Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Um síðustu helgi var haldið Íslands- mót í klassískum kraftlyftingum og einnig Íslandsmót í klassískri bekk- pressu. Bæði mótin voru haldin af Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur. Helgin hófst með keppni í klass- ískri bekkpressu á laugardaginn. Kraftlyftingafélag Akraness átti þar tvo fulltrúa; Einar Örn Guðnason og Svavar Örn Sigurðsson. Svavar gerði sér lítið fyrir og sigraði í 74 kg flokki með lyftu upp á 145 kg. Skilaði það honum 104,7 Wilks- stig og sjötta sætinu í stigakeppni allra flokka. Einar Örn Guðnason hreppti silfrið í 105 kg flokki með lyftu upp á 180 kg. Fékk hann fyr- ir lyftuna 107,6 Wilksstig og fjórða sætið í stigakeppninni. Einar mætti síðan aftur til leiks daginn eftir þegar Íslandsmótið í klassískum kraftlyftingum fór fram. Hann lyfti 278,5 kg í hnébeygju, 270 kg í réttstöðulyftu og 186,5 kg í bekkpressu. Bekkpressulyfta Einars er nýtt Íslandsmet. Samanlagt lyfti Einar 735 kg sem skilaði honum öðru sæti í 105 kg flokki. Fékk hann 439,5 Wilksstig og hafnaði í þriðja sæti í stigakeppninni. kgk Skallagrímskonur þurftu að játa sig sigraðar, 82-86, eftir æspispenn- andi leik gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í Domino‘s deildinni á sunnudag. Leikið var í Borgarnesi. Keflavík skoraði fyrstu stigin en eftir það náðu Skallagrímskonur yf- irhöndinni. Þær létu finna vel fyr- ir sér og komust í 15-7 þegar lítið var eftir af fyrsta leikhluta. Þá náði Keflavík góðri rispu og tók foryst- una örstutta stund. Skallagrímur átti síðan lokaorðið í fyrsta fjórð- ungi og leiddi með þremur stigum að honum loknum, 20-17. Leikur- inn var í járnum í upphafi annars leikhluta. Keflavík minnkaði mun- inn í eitt stig og þannig fylgdust liðin að næstu mínúturnar. Skalla- grímur náði síðan yfirhöndinni að nýju og tók að síga fram úr og leiddi með sjö stigum í hléinu, 40-33. Keflavíkurkonur mættu ákveðn- ar til síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu stigin eftir hléið. Skalla- grímskonur spyrntu við fótum en gestirnir komust yfir seint í leik- hlutanum með góðum leik. Skalla- grímur náði að jafna metin í 61-61 fyrir lokafjórðunginn og leikurinn í járnum. Keflavík náði góðri rispu snemma í fjórða leikhluta og sjö stiga forskoti. Skallagrímur minnk- aði muninn í þrjú stig með góðum kafla áður en gestirnir náðu aftur yfirhöndinni. Þegar tvær mínútur lifðu leiks leiddi Keflavík með átta stigum en þar með var ekki öll nótt úti. Skallagrímur minnkaði muninn í þrjú stig seint í leiknum og síðan tvö stig á lokasekúndunum. Gest- irnir kláruðu leikinn á að setja nið- ur tvö vítaskot og sigruðu 82-86. Carmen Tyson-Thomas átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði 39 stig og tók 17 fráköst. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 16 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar. Brittany Dinkins var óstöðvandi í liði Keflavíkur og átti risaleik. Hún skoraði hvorki fleiri né færri en 48 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Erna Hákonardótt- ir skoraði ellefu stig en aðrar höfðu minna. Skallagrímur situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í sætinu fyrir ofan, sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Þessi tvö lið mætast í Borgarnesi í næstu umferð þar sem baráttan um sæti í úrslita- keppninni verður í algleymingi. Leikur Skallagríms og Stjörnunnar fer fram í kvöld, miðvikudaginn 21. mars. kgk/ Ljósm. úr safni. Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Íslandsmeisturunum Einar Örn setti Íslandsmet í bekkpressu Einar Örn Guðna- son lyftir réttstöðu. Ljósm. úr safni/ Sveinn Þór. Snæfell tók á móti Hamri í öðrum leik undanúrslitarimmunnar í úr- slitakeppni 1. deildar karla í körfu- knattleik á mánudagskvöld. Eft- ir jafnan og spennandi leik lengst framan af máttu heimamenn sætta sig við tap, 89-104. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks þar sem liðin skipt- ust á að skora og leiða í leiknum. Snæfell leidd með tveimur stig- um eftir fyrsta leikhluta, 27-25 og náði góðri rispu í upphafi annars leikhluta en gestirnir frá Hvera- gerði minnkuðu muninn snarlega í tvö stig að nýju. Aftur náði Snæ- fell góðum kafla um miðbik leik- hlutans og náði níu stiga forskoti, 41-32. En Hamarsmenn gáfu ekk- ert eftir og minnkuðu muninn í tvö stig áður en flautað var til hálfleiks, 55-53. Leikurinn var í járnum eft- ir hléið. Gestirnir fylgdu heima- mönnum eins og skugginn fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Þeir náðu síðan forystunni seint í þriðja leik- hluta og leiddu fyrir lokafjórðung- inn, 69-71. Snæfell jafnaði í 71-71 snemma í fjórða leikhluta en eft- ir það náðu Hamarsmenn góðum kafla og höfðu sex stiga forystu um miðjan leikhlutann, 75-81. Þeir héldu uppteknum hætti og tókst að slíta sig frá heimamönnum á loka- mínútunum. Fór svo að lokum að Hamar sigraði með 104 stigum gegn 89. Christian Covile var atkvæða- mestur í liði Snæfells með 24 stig og átta fráköst. Geir Elías Úlfur Helgason var með 22 stig og fimm stoðsendingar, Sveinn Arnar Dav- íðsson skoraði 15 stig og Viktor Marinó Alexandersson var með 13. Í liði gestanna var Larry Thomas stigahæstur með 31 stig og fimm stoðsendingar að auki. Julian Nel- son var með 22 stig og átta fráköst, Dovydas Strasunskas skoraði 15 stig og Þorgeir Freyr Gíslason tíu. Snæfellingar hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum undanúrslita- rimmunnar og eru komnir með bakið upp við vegginn fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Hvera- gerði á föstudaginn, 23. mars. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki kemst áfram í úrslitaviðureignina þar sem leikið er um eitt laust sæti í Dom- ino‘s deildinni að ári. kgk Snæfellingar með bakið upp við vegg Christian Covile og félagar hans í Snæfelli verða að sigra Hamar í Hveragerði á föstudaginn ætli þeir sér að halda í vonina um sæti í deild þeirra bestu að ári. Ljósm. úr safni. Snæfellskonur máttu játa sig sigr- aðar gegn Stjörnunni, 69-65, eftir spennandi baráttuleik í Domino‘s deild kvenna á laugardag. Stjarn- an krækti með sigrinum í mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks og Stjarnan leiddi 10-9 um miðjan fyrsta leihluta. Snæfell skoraði aðeins fjögur stig næstu fimm mínúturnar og á meðan náðu heimakonur yfirhöndinni. Þær leiddu 23-13 eftir upphafsfjórð- unginn. Snæfell lék betur í öðrum leikhluta og náði hægt og rólega að komast nær heimaliðinu. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu Snæ- fellskonur minnkað forystu Stjörn- unnar í fjögur stig, 40-36. Bæði lið komu ákveðin til síð- ari hálfleiks og létu finna fyrir sér. Einkum var varnarleikur liðanna þéttur í þriðja leikhluta og lítið skorað. Snæfell minnkaði muninn í tvö stig og jafnaði síðan í 45-45 seint í leikhlutanum. En þá náði Stjarnan boltanum, skoraði næstu átta stig og hafði yfirhöndina fyrir lokafjórðunginn. 53-45. Snæfells- konur minnkuðu muninn í þrjú stig snemma í fjórða leikhluta en komust ekki nær að sinni. Aftur minnkuðu þær muninn í þrjú stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks en eftir það náði Stjarnan góðri rispu og níu stiga forystu. Snæ- fell minnkaði muninn í fjögur stig á lokamínútum leiksins en komust ekki nær. Lokatölur urðu 69-65, Stjörnunni í vil. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells með 24 stig og 17 fráköst. Berglind Gunnarsdótt- ir skoraði 17 stig og tók sex fráköst en aðrar höfðu minna. Í liði Stjörnunnar var Danielle Rodriguez með 29 stig, átta frá- köst og níu stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig og tók fimm fráköst og María Lind Sigurðardóttir var með 13 stig og tíu fráköst. Snæfell er í sjöunda sæti deildar- innar með 20 stig og á ekki mögu- leika á að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Næst leikur liðið í kvöld, miðvikudaginn 21. mars, þegar liðið heimsækir Val. kgk Snæfellskonur máttu játa sig sigraðar gegn Stjörnunni á laugardag. Ljósm. úr safni. Snæfell tapaði í baráttuleik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.