alvöru tækjum, annað væri hneisa.
Ég er svo hjartanlega sammála
því að hér á Akranesi höfum við
einstakan möguleika á að skapa
fjölskylduvænt og öruggt umhverfi
- en það er þá vinna sem þarf að
ráðast í. Það eru svo margir stað-
ir, margir litlir, grænir og skjól-
sælir blettir sem yrðu kjörnir fyrir
litla rólóa - litla hverfiskjarna með
bekkjum og leiktækjum þar sem
fólkið í hverfinu getur komið sam-
an og krakkarnir kynnst. Hver segir
líka að það sé ekki hægt að smella
eins og einu fullorðinsleiktæki hér
og þar á rólóana? Af hverju mega
börn og fullorðnir ekki bara leika
sér á sama stað?
Hér á Akranesi eru líka marg-
ir afskaplega skemmtilegir en van-
nýttir staðir þar sem kjörið væri að
setja upp skemmtilega og öðruvísi
leikvelli, t.d. niðri á Breið (þ.e.a.s.
ef núverandi bæjarstjórn hefði ekki
selt hana undan okkur bæjarbúum
að okkur forspurðum), Merkurtún,
hjá torginu eða uppi við Byggða-
safnið svo fátt eitt sé nefnt. Það væri
líka hægt að gera svo miklu meira
úr elsku Skógræktinni okkar en nú
þegar hefur verið gert. Möguleik-
arnir eru svo miklir.
Leikvellirnir hér á Skaga eru í
misjöfnu ástandi. Ástandið er verst
fyrir neðan Þjóðbraut en sumir
rólóarnir í Grundahverfinu geta
nú aldeilis munað sinn fífil fegurri.
Sum leiktækin eru það illa farin að
af þeim stafar hreinlega mikil slysa-
hætta. Sem betur fer laða þessir
leikvellir ekki lengur að sér börn og
standa yfirleitt sorglega yfirgefnir,
sem er eflaust eina ástæðan fyrir því
að enginn hefur slasað sig enn sem
komið er.
Leikskólarnir okkar og lóðirnar
við þá eru hins vegar algjörlega til
fyrirmyndar og halda uppi fánanum
fyrir okkur Skagamenn í fjölskyldu-
bæjarkeppninni. En þegar leikskól-
arnir eru opnir á daginn þá er um
fátt að velja. Ég hef áður tjáð mig
um ungbarnaróló og skort á svæð-
um fyrir yngstu börnin hér á Akra-
nesi sem ekki eru kominn inn á leik-
skóla. Hvar geta þau leikið sér með
foreldrum sínum á virkum dögum?
Hvert geta dagforeldrar farið þar
sem lítil kríli geta leikið í öryggi og
skjóli? Getum við Skagamenn verið
þekktir fyrir það að í 7000 manna
samfélagi sé aðeins einn einasti róló
ætlaður yngstu krílunum? Með
tveimur rólum? Það skiptir kannski
ekki máli ef við erum með skæsleg-
an fullorðinsróló á áberandi stað til
sýnis fyrir ferðamenn og annað ut-
anbæjarfólk.
Auðvitað væri það mjög glæsi-
legur minnisvarði núverandi bæj-
arstjórnar að skilja eftir sig svona
fínan útileikvöll sem gefur þeim í
Mósó ekkert eftir. En að sama skapi
yrði það fremur neyðarlegt fyrir
fulltrúana okkar að stilla slíkum fí-
neríis fullorðinsróló upp í saman-
burði við niðurnídda barnarólóana
hér í bæ. Það er líka ekki nóg að
henda bara upp róló einhvers stað-
ar – hvort sem það er fyrir börn eða
fullorðna. Það
þarf að halda
honum við
næstu árin og
endurnýja það sem gengur úr sér.
Samkvæmt tölum frá Mosó þá var
áætlaður kostnaður við útileikvöll
fyrir fullorðna 4,5 milljónir króna.
Hvað mun svo viðhald og endur-
nýjun á tækjunum, grassláttur og
almenn umhirða næstu árin kosta?
Hér á Akranesi, fjölskyldubæn-
um sjálfum, er bara svo ótalmargt
annað sem er mun brýnna að leggja
fjármagn í. Verandi þriggja barna
móðir þá finnst mér auðvitað að
börn ættu að vera í forgangi. En
ég þekki það einnig af persónulegri
reynslu að þörfin hjá gamla fólkinu
okkar er mjög brýn og margir sem
bíða eftir úrræðum en þó fæst ekki
fjármagn fyrir fleiri vistunarrýmum
á Höfða, eitthvað sem bæjarstjór-
nin okkar mætti alveg beita sér fyrir
af meiri krafti. Ef við erum svona
fjölskylduvænt samfélag, ættum við
þá ekki að hlúa að þeim fjölskyldu-
meðlimum sem mest þurfa á því að
halda?
Ég vil ítreka að ég er ekki á móti
þessari góðu hugmynd og vona að
hún verði einn daginn að veruleika.
En ég vona samt heitt og innilega
að aðrir mikilvægari hlutir verði
settir í forgang hjá okkar góða bæj-
arfélagi á næstu misserum. Af nógu
er að taka.
Þangað til að eitthvað breyt-
ist get ég allavega huggað
börnin mín með því að segja:
„Þetta er allt í lagi krílin mín, við
förum bara á róló þegar þið verðið
miðaldra.“
Ég læt fylgja mér nokkrar mynd-
ir sem ég hef tekið á rólóleiðangr-
um okkar fjölskyldunnar á síðustu
mánuðum. Þær tala sínu máli.
Tinna Steindórsdóttir
Fjölskyldubærinn Akranes
Pennagrein
Leikvöllurinn við Grundartún er gott dæmi um skjólsælan, grænan
reit sem illa er nýttur. Hér er búið að mála girðinguna í fallegum
litum en það breytir því ekki að leikvöllurinn stendur nánast tómur
fyrir utan rennibraut sem stenst tæpast öryggisstaðla fyrir börn. Og
að sjálfsögðu grasi vaxinn sandkassinn til prýði þarna í miðjunni.
Á rólóinum við Háteiginn var alltaf líf og fjör í gamla daga. Hér
væri hægt að gera notalegan fjölskyldureit með örlitlum viðbótum.
Athugið í bakgrunni má sjá enn einn grasi vaxinn sandkassann.
Nei, þetta er ekki leikvöllur í yfirgefinni borg Chernobyl, þetta er
bara leikvöllurinn inn af Stekkjarholti sem eitt sinn var einn sá allra
skemmtilegasti í bænum.
Hér eru fín leiktæki sem voru sett upp fyrir þónokkrum árum en
gjarnan mætti bæta fleiri tækjum við og kannski bekkjum fyrir
fullorðna fólkið.
Þetta mark er á Bangsaróló. Eins og sjá má er það úr sér gengið og
standa út beitt járnrör á fleiri en einum stað.
Hér var eitt sinn leikvöllur. Sandkassinn á Bangsaróló hefur átt betri daga. Flestir sandkassar á
leikvöllum Akranesbæjar eru í sama ástandi – það má segja að þeir
séu eins konar tákngervingur ástands róluvalla á Akranesi.
Þessi karfa er einnig á Bangsaróló. Hún hefur verið í þessu ástandi
í meira en ár.
Bangsaróló sem liggur milli Brekkubrautar og Heiðarbrautar, væri kjörinn staður
fyrir ungbarnaróló. Hér er skjól fyrir flestum veðrum og auðvelt að girða af.