Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Síða 26

Skessuhorn - 07.03.2018, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201826 Rannsóknin Áfallasaga kvenna – Vísindarannsókn Háskóla Íslands er hafin. „Rannsóknin er stærsta vísindarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslenskum konum og jafnframt ein stærsta vísindarann- sókn á þessu sviði á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá HÍ. „Áfalla- saga kvenna miðar að því að rann- saka áhrif áfalla, þ.á.m. ofbeldis, á heilsufar kvenna. Nú á vormánuð- um 2018 er hafið landsátak þar sem öllum konum á Íslandi, 18 ára og eldri, er boðið að taka þátt í rann- sókninni með því að svara rafræn- um spurningalista um áfallasögu sína og heilsufar.“ Í rannsókninni verður leitast við að svara eftirfarandi spurning- um: Hver er tíðni áfalla og þung-• bærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi? Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna • og líkamlega heilsu kvenna? Hvaða erfða- og umhverfis-• þættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla? Algengustu áföll sem konur verða fyrir eru ofbeldi og ástvina- missir. Samkvæmt Alþjóðaheil- brigðismálastofnunininni (WHO) verður um þriðjungur kvenna í heiminum fyrir ofbeldi á lífsleið- inni og sterkar vísbendingar eru um að þolendur ofbeldisverka séu í aukinni áhættu á margvíslegum heilsubresti. Áhrif annarra áfalla, til dæmis ástvinamissis, náttúruham- fara, eineltis, skilnaðar eða erfiðrar fæðingarreynslu, geta einnig leitt af sér slíkar afleiðingar. Frekari rann- sókna er þó þörf til að skilja þetta orsakasamhengi betur. Vegna góðr- ar skráningar á heilsufarsupplýsing- um og jákvæðni þjóðarinnar til að taka þátt í vísindarannsóknum, eru Íslendingar í einstakri stöðu til að skapa mikilvæga þekkingu á þessu sviði. Áfallasaga kvenna er unnin á vegum vísindafólks við Lækna- deild Háskóla Íslands og í víðtækri samvinnu, m.a. við Íslenska erfða- greiningu og Karolinska Instutet í Svíþjóð. Áfallasaga kvenna hef- ur einnig tekið höndum saman við UN Women á Íslandi með það að markmiði að auka þekkingu og vit- undarvakningu um áhrif áfalla, þar með talið ofbeldis, á heilsu kvenna. Rannsóknin er styrkt af RANN- ÍS og Evrópska rannsóknarráðinu (European Reasearch Council – ERC). Væntingar standa til að rann- sóknin muni stuðla að vitundar- vakningu í samfélaginu um algengi og vægi áfalla og ofbeldis. Enn- fremur munu niðurstöður henn- ar nýtast til forvarna gegn heilsu- farslegum afleiðingum áfalla og heilbrigðisyfirvöldum við að skil- greina umfang vandans og hvaða þjónustu þarf að veita þolendum til að minnka mögulegan heilsu- farsskaða. Umræða síðustu mán- aða vegna #metoo byltingar hef- ur varpað frekara ljósi á mikilvægi þess að rannska umfang og afleið- ingar áfalla, þ.m.t. ofbeldis. Skiln- ingur almennings og góð þátttaka kvenna í rannsókninni skiptir sköp- um fyrir vísindalegt gildi hennar og þar með burði hennar til að hafa já- kvæð áhrif á heilsu kvenna. Upplýsingar um rannsóknina má finna á: www.afallasaga.is mm Myndl i s t a rkonan Cristina Cotofana sýnir í Hallsteins- sal í Safnahúsinu í Borgarnesi frá 10. mars til 20. apríl nk. Cristina er fædd í Rúmeníu en ólst upp í Þýskalandi. Hún lagði stund á listnám í Hannover og út- skrifaðist árið 2008. Eftir að hafa skapað list með og fyrir fatl- aða flutti hún til Ís- lands árið 2011, varð þriggja barna móð- ir og vinnur að list- sköpun með inn- blæstri frá þjóðsög- um, íslensku lands- lagi og allskonar hlutum fundnum á ólíklegustu stöðum. Hún býr ásamt fjöl- skyldu sinni í Bæjar- sveit í Borgarfirði. Æting var mesta ástríða Cristinu á meðan á náminu stóð, en síðar sneri hún athygl- inni að teikningum, trésmíðum, leir og vaxi; því sem virtist við hæfi hverju sinni. Núna teiknar hún að mestu leyti með penna og bleki og notar liti sparlega, ef eitt- hvað. Cristina sýndi ein og með öðrum listamönnum í Borgarnesi 2014 og 2016, á Hvanneyri 2017 og kom að hópsýningum í Brugg- húsi Steðja í Flókadal árin 2016 og 2017. Sýning Cristinu er önnur í röð- inni af fjórum listsýningum í Hall- steinssal í ár. Í ársbyrjun setti Guð- rún Helga Andrésdóttir þar upp olíumálverk og vatnslitamynd- ir og 28. apríl verður opnuð sýn- ing á ljósmyndum eftir Áslaugu Þorvaldsdóttur. Laugardaginn 1. september opnar svo myndlist- arkonan Steinunn Steinarsdóttir sýningu á verkum sínum og stend- ur hún fram til loka október. Tvö listræn sýningarverkefni eru þeg- ar komin á dagskrá hússins á árinu 2019 enda eru listamenn úr héraði duglegir við að skapa list og kynna hana fyrir listunnendum. Sýning Cristinu Cotofana verð- ur opnuð laugardaginn 10. mars kl. 13.00 og stendur til 20. apríl. Opið verður til kl. 16.00 á opn- unardaginn og eftir það kl. 13.00 - 18.00 virka daga. Ókeypis að- gangur. Ef breytingar verða á aug- lýstri dagsetningu verður það til- kynnt á www.safnahus.is Þess má einnig geta að fjölmargir menn- ingarviðburðir af ýmsu tagi verða í Safnahúsi á árinu og næstu dag- skrárliðir eftir sýningaropnun eru fyrirlestur um Jakobsveginn og myndamorgunn a vegum skjala- safns, hvort tveggja fimmtudaginn 15. mars. -fréttatilkynning Cristina Cotofana sýnir í Hallsteinssal Safnahúss Listakonan Cristina Cotofana. Topplistar útlána bókasafna eru listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titl- ana. Á Landskerfi bókasafna er hægt að kynna sér það sem mest er lán- að eftir t.d. safnaflokkum, landssvæðum, efnisflokkum, árum og ársfjórð- ungum. Topplistar fyrir einstök bókasöfn eru aðgengilegir innskráðum notendum á þjónustuvefnum. Meðfylgjandi listi er niðurstaða ef valið er Vesturland og Vestfirðir árið 2017 í öllum flokkum útlána. Í tíu efstu sæta í útlánum eru myndasögur og tímarit. 1. Myndasögusyrpa = Syrpa. (1994). 1.479 útlán. 2. Vikan 2017. (2017). 1.103 útlán. 3. Hús og híbýli. (1972). 493 útlán. 4. Gestgjafinn : tímarit um mat. (1981). 399 útlán. 5. Man. (2013). 344 útlán. 6. Vikan. (1938). 333 útlán. 7. Myndasögusyrpa 2017 = Syrpa 2017. (2017). 331 útlán. 8. Vikan 2016. (2016). 326 útlán. 9. Dagbók Kidda klaufa : tómt vesen / Jeff Kinney (2013). 322 útlán. 10. Myndasögusyrpa 2016 = Syrpa 2016. (2016). 315 útlán. mm Tímarit og myndasögur lang- vinsælust í útlánum bókasafna Rannsaka áfallasögu kvenna Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi, verður opnuð á Bókasafni Akraness laugardaginn 10. mars kl. 13:00. Rithöfundar- ferill Guðrúnar frá Lundi er sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu. Óþekkt kona norðan úr Skagafirði verð- ur metsöluhöfundur nánast á einni nóttu og bækurnar tróna á toppi vinsældalista í rúma tvo áratugi. Hún var orðin 59 ára þegar fyrsta skáldsagan kem- ur út. Eftir það skrifaði hún 27 bækur í ellefu skáldverk- um. Þetta gerðist í heimi fjölda hindrana fyrir alþýðukonu sem þráði að skrifa skáldsögur. Guðrún var dáð af stórum hluta þjóðarinnar en radd- sterkir áhrifamenn flokkuðu verk hennar með erlendum afþreyingarbókmenntum og reyfararusli. Saga Guðrúnar birtir því bæði ævintýralegar og endurteknar vinsældir en einnig þann þunga undirtón háðs sem einkenndi um tíma alla umræðu um verk hennar. Sýningin er farandsýning og var fyrst sett upp á Sauðárkróki og nú síðast á Borgarbóka- safni Reykjavíkur. Sýningar- höfundar og hönnuðir eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, kennari og leiðsögumaður frá Lundi í Lundarreykjadal og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og lang- ömmubarn Guðrúnar. Kristín og Marín munu annast opnun sýningarinnar en einnig verð- ur boðið upp á tónlistaratriði og kaffiveitingar. -fréttatilkynning Kona á skjön er sýning um Guðrúnu frá Lundi Marín og Kristín eru hönnuðir sýningarinnar. Guðrún frá Lundi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.