Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Pizza og kók fyrir atkvæði Í meðförum stjórnskipunarnefndar Alþingis eru nú drög að frumvarpi sem gerir ráð fyrir lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna úr 18 í 16 ár. Hljóti málið meirihluta í meðförum þingsins er stefnt að afgreiðslu þess þannig að strax í kosningunum 26. maí í vor geti 16 ára ungmenni kos- ið. Það vekur athygli mína að meirihluti nefndarmanna, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, stendur að nefndarálitinu. Ekki er þó gert ráð fyrir að unglingar undir 18 ára fái kjörgengi sem þýðir að þeir geti einungis kosið, ekki boðið sig fram. Ekki er það mitt að dæma um hvernig þingmenn haga forgangsröðun starfa sinna. Kannski fylgja þeir sannfæringu sinni og köllun um að setja beri á oddinn að 16 ára unglingar geti kosið í sveitarstjórnarkosningum. Ef ég hins vegar væri á þingi, myndi ég fremur hafa áhyggjur af að 15 ára unglingar geti skammlaust tekið samræmd próf, sé yfir höfuð einhver ástæða til að samræma niðurstöðu eða röðun prófa úr grunnskóla. Í nefndaráliti sem liggur að baki tillögunni segir meðal annars að hér á landi miðist skólaskylda við 16 ára aldur og því telji nefndin að með því að lækka kosningaaldur jafnframt í 16 ár; „gefist skólum gott tækifæri til að gera kosningaþátttöku sjálfsagða og eðlislæga ungmennum,“ segir orðrétt í nefndarálitinu. Í orðanna hljóðan er þannig beinlínis verið að hvetja til að í skólum fari fram trúboð um pólitík. Þetta er náttúrlega al- veg baneitrað og í mínum huga út í hött að hvetja til þess að grunnskólar komi á nokkurn hátt að því hlutverki að kenna og uppfræða um stjórn- mál. Þá sé ég fyrir mér kosningaáróður og heilaþvott af verstu gerð sem mun vafalítið hafa áhrif á ómótaða einstaklinga sem eru á því skeiði ævi sinnar að vera meira að hugsa um hormóna, símana sína eða tónlist, fremur en einhverja pólitík. Svo má ekki gleyma gylliboðunum sem auð- velt gæti verið að falla fyrir. Hvernig hljómar til dæmis: „Tveir fyrir einn - ef þú gefur okkur atkvæði þitt, færðu pizzu með tveimur áleggstegund- um að auki.“ Eða: „Ef þú hleður niður appinu okkar og færð tíu fylgj- endur við framboð okkar, lofum við tíu frímiðum í sund, ársbirgðum af poppi og nefndarsæti í ungmennaráði að launum.“ Nei takk! Það vill nú svo til að á heimili mínu er unglingur sem einmitt er fædd- ur á fyrri hluta ársins og gæti því kosið í vor ef þessi „brilljant“ hugmynd eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis nær fram að ganga. Ég get upplýst að minn unglingur er miklu uppteknari af því að æfa sig á píanó og á bíl og stefnir að bílprófi næsta vetur. Uppteknari af því og ekki svo mikið sem veltir fyrir sér hvað fjórir eða fimm stjórnmálaflokkar ætla að lofa fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Það heyrir reyndar að mínu viti til algjörra undantekninga ef sextán ára unglingur hefur yfir höfuð hinn minnsta áhuga á pólitík og skil ég það vel. Með þessu er ég ekki að segja að 18 ára ungmenni hafi endilega neitt meiri áhuga eða vilja til að kynna sér stjórnmál en þeir sem eru tveimur árum yngri. Samt held ég að þegar komið er á framhaldsskólaaldur auk- ist líkurnar á því að ungt fólk fari að velta þessum hlutum fyrir sér og ræða stjórnmál sín á milli. Það gerir fólk einfaldlega af praktískri þörf. Því segi ég; leyfum börnunum að vera börn áfram og í friði fyrir hvers- konar áreiti af þessu tagi. Magnús Magnússon. Leiðari Nú liggur fyrir að byggt verði nýtt húsnæði undir starfsemi leikskól- ans Hnoðrabóls í Reykholtsdal og stefnir byggðarráð Borgarbyggð- ar á að fyrstu áfangar þess verks verði í sumar þegar eldra húsnæði verður rifið. Leikskólinn er nú til húsa í fyrrum einbýlishúsi á Gríms- stöðum, en lengi hefur verið í um- ræðunni á vettvangi Borgarbyggðar að færa skólann að Kleppjárnsreykj- um. „Núverandi húsnæði á Gríms- stöðum er orðið lélegt og það hef- ur verið í undirbúningi í nokkur misseri að byggja nýtt hús og færa starfsemina,“ segir Gunnlaugur A Júlíusson, sveitastjóri í Borgarbyggð í samtali við Skessuhorn. Stefnt er að því að nýr leikskóli verði byggð- ur við grunnskólann á Kleppjárns- reykjum. „Annar endi grunnskólahússins á Kleppjárnsreykjum, þar sem upphaf- lega var íbúð, er orðin gamall og lú- inn og er hugmynd um að rífa hann og byggja leikskóla á lóðinni,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður hvenær gera megi ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist vill Gunnlaugur ekki gefa upp ákveðinn tímaramma. „Byggingar- nefnd hefur verið að vinna að þessu verkefni, ákveða stærð og staðsetn- ingu skólahúss. Nú á eftir að útfæra lagnir og innri hönnun en það mun allt taka sinn tíma,“ svarar hann og bætir við að gert sé ráð fyrir að ný leikskóli rúmi um 30 börn. Í fundar- gerð byggðarráðs Borgarbyggðar frá 15. mars sl. kemur fram að samþykkt hafi verið að bjóða út 1. og 2. áfanga verksins og að byggðarráð leggi áherslu á að niðurrif eldra húsnæðis fari fram í sumar á meðan skólahald grunnskólans liggur niðri. arg Bjóða út fyrstu áfanga að nýrri leikskólabyggingu Stefnt er að því að nýtt húsnæði leikskólans Hnoðrabóls verði byggt við grunn- skólann á Kleppjárnsreykjum. Ljósm. úr safni. Byggingakrönum í Grundarfirði fjölgaði um 100% á dögunum þeg- ar að verktakafyrirtækið Ístak reisti annan krana á framkvæmdasvæði G.Run hf. Nú er kominn góður skriður á framkvæmdirnar og tek- ur svæðið breytingum á degi hverj- um. Í gær var fyrstu steypunni hellt í sökkulmót á byggingarstað. tfk Fjölgun bygg- ingakrana í Grundarfirði Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ fékk góða gjöf á dögun- um þegar Lionsklúbbur Ólafsvík- ur færði sveitinni tvo Víkinggalla að gjöf. En kominn var tími á að endurnýja galla sveitarinnar og hún farin að huga að því. Þessir gallar eru því góð byrjun á því ferli. Gall- ar þessir eru með innbyggðu vesti og því þægilegra að vinna í þeim og eru þeir ætlaðir til notkunar á Sæ- björgu, slöngubát björgunarsveit- arinnar. þa Gáfu Lífsbjörgu tvo nýja galla Tveggja daga Landsmót Sjóst- angveiðifélags Akraness verður nú í vikulokin. Siglt verður út frá Akraneshöfn klukkan 6 að morgni föstudags og bátar væntanlegir í land aftur fyrir nónbil. Á laugar- dag verður siglt út á sama tíma en bátar væntanlegir klukkutíma fyrr í land, því veiðum verður hætt klukkan 13. Þetta er óvenju snemma vors sem mótið er haldið, en það er hluti af Íslandsmeistara- mótinu. Að sögn Jóhannesar Sim- onsen, formanns SjóSkip, hafa nú þegar 25 veiðimenn skráð sig til þátttöku og um tíu bátar sem til- búnir eru að sigla með keppendur. Því er pláss fyrir fleiri veiðimenn. „Við búumst við stórfiskamóti enda hafa margir aulaþorskar ver- ið að veiðast hér á flóanum að und- anförnu. Auðvitað vonast maður til að metfiskar veiðist, en heims- metið er 46 eða 47 kílóa þorskur sem veiddist við Noregsstrend- ur.“ Íslandsmethafi er Jóhannes sjálfur sem veiddi 26 kílóa þorsk á móti innanlands fyrir nokkrum árum. Loks má geta þess að Sjó- skip stefnir á innanfélagsmót 12. maí nk. mm/ Ljósm. úr safni. Stefna að stórfiskamóti um næstu helgi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.