Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 20186 Styttist í vatnaveiðina LANDIÐ: Silungsveiði í vötnum hefst formlega um næstu mánaðamót. Á páska- dag, sunnudaginn 1. apríl, verður opnað formlega fyrir veiði í nokkrum vötnum sem seld eru í gegnum Veiðikortið. Í tilkynningu segir að veturinn hafi verið fremur kaldur en þó sé ís farinn að hopa á mörg- um vötnum. „Það eru margir skemmtilegir kostir í boði fyr- ir þá sem vilja skella sér í veiði þann 1. apríl, en þá opna eft- irfarandi vötn: Hraunsfjörð- ur á Snæfellsnesi, vatnasvæð- ið í Svínadal (Geitabergsvatn, Eyrarvatn og Þórisstaðavatn), Vífilsstaðavatn, Syðridals- vatn og Þveit við Hornafjörð. Einnig verða eftirtalin vötn opin frá því ísa leysir: Baulár- vallavatn, Hraunsfjarðarvatn, Sauðlauksdalsvatn, Gíslholts- vatn og Urriðavatn.“ -mm Fimm vilja á Staðarstað SNÆFELLSNES: Fimm sóttu um embætti sóknarprests Staðarstaðarprestakalls þegar staðan var auglýst, en umsókn- arfrestur rann út 19. febrúar sl. Umsækjendur eru; séra Arn- aldur Bárðarson, cand. the- ol. Arnaldur Máni Finnsson, mag. theol. Karen Hjartar- dóttir, séra Ursula Árnadóttir og cand. theol. Kristinn Snæv- ar Jónsson. Fyrirkomulag veit- ingar embættisins er þann- ig að biskup skipar í embætt- ið til fimm ára. Áður en til þess kemur hljóta umsóknir um- fjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að feng- inni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur lög- lega kosningu. -mm Yngri en 67 ára komist í dvalar- rými LANDIÐ: Gildandi aldurs- mörk sem einskorða þjónustu dagdvalar og dvalarrýma við aldraða verða numin úr gildi samkvæmt nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra. Aðgang- ur að þessari þjónustu verður bundinn við faglegt mat á þörf viðkomandi fyrir þessi úrræði. Svandís Svavarsdóttir ráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkis- stjórnar á föstudaginn. „Nokk- uð er um að óskað sé eftir und- anþágum frá aldursmörkum laganna vegna fólks yngra en 67 ára sem þarfnast þjónustu í dagdvöl eða dvalarrými en fyrir því er ekki stoð í lögum. Verði frumvarpið samþykkt opnast fyrir aðgang yngra fólks að þessari þjónustu að undan- gengnu faglegu mati á heilsu- fari þess og verður jafnframt forgangsraðað eftir því,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um væntanlegt frumvarp. -mm Næsta blað degi fyrr SKESSUHORN: Vegna dymbilvikunnar sem í hönd fer verður útgáfu Skessuhorns í næstu viku flýtt um einn dag. Blaðið kemur því út þriðju- dagsmorguninn 27. mars, í stað miðvikudags. Auglýsendum og þeim sem vilja koma efni á framfæri er bent á að skilafrest- ur rennur út á hádegi mánu- daginn 26. mars. Skrifstofa blaðsins verður opin í næstu viku á hefðbundnum tíma frá mánudegi til miðvikudags. Lokað verður frá fimmtudegi til og með mánudags. Hægt er að ná í vakthafandi blaða- mann alla hátíðisdagana í síma 894-8998, vegna áríðandi til- kynninga á vef eða vegna ann- arra erinda við ritstjórn. -mm Fundu líkams- leifar á sjávar- botni FAXAFLÓI: Fyrir nokkru komu líkamsleifar í veiðar- færi fiskibáts sem staddur var á netaveiðum norðarlega á Faxa- flóa. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu fer með rannsókn málsins en hefur notið aðstoð- ar ýmissa við leit og rannsókn. Sérútbúinn bátur var sendur á vettvang og kannaði sjávarbotn á þeim stað sem um ræðir. Þá sáust líkamsleifar en vegna sjó- gangs og dýpis reyndist ekki unnt að ná þeim upp í fyrstu tilraun, en það tókst í næstu ferð þegar sérútbúinn kafbátur var notaður. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki liggi fyrir af hverjum líkams- leifarnar eru og muni það taka nokkurn tíma að fá úr því skor- ið með DNA greiningu. -mm Textaland ehf. hóf nýlega starfsemi með formlegum hætti á Akranesi. Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjón- ustu á sviði ritaðs máls, m.a. texta- gerð, prófarkalestur og þýðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og háskóla- nema, svo eitthvað sé nefnt. Stofn- endur Textalands eru Arnar Óð- inn Arnþórsson og Halla Sigríð- ur Bragadóttir. Þau eru bæði upp- lýsingafræðingar og hafa áralanga reynslu af margs konar skrifum og vinnu með texta fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Grunnhugmyndin er að sameina þá þekkingu, reynslu og menntun sem við höfum aflað okkur í gegnum tíðina, og það sem við höfum gaman af að gera til að skapa okkur starfs- vettvang hér á Akranesi. Þessi þjón- usta er þó þess eðlis að viðskiptavin- ir okkar geta verið staddir hvar sem er á landinu eða í heiminum, ef því er að skipta,“ segir Arnar. Þau eru bæði eftirvæntingarfull og tilbúin að takast á við þetta verkefni. „Við erum spennt fyrir þessu nýja hlutverki, enda hefur hvorugt okkar komið nálægt rekstri fyrirtækja áður. Við höfum fengið góð ráð, leiðsögn og stuðning hjá reynslumiklum vin- um, rekstrarfólki og stjórnendum hér í bæ, sem og Uppbyggingar- sjóði Vesturlandi og Nýsköpunar- miðstöð. Við erum vongóð um að Textaland vaxi og dafni á komandi árum,“ segir Arnar. Arnar hefur skrifað og unnið með texta til opinberrar birtingar síðan 2006. Áður en hann stofn- aði Textaland ehf. starfaði hann m.a. sem skjalastjóri og sérfræð- ingur hjá Norðuráli, deildarstjóri hjá Bókasafni Kópavogs og fulltrúi hjá Neytendastofu og Samkeppnis- stofnun. Halla hefur sinnt fjölbreyttum störfum m.a. hjá Landspítalanum, Orkuveitunni og Símanum. Í dag starfar hún hjá Ritara ehf. Texta- land er til húsa í Landsbankahúsinu við Akratorg á Akranesi. mm Textaland er nýtt fyrirtæki á Akranesi Arnar Óðinn Arnþórsson og Halla Sigríður Bragadóttir. Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrr- verandi alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins, er látinn, 73 ára að aldri. Guðjón fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944 son- ur hjónanna Kristjáns Sigmund- ar Guðjónssonar og Jóhönnu Jakobsdóttur. Guðjón lauk fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og starfaði sem skipstjóri um þriggja ára- tuga skeið, eða frá 1967 til 1997. Guðjón lét mikið til sín taka um sjávarútvegsmál, hagsmuni sjó- manna og var afar annt um hag landsbyggðarinnar. Hann var formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999. Guðjón var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vest- fjörðum 1991-1995. Hann ásamt Sverri Hermannssyni stofnuðu Frjálslynda flokkinn árið 1999. Guðjón var þingmaður Frjáls- lynda flokksins á Vestfjörðum frá 1999 til 2003 en alþingismaður Norðvesturkjördæmis fyrir sama flokk frá 2003 til 2009. Guðjón lætur eftir sig eigin- konu og sjö uppkomin börn. mm And lát: Guðjón Arnar Kristjánsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.