Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 21 Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 8 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 13. mars 2018 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 26. febrúar 2018 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga SK ES SU H O R N 2 01 8 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólinn Vallarsel Starf matráðs Vinnuskólinn (sumarstörf) Störf flokkstjóra við vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri Nánari upplýsingar um störfin ásamt umsóknareyðublöðum má finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Á bænum Nýp á Skarðsströnd hafa hjónin Sumarliði Ísleifsson og Þóra Sigurðardóttir undanfarin ár rekið lítið gistiheimili. „Við höfum verið með gistingu í nokkur ár, auk þess að standa fyrir ýmsum menn- ingarviðburðum hér. Gistiheimil- ið er staðsett í gamla íbúðarhúsinu og hlöðunni sem við sameinuðum á sínum tíma. Núna erum við að útbúa gistirými í gömlu viðbyggðu útihúsunum, fjárhúsunum og fjós- inu, aðeins að stækka við okkur,“ segir Sumarliði en fyrir eru að- eins tvö herbergi á gistiheimilinu á Nýp, sem stundum hefur verið nefnt „minnsta gistihús á Íslandi“. „Við náum kannski ekki að halda titlinum lengur,“ segir Sumarliði léttur í bragði, „þó það séu ekki nema þrjú herbergi sem við erum að bæta við þessi tvö sem fyrir eru. Helst hefðum við viljað vera áfram minnsta gistihús landsins en það er kannski ekki raunhæft. En við vilj- um gjarnan halda öllu smáu í snið- um,“ bætir hann við. Gamalt fær nýtt hlutverk Sumarliði og Þóra festu kaup á jörðinni Nýp árið 2001. Íbúðar- húsið var reist árin 1936 og 1937 en hafði þá staðið autt síðan jörðin fór í eyði seint á sjöunda áratugn- um. Þau hjónin endurgerðu íbúð- arhúsið og hlöðuna og sameinuðu í eitt, sem fyrr segir. Nú halda þau áfram endurbyggingu húsanna á Nýp. „Það hefur verið skemmti- legt að vinna með svona gömul rými og gefa þeim nýtt hlutverk, eins og að útbúa gistingu í gömlu útihúsunum,“ segir Sumarliði. „Dóttir okkar og maðurinn hennar eru bæði arkitektar í Nor- egi. Þau hafa unnið að hönn- un með liðsinni samstarfsmanns þeirra sem er arkitekt í London. Þau þrjú mynda arkítektateym- ið StudioBua og taka að sér ýmis verkefni hér heima og erlendis. Hluti af ástæðu þessara fram- kvæmda, en þó ekki aðalástæðan, er að sameina þessa krafta okkar og takast á við þetta verkefni sam- an,“ segir Sumarliði. „En auðvitað er ástæðan líka sú að við vildum gera útihúsin að mannabústað og bæta við gistrými. Gistingin hef- ur gengið mjög vel, nánast alltaf verið fullt og með þessari viðbót viljum við auka þjónustuna. Nýju herbergin verða þannig öll með sér baði og aðeins veglegri en þau sem fyrir eru,“ segir hann. Stefnt að opnun í maí Til verksins segir Sumarliði að þau hafi notið liðsinnis góðra manna á svæðinu. „Eiríkur Kristjánsson er húsameistarinn og ásamt honum er Guðmundur Gíslason, bóndi í Fagradal. Síðan hafa fleiri úr ná- grenninu komið að verkinu. Steyp- an kom frá Reykhólum, múrarinn er Herbert Baxter úr Borgarfirðin- um, píparann fáum við frá Reyk- hólum og málarinn, Logi Bjarna- son, kemur úr Borgarfirðinum einnig. Bjarnheiður Jóhannsdótt- ir er að forma flísar fyrir okkur úr Dalaleirnum, þær fara í gólfið. Allur mannskapurinn kemur því af Vesturlandinu,“ segir hann. Aðspurður segir Sumarliði upp- haf framkvæmda hafa verið síðla hausts og stefnt sé að opnun nýju gistirýmanna í vor. „Í nóvem- ber var steypt það sem þurfti að steypa. Síðan hófust smiðirnir handa og eru um þessar mundir að ljúka við að klæða húsin að inn- an. Ég á von á því að smiðirnir og múrarinn ljúki sinni vinnu að inn- an á næstu tveimur vikum eða svo. Að því búnu kemur málarinn, sem var hér í gær að mæla upp, og ætl- ar að drífa í að mála og smiðirnir snúa sér að því sem eftir er utan- dyra,“ segir Sumarliði. „Við von- umst síðan til að geta opnað nýju rýmin um miðjan maí, en ætlum að sjálfsögðu að halda smá opnun- arveislu fyrst. Það verður að halda gott partí fyrir vini og nágranna og alla þá sem lagt hafa hönd á plóg,“ segir Sumarliði léttur í bragði að endingu. kgk Herbergjum fjölgað á Nýp Ekki lengur minnsta gistihús landsins Sumarliði Ísleifsson og Þóra Sigurðardóttir á Nýp. Verið að steypa plötu í gömlu útihúsunum á Nýp í nóvember. Ljósm. Þóra Sigurðardóttir. „Minnsta gistihús landsins“ sem Sumarliði og Þóra hafa undanfarið starfrækt í gamla íbúðarhúsinu á Nýp. Með endurbyggingu útihúsanna sem gistirýma bætast þrjú herbergi við þau fjögur sem fyrir eru. Unnið í þakinu. Ljósm. Þóra Sigurðardóttir. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.