Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 13
Lög eftir Óðinn G. Þórarinsson
Tónleikar í Tónbergi föstudaginn
23. mars kl. 20:30
Flytjendur:
Hljómur kór FEBAN
Rut Berg og hljómsveit Friðjóns.
Hljómsveitin TAMANGO
Kynnir: Pétur Óðinsson
Miðasala við innganginn.
Miðaverð 2.000 kr.
Ath. enginn posi
,,Við tónanna klið’’
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
1271. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. mars
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því
að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðakaffi, laugardaginn 24. mars •
kl. 10.30.
S• amfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
laugardaginn 24. mars kl. 11.00.
Frjálsir með framsókn að Vesturgötu 32, mánudaginn •
26. mars kl. 20.00.
Bæjarmálafundur Bjartrar framtíðar fellur niður.•
Bæjarstjórnarfundur
Undanfarið hefur Skessuhorn greint
frá starfsemi Andarungahreyfing-
arinnar (e. Ducklings Movement) í
gamla Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.
Nýverið kom nýr hópur af félögum
hreyfingarinnar til dvalar í skólan-
um og í gær kom hópur af búninga-
leikurum (e. cosplayers). Búninga-
leikur er sú afþreying, leikur og/eða
skemmtun að klæða sig upp í bún-
inga eða skreyta sig með ákveðnum
munum sem standa fyrir einhverja
ákveðna persónu, hvort sem hún er
raunveruleg eður ei. Í tilefni af komu
búningaleikaranna að halda fræðslu-
fyrirlestur um búningaleik á föstu-
daginn, 23. mars kl. 9:30. Nemend-
ur Heiðarskóla eru sérstaklega boðn-
ir velkomnir á fyrirlesturinn en hann
er engu að síður opinn öllum áhuga-
sömum. kgk/ Ljósm. úr safni.
Andarungar bjóða upp á cosplay-fræðslu
Lokahátíð upplestrarkeppni grunn-
skólanna á Akranesi fór fram í Tón-
bergi, sal Tónlistarskólans á Akra-
nesi, að kvöldi síðasta fimmtudags.
Þar lásu tólf nemendur í 7. bekk
Brekkubæjarskóla og Grundaskóla
upp sögur og ljóð, sex nemendur frá
hvorum skóla.
Keppnin var einstaklega jöfn að
þessu sinni enda höfðu krakkarnir
undirbúið sig af kappi. Dómnefnd
var því ekki sett í öfundsverða stöðu
heldur falið það vandasama verk að
velja bestu upplesara hvors skóla fyr-
ir sig. Að loknum þremur umferð-
um réði dómnefndin ráðum sínum
og tilkynnt var um úrslitin. Hekla
Kristleifsdóttir er Upplesari Brekku-
bæjarskóla 2018 og Jóel Þór Jóhann-
esson er Upplesari Grundaskóla.
Keppnin í Borgarnesi
Lokahátíð upplestrarkeppninnar
var einnig haldin í Grunnskólanum
í Borgarnesi síðastilðinn fimmtu-
dag. Þar komu nemendur 7. bekkjar
saman og lásu fyrir gesti. Að loknum
upplestri réði dómnefnd ráðum sín-
um og niðurstaðan varð að Andrea
Karítas Árnadóttir, Reynir Jóngeirs-
son og Elfa Dögg Magnúsdóttir
hrepptu efstu sætin. Verða þau full-
trúar skólans í lokahátíð upplestrar-
keppninnar á Vesturlandi sem haldin
verður í Heiðarskóla 10. apríl. Vara-
maður frá Grunnskólanum í Borg-
arnesi er Edda María Jónsdóttir.
kgk
Keppt í upplestri
Svipmynd frá keppninni á Akranesi síðastliðinn fimmstudag.
Bátum hefur nú fjölgað að nýju
sem landa afla sínum á Akranesi og
binda menn þar vonir við að botnin-
um hafi verið náð í útgerð á staðn-
um og bjartari tímar séu í vændum.
Að sögn Einars Guðmundssonar
hafnarvarðar lönduðu síðastliðinn
sunnudag tíu færabátar á Skagan-
um og seldu aflann á markaðinum,
alls um 15 tonn. Þar af voru fimm
svokallaðir flakkarar, handfærabát-
ar sem fara milli veiðistaða og landa
þar sem hentar hverju sinni. Jón
Traustason á Stapavík AK-8 landaði
tveimur og hálfu tonni af aulaþorski
sem hann fékk á handfærin inni í
Hvalfjarðarkjafti. Að auki var landað
úr Eskey ÓF um fimm tonnum eftir
línuveiðitúr.
Eftir að þjónusta fiskmarkað-
ar hófst að nýju með opnun útibús
Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar í vetur
varð að nýju vænlegur kostur fyrir
útgerðarmenn að landa afla sínum á
Akranesi enda sem fyrr stutt á feng-
sæl mið. Veiði að undanförnu hef-
ur verið góð og vel haldinn þorsk-
ur fengist á handfærin. Síðastliðinn
laugardag var landað nokkrum kör-
um af boltafiski í blíðuveðri á Akra-
nesi. Það var Hringur ÍS-305 sem
kom að landi með einhvern jafn-
stærsta þorsk sem blaðamaður hef-
ur séð úr einum róðri. Út úr kjafti
þorsksins vall hálfmelt loðna sem
gengið hefur inn á sundin að undan-
förnu. Aflinn fékkst að sögn Krist-
jáns Friðriks Einarsson skipstjóra
um sjö mílur frá Akranesi. mm
Stórþorski landað á Akranesi
Hér er Bjarni Bragason á lyftaranum að sturta rígvænum þorskinum úr Hring ÍS í körin á bryggjunni.
Rígvænn þorskur sem fór á markað.
Úr kjafti þorsksins vall hálfmelt loðna.