Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 20182
Pálmasunnudagur er um næstu helgi og
þá hefst jafnframt dymbilvikan og grunn-
skólabörn fara í páskafrí. Við skulum því
hafa það sérstaklega í huga í umferðinni að
börn gætu verið í leik úti á skólatíma. Förum
varlega, sýnum tillitsemi og stöðvum allt-
af bílana við gangbrautir ef einhver þarf að
komast yfir.
Á morgun spáir norðaustan 8-13 m/s á
Vestfjörðum en annars verður suðlæg- eða
breytileg átt og 3-10 m/s. Gera má ráð fyr-
ir rigningu eða slyddu með köflum en þurrt
að kalla á Norðurlandi og hiti 1-7 stig. Spáð
er norðanátt 10-18 m/s og snjókomu Norð-
vestanlands en annars mun hægari og lítils-
háttar rigning eða slydda á föstudaginn. Hiti
á bilinu 0-5 stig á Suðurlandi og við austur-
ströndina en annars vægt frost. Á laugardag
er spáð hvassri norðanátt með ofankomu á
Norðvesturlandi og slyddu eða rigningu á
Norðausturlandi. Annars þurrt og hiti nærri
frostmarki. Spáð er breytilegri átt með snjó-
komu eða slyddu í flestum landshlutum,
rigningu syðst og fremur kalt verður í veðri
á sunnudag og mánudag.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Ætlar þú að ferðast um páskana?“ Flestir,
54% svöruðu neitandi. 20% ætla að ferðast
innanlands og 13% svarenda ætla að fara til
útlanda. 12% voru ekki búnir að ákveða sig.
Í næstu viku er spurt:
Á að færa kosningaaldur niður í 16 ár?
Rósa Marinósdóttir var sæmd gullmerki
UMFÍ fyrir vel unnin störf innan Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar. Rósa er vel að verð-
laununum komin enda búin að sinna sjálf-
boðavinnu innan UMSB frá því hún flutti á
Hvanneyri árið 1980. Rósa er Vestlending-
ur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
landsbankinn.is 410 4000LandsbankinnLandsbankinn Landsbankinn .is 410 4000
Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn
leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verð-
bréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til
12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sjodir.
Sparaðu og við
hvetjum þig áfram
Björgunarsveitir víða um land
þurftu eftir hádegi á laugardag-
inn að sinna nokkrum útköllum.
Veður var gott víða um land og
margir á faraldsfæti. Kallaðar voru
út sveitir vegna tveggja vélarvana
báta, annar þeirra var skammt frá
Akranesi. Í báðum tilfellum tókst
áhöfn bátanna að leysa málið á far-
sælan hátt áður en björgunarbát-
ar komu á vettvang og var því að-
stoð afþökkuð. Á fjórum stöðum á
landinu voru útköll vegna slysa og
óhappa. Um klukkan 13 var óskað
eftir aðstoð vegna jeppa sem ekið
hafði fram af hengju við Strýt-
ur sunnan við Hveravelli. Þrjár
björgunarsveitir voru á svæðinu
í æfingaferðum og gat starfsfólk
Neyðarlínunnar því óskað eftir
aðstoð þeirra. Þrír voru slasaðir í
bílnum og var óskað eftir þyrlu til
að flytja fólkið af vettvangi. Björg-
unarsveitarfólkið hlúði að þeim
slösuðu og bjó um þá til flutnings
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
sem kom á vettvang á fjórða tím-
anum og fluttu fólkið á sjúkrahús.
Rétt fyrir þrjú á laugardaginn
var björgunarsveitin í Grinda-
vík kölluð út vegna fjórhjólaslyss
á veginum að Vigdísarvöllum við
Suðurstrandarveg. Björgunarsveit-
arfólk ásamt sjúkrabíl frá Grinda-
vík fór á vettvang þar sem maður
hafði velt fjórhjóli sínu og var slas-
aður. Vegna ástands sjúklings var
ekki talið ráðlegt að flytja hann
landleiðina og var því óskað eftir
þyrlu. Viðbragðsaðilar á vettvangi
hlúðu að sjúklingnum á meðan
beðið var eftir þyrlu, en á þessum
tíma var þyrla frá Landhelgisgæsl-
unni að sinna útkallinu á hálend-
inu. Önnur þyrla kom á vettvang
um klukkan fjögur og flutti mann-
inn á sjúkrahús.
Um það leiti sem þyrlan er að
lenda hjá fjórhjólamanninum var
björgunarsveitin á Dalvík boð-
uð út vegna slasaðs skíðamanns
á Heljardalsheiði. Björgunar-
sveitarfólk ásamt sjúkraflutninga-
mönnum frá Dalvík fóru á vett-
vang á vélsleða. Loks voru björg-
unarsveitir á Suðurlandi boðaðar
út síðdegis vegna vélhjólaslyss í
Þykkvabæjarfjöru.
mm
Annir hjá björgunarsveitum á laugardaginn
Hér má sjá jeppann sem ekið var fram
af hengju við Strýtur, skammt frá
Hveravöllum á laugardaginn.
Ljósm. Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Ein kind á Spágilsstöðum í Dölum
tók forskot á sæluna og bar óvenju
snemma í ár. Hún bar þremur
lömbum, tveimur hrútum og einni
gimbur, á miðvikudaginn í síðustu
viku. Kindin sem er í eigu Gísla
Þórðarsonar bónda á Spágilsstöð-
um kærði sig þó ekki um öll lömb-
in og afneitaði einu þeirra. „Bjarni
Hermannsson á Leiðólfsstöðum
hringdi í okkur og sagðist vita um
kind sem gæti kannski tekið við
lambinu sem kindin vildi ekki. Þá
hafði gemlingur á Lambeyrum bor-
ið andvana lambi. Gemlingurinn
tók nýja lambinu vel og það lifir nú
hamingjusömu lífi á nýjum stað,“
segir Fanney Þóra, dóttir Gísla á
Spágilsstöðum, þegar blaðamað-
ur heyrði í henni. „Við gerum ekki
ráð fyrir að það komi fleiri lömb hjá
okkur alveg strax. Þessi kind hefur
verið fengin áður en hún kom inn
í haust og er þetta örugglega bara
einsdæmi,“ svarar Fanney Þóra að-
spurð hvort þau gerðu ráð fyrir
fleiri lömbum í bráð. Aðspurð hvor
lömbin séu komin með nöfn svarar
Fanney Þóra því neitandi. „Við eig-
um eftir að gefa þeim nöfn, ætli þau
fái ekki bara nöfnin Snar, Snögg-
ur og Fljót,“ segir Fanney Þóra og
hlær.
arg
Sauðburður í fyrra fallinu
Þessi þrjú lömb komu í
heiminn á Spágilsstöðum í
Dölum í síðustu viku.
Ljósm. Fanney Þóra
Gísladóttir