Skessuhorn - 07.03.2018, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 17
ið er mikið til. Hugsun mín er að
skila Húsafellsstað eftir mína daga
eins fallegum og mér er unnt. Mér
finnst ánægjulegt að hægt verði
að fræðast um þá arfleiðs sem við
Húsfellingar eigum og að hér sé
borin virðing fyrir sögunni. Sag-
an er svo miklu dýrmætari en all-
ir heimsins peningar og skipt-
ir okkur öll máli. Huldufólkið er
að hjálpa til við þetta allt saman,
huldufólkið sem ég trúi á og Thor
benti svo réttilega á,“ segir Páll á
Húsafelli. Hann vitnar einnig í
Ásmund Sveinsson sem sagði eitt
sinn: „Börn augans eru svo mikil-
væg og oft vanmetin.“
Gömlu sporin
Þegar sjá mun fyrir endann á þeirri
uppbyggingu sem nú er langt kom-
in í tengslum við gömlu útihúsin á
Húsafelli og byggingu steinahúss-
ins, stendur til að komið verði á
fót sjálfseignarstofnun í kringum
listasafnið og sýningarhald, áður
en opnað verður með formlegum
hætti. Þannig verði lögð áhersla
á að formfesta þá umgjörð sem í
kringum listasafnið verður. „Okkar
markmið er að setja á stofn sjálfs-
eignarstofnun og mun hún fá nafn-
ið Gömlu sporin. Við erum í fyrsta
lagi að safna saman í nokkur hús
innan lítillar þyrpingar, þeirri arf-
leifð sem hér á Húsafelli er. Sagan
sem bókstaflega drýpur af hverj-
um steini,“ segir Helgi Eiríksson.
„Vissulega er það Páll á Húsafelli
sem leggur þessu safni mest til, því
hann er í okkar huga einn merk-
asti núlifandi listamaður sem þjóð-
in á og hér hefur hann stundað list
sína frá unga aldri. Það er í raun
óvenjulegt út af fyrir sig að hér sé
að rísa listasafn um svona sprell-
lifandi mann eins og Palla,“ segir
Helgi og brosir og bendir á að Páll
verði ekki sextíu ára fyrr en á næsta
ári. Engu að síður hefur honum
hlotnast margvíslegur heiður, svo
sem fálkaorðan, um hann hefur
verið skrifuð bók og gerðar tvær
heimildamyndir.
„Það er engu að síður framtíð-
arsýn okkar að rifja upp þá sögu
sem Húsafell hefur að geyma, sýna
staðnum og fólkinu aftur í aldir
tilhlýðilega virðingu. Sýnilegasti
hluti þeirrar sögu hefur óneitan-
lega verið skráður á síðustu fimm-
tíu árum með starfi Páls. Í ljósi
þess að hann á ekki afkomendur
ætlar hann að leggja sín verk inn
í sjálfseignarstofnunina Gömlu
sporin. Það er hans vilji að skapa
safninu fasta og trausta umgjörð
og að hún verði best tryggð inn-
an sjálfseignarstofnunar. Slík félög
eiga sig sjálf eins og felst í orðanna
hljóðan,“ segir Helgi.
Tenging við forfeður í
gegnum steininn
Þessi uppbygging og lagfæring
gömlu útihúsanna á Húsafelli
hófst af krafti árin eftir bankahrun.
„Reyndar hafði Rúnar Hermanns-
son smiður nokkru áður lagfært
mikið gamla súrheysturninn hér,
sett á hann þak með kvistum í fjór-
ar höfuðáttirnar þar sem ég get
unnið við listsköpun mína. Hann
skipti turninum upp í þrjár hæðir.
Í kjallara og á jarðhæð, sem gengið
er inn í, eru höggmyndir sem kom-
ið hefur verið fyrir á veggjum, en
uppi gefur að líta vatnslitamynd-
ir, þrykk og fleira,“ segir Páll. „Þar
hef ég meðal annars unnið svell-
þrykk og steinþrykksmyndir. Það
er einmitt gaman að segja frá því
að ég hef verið að vinna með sama
hráefni og legsteinasmiðirnir hér
forðum. Ég myl steininn niður og
nota liti hans í ýmis verk sem ég
hef verið að gera. Steinhörpurn-
ar mínar eru þar að auki náttúru-
legur steinn sem ég vinn lítið eða
ekkert. Finn hljóminn í þeim og
raða upp og geri hljóðfæri. Þann-
ig má segja að tenging mín við þá
sem lifað hafa hér í aldir sé steinn-
inn, þetta fallega efni sem hér er
að finna.“
Gamalt hús með sál
Undanfarin sex til átta ár hefur
svo komist meiri skriður á endur-
byggingu í og við gömlu útihús-
in. Bergþór og Hrefna á Húsafelli
gáfu Páli sinn hluta í gamla fjós-
inu ásamt landspildu og var svæð-
ið í framhaldinu skipulagt. Fjós-
ið hafði þá þjónað sem hesthús
um hríð en líkt og með eldri útihús
til sveita farið að láta á sjá. Það var
Svellþrykksmynd af söngkonunni Björk.Harpa sem unnin er úr blómstönglum rabararbara.
Páll og sjálfsmynd í fjósloftinu.
Samlokusteinar Páls eru einstakir. Hér er tveir karlar með hatta, þeir Kjarval og
Páll á Hjálmsstöðum afi Páls. Lag eftir Pál á Húsafelli, sem Snorri Sigfús Birgisson
útsetti, og er að finna á diskinum Kom skapari með Kammerkór Suðurlands er nú
tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Spilað á steinhörpu. Bakvið listamanninn eru myndir af fólki sem tengist tónlist og hörpuleik sérstaklega. „Huldufólkið er að hjálpa til við þetta allt saman, huldufólkið sem ég trúi á og
Thor benti svo réttilega á,“ segir Páll sem hér stendur við málverk af gengnum vini
hans.
Framhald á næstu síðu