Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 21 Þriðja mót Vesturlandsdeildarinn- ar 2018 í hestaíþróttum fer fram fimmtudagskvöldið 22. mars og verður keppt í gæðingafimi. Eins og áður fer mótið fram í Faxaborg í Borgarnesi. „Deildin hefur farið vel af stað í vetur og aldrei verið sterk- ari. Von er á fjölda sterkra hrossa og knárra knapa og má því búast við góðri skemmtun í Faxaborg. Hauk- ur Bjarnason hafði sigur í fyrra með hest sinn Ísar frá Skáney og má bú- ast við þeim enn sterkari í ár,“ segir í tilkynningu frá deildinni. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stund- víslega kl. 20.00 á gólfið. Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri. Vesturlandsdeildin er einstak- lings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í sex greinum hestaíþrótta. Ráslisti verður birtur þriðjudagskvöldið 20. mars (eftir að blaðið fór í prentun). Staðan í liðakeppninni eftir tvær greinar af sex er sú að Leiknir/ Skáney leiðir með 96 stig, í öðru sæti er Berg/Hrísdalur/Austurkot með 85 stig og þriðja er Stelpurnar frá Slippfélaginu & SuperJeep með 81,5 stig. Í einstaklingskeppninni leiðir Siguroddur Pétursson með 24 stig, liðsfélagi hans Páll Bragi Hólmars- son er annar með 15 stig, Ylfa Guð- rún Svafarsdóttir þriðja með 14 stig og síðan þau Berglind, Randi og Haukur frá Leikni/Skáney í sætun- um þar á eftir. mm Kökuhlaðborð af fínna taginu beið gesta. Jafnaldrar tveir úr Borgarnesi af árgangi 1940, þeir Guðmundur og Sigurður, þurftu bráðabana til að skera úr um hvor hreppti annað sætið. Þeir Sveinn á Vatnshömrum og Jón Þór frá Hjarðarholti voru sigursælastir heima- manna í öldungaflokki. Þóra Stefánsdóttir í þann mund að tryggja sér sigur í sínum aldursflokki. Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson stýrðu mótinu. Hestamannafélagið Snæfelling- ur hélt þrígangsmót í reiðhöllinni í Ólafsvik síðasliðið föstudags- kvöld. Var boðið upp á pollaflokk, þrígang 17 ára og yngri, minna vana og meira vana. Að sjálfsögðu urðu allir í fyrsta sæti í pollaflokki. Í flokki minna vanra sigraði Íris Huld Sigurbjörnsdóttir og meira vanra sigraði Gunnar Tryggvason. Engin skráning var að þessu sinni í flokkinn 17 ára og yngri, en öll börnin voru stödd á helgarnám- skeiði á Skáney þegar mótið fór fram. Þetta er fyrsta mótið hjá Snæfell- ingi af nokkrum sem ráðgerð eru næstu mánuði. Næstu mót verða í Stykkishólmi miðvikudaginn 28. mars og í Grundarfirði miðviku- daginn 18. apríl. Íþróttamót Snæ- fellings verður svo í Grundarfirði 1. maí og úrtaka fyrir LM í Stykk- ishólmi 16. júní. iss Mth útgáfa á Akranesi sendir frá sér þýdda glæpasögu fyrir þessa páska. Það er Köld slóð eftir sænska höfundinn Emelie Schepp sem var útnefnd glæpasagnahöf- undur ársins 2017 í Svíþjóð. Er það annað árið í röð sem henni hlotnast sá heiður. Um efni bókarinnar segir á kápu: „Á köldu desemberkvöldi staðnæmist hraðlestin frá Kaup- mannahöfn til Stokkhólms á að- allestarstöðinni í Norrköping. Ung kona finnst látin um borð og reynist hún vera með eitur- lyf innvortis. Ferðafélagi hennar, önnur ung stúlka, er horfin spor- laust út í myrkrið. Jana Berze- lius saksóknari fær málið til rann- sóknar og fyrr en varir flækist hún í atburðarás þar sem skugga- leg leyndarmál fortíðar henn- ar minna á sig. Henrik Levin og Mia Bolander hjá rannsóknarlög- reglunni í Norrköping komast á slóð manns sem er grunaður um morð – og þá hefst kapphlaup upp á líf og dauða því Jana verð- ur að finna morðingjann á undan lögreglunni.“ Köld slóð er önnur bókin í bókaseríunni um saksókn- arann Jönu Berzelius sem kemur út á íslensku en væntanlegar eru 6 bækur til viðbótar. Kristján H. Kristjánsson þýddi. mm Glæpasagan Köld slóð gefin út af Mth Fyrsta mótið af nokkrum hjá hesta- mannafélaginu Snæfellingi Allir urðu í fyrsta sæti í pollaflokki. Efstu í flokknum meira vanir. Efstu í flokknum minna vanir. Gæðingafimi Líflands í Faxaborg á fimmtudaginn Haukur og Ísar ætla sér vafalítið að verja titilinn frá því síðasta vetur. Ljósm. Hulda G Gestsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.