Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 5
Árleg stærðfræðikeppni fyrir
grunnskóla á Vesturlandi var hald-
in í Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi á föstudaginn. Kepp-
endur voru 134 talsins úr átt-
unda, níunda og tíunda bekk frá
sex grunnskólum af Vesturlandi,
þ.e. Grundaskóla og Brekkubæjar-
skóla á Akranesi, Grunnskólanum
í Borgarnesi, Grunnskóla Borgar-
fjarðar, Grunnskóla Snæfellsbæjar
og Auðarskóla í Búðardal. Þegar
keppendur höfðu gert sitt besta og
skilað inn prófum sínum var boð-
ið upp á pizzuveislu í mötuneyti
skólans. Þeir keppendur sem verða
í tíu efstu sætunum í hverjum ár-
gangi verða svo boðaðir til verð-
launaafhendingar laugardaginn 7.
apríl. Þar verður þremur efstu í
hverjum árgangi afhent peninga-
verðlaun fyrir góðan árangur.
arg
Markaðs- &
kynningarstjóri
-
Um er að ræða, áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni,
fagmennsku, miklum samskiptum og samvinnu við starfsmenn og nemendur skólans.
Landbúnaðarháskólinn er á tveimur skólastigum framhaldsskóli og háskóli og sinnir markaðs
starfar einnig á Keldnaholti í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi við Hveragerði.
Stjórn Menningarsjóðs
Borgarbyggðar auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er
sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á
að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir
eru verkefnatengdir.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir
verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda
sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins.
Hægt er að sækja um rafrænt í gegn um íbúagátt. Einnig
má sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má
á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is en þar er
einnig að finna úthlutunarreglur sjóðsins.
Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar
(borgarbyggd@borgarbyggd.is), Borgarbraut 14,
í síðasta lagi þriðjudaginn 17. apríl n.k.
Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann
taka það sérstaklega fram. Nánari upplýsingar veitir Kristján
Gíslason netf. kristjangisla@borgarbyggd.is eða í s: 433-7100.
F.h stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar
Vilhjálmur Egilsson.
Föstudaginn langa, 30. mars,
munu fimm leikkonur flytja Pass-
íusálma Hallgríms Péturssonar í
Hallgrímskirkju í Saurbæ. Leik-
konurnar eru: Edda Þórarinsdótt-
ir, Halla Guðmundsdóttir, Krist-
björg Kjeld, Margrét Guðmunds-
dóttir og Steinunn Jóhannesdótt-
ir sem jafnframt hefur umsjón með
flutningnum. Tónlistarflutningur
milli þátta verksins er í höndum
Zsuzsönnu Budai organista kirkj-
unnar.
Leikkonurnar fimm störfuðu
allar á árum áður við Þjóðleikhús-
ið en taka nú höndum saman um
þetta verkefni til að vekja athygli
á þeirri staðreynd að Hallgrímur
Pétursson leitaði á sínum tíma til
fjögurra mætra kvenna til þess að
koma skáldverki sínu á framfæri
við lesendur og hlustendur. Hann
sendi þeim öllum eiginhandarrit
að sálmunum með ósk um að þær
gerðust kynningarfulltrúar hans.
Auk þess átti hann eiginkonu sem
bjó honum starfsskilyrði til þess að
vinna að þessu mikla verki. Kona
Hallgríms var Guðríður Símonar-
dóttir.
Í tengslum við flutning Passíu-
sálmanna í Saurbæ verður endur-
útgefinn bæklingur, Svoddan ljós
mætti fleirum lýsa, með ágripi af
sögu þeirra kvenna sem Hallgrím-
ur treysti á sér til fulltingis. Þær
voru Ragnhildur Árnadóttir frá
Ytra-Hólmi, Helga Árnadóttir í
Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Ein-
arsnesi og Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir í Skálholti. Höfundur text-
ans er Steinunn Jóhannesdóttir.
Flutningur Passíusálmanna í
Saurbæ á föstudaginn langa hefst
klukkan 13.30 og stendur til 18.30.
Í tilkynningu frá leikkonunum
kemur fram að allir eru hjartanlega
velkomnir í kirkjuna til að hlýða á
hluta sálmalestursins eða allan.
mm
Fimm leik-
konur flytja
Passíusálmana
í Saurbæ
Leikkonurnar. F.v: Halla Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Edda Þórarinsdóttir og
Kristbjörg Kjeld. Ljósm. Hilmar Þorsteinn Hilmarsson.
Stærðfræðikeppni grunnskólanna var á föstudaginn
Nemendur voru að koma sér fyrir í skólastofunum skömmu áður en stærð-
fræðikeppnin hófst.