Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 7 Í frétt frá Speli, sem á og rekur Hval- fjarðargöngin, kemur fram að tveir vélsópar sem verið hafa að störfum í göngunum hafi tekið 18 tonn af fín- gerðu ryki af gólfi ganganna. Þetta var að hluta til ryk sem safnast hefur fyrir á aðeins einni viku. Ryk þetta berst í göngin af vegum landsins með bílunum sem í gegnum göngin er ekið. Það fer síðan af þeim þegar ekið er inn í dragsúginn í göngun- um. Við hreinsunina var m.a. notað- ur nýr götusópari Hreinsitækni ehf. Tæki það sýndi hvað í því bjó með því að losa um rykið með 20 tonn- um af vatni undir miklum þrýstingi og soga svo gumsið úr botninum strax upp í sig. Auk þess var vélsóp- ur Spalar notaður, en hann afkastar mun minna en þessi nýi frá Hreinsi- tækni. mm/ Ljósm. Spölur YFIRMATREIÐSLUMAÐUR Hæfniskröfur: MATREIÐSLUMAÐUR Hæfniskröfur: STARFSMAÐUR Í ELDHÚSI Hæfniskröfur: YFIRÞJÓNN Hæfniskröfur: STARFSMAÐUR Í VEITINGASAL Hæfniskröfur: STARFSMAÐUR Í MÓTTÖKU Hæfniskröfur: HERBERGISÞERNA STARFSMAÐUR Í ÞVOTTAHÚSI Hæfniskröfur: B59 H O T E L Nýtur þú þess að segja sögur, taka á móti gestum og kanntu hina sönnu íslensku gestrisni? Capital Hotels mun opna nýtt og glæsilegt hótel í hjarta Borgarness í sumar og leitum við að starfsfólki til að starfa með okkur. Þrettán tonn af ryki á tveimur nóttum Síðastliðinn mánudag tók Jón- ína Björg Magnúsdóttir, verka- kona á Akranesi og þriðji maður á lista Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi, sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Leysir hún Guð- jón S Brjánsson af en hann situr um þessar mundir þing Vestnor- ræna ráðsins sem fram fer í Finn- landi. Arna Lára Jónsdóttir vara- þingmaður er sömuleiðis í starfs- ferð erlendis þannig að þá var röð- in komin að Jónínu Björgu. „Hún er öflugur liðsmaður og það mun gusta af henni,“ segir Guðjón en á meðfylgjandi mynd sitja þau sam- an við eldhúsborðið heima á Akra- nesi og leggja línurnar fyrir átök komandi þingdaga. mm/ Ljósm. dt. Jónína Björg tekur sæti á Alþingi Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing um deiliskipulags- tillögur á vinnslustigi Tillaga á vinnslustigi fyrir áfangastað við Kolgrafafjörð Tillaga á vinnslustigi fyrir áfangastað við Kirkjufellsfoss Grundarfjarðarbær vinnur að deiliskipulagstillögum tveggja áfangastaða, annars vegar vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð og hins vegar við Kirkjufellsfoss. Áfangastaður við Kolgrafafjörð Þeim ferðamönnum fjölgar sem stöðva við og á brúnni yfir Kolgrafafjörð til að njóta fagurs útsýnis, fjölskrúðugs dýralífs og ólgandi sjávarstrauma undir brúnni. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að útbúa örugga umgjörð fyrir ferðalanga til að njóta þeirrar einstöku upplifunar og náttúruskoðunar sem staðurinn býður upp á. Í tillögu er gert ráð fyrir útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar, bíla- og rútustæðum ásamt salernisaðstöðu og áningarsvæði. Áfangastaður við Kirkjufellsfoss Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar; umgjörð sem tryggir öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn. Til þess að fegurð Kirkjufellsfoss rýrni ekki er lögð áhersla á að bæta aðgengi að fossinum með vel skilgreindum stígum og útsýnisstað þar sem hægt er að upplifa fallegt útsýni. Gert er ráð fyrir að núverandi bílastæði verði lokað og áætlað að staðsetning nýs bílastæðis verði vestan við fossinn með áningarstað þar sem notalegt er að setjast niður, njóta útsýnis og fræðast um svæðið. Hugað verður sérstaklega að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum. Tillögurnar eru enn á vinnslustigi, og eru nú lögð fram til kynningar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulags- reglugerð nr. 90/2013. Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu á tímabilinu 17. mars.- 03. apríl 2018, auk þess eru þær aðgengilegar á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is. Senda má athugasemdir og ábendingar við tillögur á Grundarfjarðarbæ, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is fyrir mánudaginn 28. mars n.k. Fullbúnar tillögur verða formlega auglýstar síðar og gefst þá tækifæri til rýni og athugasemda. Bæjarstjórinn í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.