Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201814 Hjalti Ragnar Arnórsson er 23 ára gamall, frá Hofsstöðum í Reyk- hólasveit. Hann hélt í ársbyrjun upp í mikið ferðalag, 50 daga reisu yfir hálfan hnöttinn, alla leið til Nýja-Sjálands til að læra rúning. En ekki var um hreina skemmtiferð að ræða, heldur tók á móti hon- um verktaki og kennari. Hjalti hóf skömmu síðar starfsnám í rúningi í hinum dreifðu byggðum Nýja-Sjá- lands og kom til baka margs vísari og búinn að læra réttu handtök- in. „Ég fór út 12. janúar og nokkr- um dögum síðar var ég kominn til Fairlie, sem er þorp ekki langt frá borginni Christchurch á Suðurey Nýja-Sjálands. Þetta er bara pínu- lítið sveitaþorp inni í landinu, ekki mikið af húsum en margar verslan- ir enda mörg býli í sveitunum þar í kring. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom til Fairlie var að í öll- um búðunum hékk skilti sem á stóð: „Vinsamlegast farið úr skítugu stíg- vélunum áður en þið gangið inn“,“ segir Hjalti og brosir við. „Þegar ég var búinn að sjá þetta sama skilti í þremur verslunum sama daginn áttaði ég mig á hvernig stað ég var kominn á,“ bætir hann við léttur í bragði. Lærði af heimsmeistara Hjalti er langt því frá að vera ókunnur rúningi. Hann er alinn upp í sveit og hefur starfað við rún- ing undanfarin ár. Einkum hef- ur hann rúið fyrir bændur heima í Reykhólasveitinni en einnig nokk- uð á Ströndum og í nágrenni Sel- foss. En hvers vegna ákvað til þess að gera vanur rúningsmaður að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að læra fagið? „Af því að við hliðina á þessum mönnum þarna úti þá kann maður ekki neitt,“ segir Hjalti létt- ur í bragði. „Verktakinn sem ég lærði hjá er heimsmeistari í rún- ingi og starfar eingöngu við þetta. Hann er 56 ára gamall og hefur ekki gert annað en að klippa kind- ur allan ársins hring í þrjátíu ár. Á þeim tíma hefur hann klippt meira en tvær milljónir kinda og er ekk- ert að drepast í skrokknum eins og bændur á Íslandi eftir að þeir klippa sínar 500 ær,“ bætir hann við. „Það segir manni bara að það er hægt að gera þetta öðruvísi og betur en við gerum hérna heima. Þarna úti sá ég og lærði óteljandi smáatriði um lík- amsbeitingu og hvernig er hægt að vinna sér létt. Það er hægt að rýja tvær milljónir og ganga eðlilega eftir það ef menn beita sér rétt,“ segir hann. „En auðvitað hefði ég ekkert þurft að fara yfir hálfan hnöttinn til að læra þetta. Ég hefði alveg get- að farið til Bretlands til að klippa útlenskar rollur,“ segir Hjalti og brosir. „Mig hefur bara alltaf lang- að að koma til Nýja-Sjálands og sjá sveitina þar. Ég er alveg for- fallinn Lord of the Rings aðdáandi og nýtti tækifærið til að heimsækja Hérað, eins og það birtist í mynd- inni, keypti mér hring og allt. Auk þess lék ég túrista í Christchruch og Auckland þegar ég hafði tíma,“ bætir hann við. Margt líkt með löndunum Þrátt fyrir Nýja-Sjáland gæti varla verið lengra í burtu frá Íslandi er landið eins og flestir þekkja vest- rænt og um margt líkt Íslandi. Hjalti segir landslagið sums staðar ekki ýkja frábrugðið og yfirbragð sveit- anna sé að mörgu leyti sambæri- legt. „Bændurnir þarna eru bara bændur eins og hérna heima. Þeir keyra um á sömu pallbílunum og kollegar þeirra á Íslandi og standa í sama búskaparharkinu. Nýsjálend- ingar hafa nýtt landið rosalega vel undir sauðfjárrækt en engu að síð- ur hefur fénu fækkað mikið miðað við það sem áður var. Mér var sagt að einu sinni hefðu verið 72 millj- ónir fjár á Nýja-Sjálandi en núna er fjöldinn um 28 milljónir. Það er al- gengt á þessu svæði sem ég var á að bændur séu með kannski fimm þús- und fjár og vinni meðfram með bú- skapnum til að hafa í sig og á. Það er alveg eins og hérna heima, bara stærra í sniðum,“ segir Hjalti. En ýmislegt er auðvitað ólíkt með líka. Mun heitara er á Nýja- Sjálandi en á Íslandi og búskapnum sjálfum því aðeins öðruvísi háttað. Sauðfé er meira og minna úti all- an ársins hring en smalað heim fyr- ir sláturtíðina, nú eða þegar á að klippa. „Á hverjum bæ er stór og mikil skemma, svokallað rúnings- setur sem er bara notað þegar ver- ið er að rýja. Fyrir utan er stór rétt þangað sem kindunum er safnað og svo er bara rekið inn á setrið í holl- um þangað til búið er að klippa,“ útskýrir Hjalti en bætir því við að ekkert af þeim toga hafi slegið hann sérstaklega út af laginu. Hins veg- ar var honum mjög brugðið í fyrstu sem hann reyndi að tala við heima- menn. „Þó ég sé enginn málsnill- ingur taldi ég mig nú vera færan um að halda uppi samræðum við hvern sem er á ensku. En þegar ég reyndi að tala við bændurna á Nýja-Sjá- landi þá skildi ég ekki orð. Þeir eru með svo þykkan og sérstakan hreim sem er ekki líkur neinu sem ég hef heyrt áður. Að tala við Englendinga þarna úti eða Skota með þéttan skoskan hreim var alveg himneskt, þá skildi maður loksins eitthvað,“ segir hann léttur í bragði. „Mætti beint heim í snoðið“ Af samtali okkar að dæma er ekki annað að merkja en Hjalti sé afar ánægður með reisuna. En hvað stendur upp úr eftir ferðina? „Hvað varðar rúninginn sjálfan þá kann ég mikið betur til verka og vinn mér miklu léttar en áður. Ég er ekki uppgefinn í skrokknum eft- ir rúningsvertíðina og finnst miklu skemmtilegra að vera til fyrir vik- ið,“ segir Hjalti. „En síðast en ekki síst var rosalega gaman að láta eft- ir sér þetta sem mig hafði svo lengi langað að gera, að fara í ævintýra- ferð og skoða mig um á Nýja-Sjá- landi,“ segir hann. „Ég reyndar skipulagði ferðalagið þannig að ég flaug yfir Evrópu og Asíu á leið- inni út, en síðan yfir Kyrrahaf- ið með stoppi í Bandaríkjunum á leiðinni heim. Eiginlega bara til að geta sagst vera orðinn heims- maður, búinn að ferðast hringinn í kringum hnöttinn,“ bætir hann við og hlær. En þrátt fyrir að vera orðinn heimsmaður mikill hefur Hjalti langt því frá gleymt uppruna sín- um. Hann heldur fast í ræturn- ar og fór beint í rúninginn þegar hann kom heim. „Ferðalagið var 50 dagar allt í allt og ég stílaði inn á að koma heim fyrir rúningsver- tíðina. Ég mætti bara beint heim í snoðið,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að klippa meira og minna alla daga síðan ég kom heim, aðal- Hjalti Ragnar ferðaðist yfir hálfan hnöttinn til að læra rúning „Vinsamlegast farið úr skítugum stígvélunum“ Hjalti Ragnar Arnórsson rúningsmaður frá Hofsstöðum í Reykhólasveit. Hjalti við rúning í Nýja-Sjálandi. Á hverjum bæ í Nýja-Sjálandi er stór og mikil skemma, svokallað rúningssetur sem er bara notað þegar verið er að rýja. Rúningsgengið að störfum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.