Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 9 Dalaveitur, Lagning ljósleiðara 2018 Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði og brunnum. Verkið skipt- ist í þrjá hluta og geta bjóðendur boðið í eina, tvær eða þrjár leiðir. Helstu magntölur: Leið 4: Plæging stofn- og heimtauga 55 km Leið 5: Plæging stofn- og heimtauga 56 km Leið 6: Plæging stofn- og heimtauga 35 km Alls: 146 km Verklok eru 30. september 2018. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal eða í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir kl. 13 miðvikudaginn 28. mars n.k., en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Dalaveitur ehf. áskilja sér rétt til að taka tilboðum og/eða hafna í hvern hluta verksins fyrir sig. SK ES SU H O R N 2 01 8 www.skessuhorn.is Okkar Stykkishólmur kynnti síð- astliðið mánudagskvöld fram- boðslista sinn á vel sóttum opn- um fundi sem fram fór í Skúrnum. Listinn mun bjóða fram undir listabókstafnum O. „Okkar Stykk- ishólmur leggur m.a. áherslu á að mikilvægar ákvarðanir verði tekn- ar með samstarfi allra bæjarfull- trúa í stað meirihlutaræðis. Í sam- ræmi við það leggur listinn til að auglýst verði eftir bæjarstjóra að kosningum loknum,“ segir í til- kynningu. Þá er bent á að þeir sem vilja fræðast meira um starf fram- boðsins eru hvattir til að heima- sækja heimasíðuna www.okkar- stykkisholmur.is. Þá er framboð- ið einnig með síðu á Facebook og Instagram. Í heild er listinn þannig: 1. Haukur Garðarsson (45), skrifstofustjóri hjá Rarik 2. Erla Friðriksdóttir (49), eigandi og framkvæmdastjóri Ís- lensks æðardúns 3. Theódóra Matthíasdóttir (38), ritari Breiðafjarðarnefndar og frumkvöðull 4. Árni Ásgeirsson (32), náttúrufræðingur á Háskólasetri og yngri flokka þjálfari 5. Heiðrún Höskuldsdóttir (48), læknaritari og verslunareigandi 6. G. Björgvin Sigurbjörnsson (34), aðstoðarskólastjóri Grunn- skóla Grundarfjarðar 7. Hjalti Viðarsson (40), dýralæknir 8. Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir (38), kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi 9. Rósa Kristín Indriðadóttir (28), leikskólaleiðbeinandi og veitinga- hússeigandi 10. Jón Jakobsson (56), sjómaður og æðarbóndi 11. Kristín Rós Jóhannesdótt- ir (35), kennari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 12. Björgvin Guðmundsson (67), starfsmaður Fiskistofu 13. Ísól Lilja Róbertsdóttir (18), listakona og framhaldsskólanemi 14. Jósep Ó. Blöndal (70), læknir. mm Okkar Stykkishólmur kynnir framboðslista WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2018-2019 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Travel W EST ICELA N D - Ferðast um Vesturland 2018-2019 - Your guide to W est Iceland Viltu ekki örugglega ná til ferðamanna á Vesturlandi? Travel West Iceland 2018-2019 er eina ferða- blaðið sem gefið er út á Vesturlandi í ár. Lokafrestur til að panta auglýsingu er 28. mars. Um sölu auglýsinga og skráningu þjónustuskrár sjá þær Ása og Halla í síma 433-5515 eða á netfangið ferdablad@skessuhorn.is. Skessuhorn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.