Skessuhorn - 18.04.2018, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 7
Skipulagsauglýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi
sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðal-
skipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um
Borgarnes (hjáleið). Á 169. fundi sveitastjórnar þann 12. apríl
2018 var samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu:
Hringvegur (1) í Borgarnesi – lýsing á tillögu að
breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Lýsing á breyting á Aðalskipulagi 2010-2022, vegna aftur-
köllunar á færslu Hringvegar (1) við Borgarnes. Vegstæði og
áhrifasvæði núverandi Hringvegar (1) er í gegnum Borgar-
nes. Það liggur í gegnum og á mörkum þéttbýlisins frá
Borgarfjarðarbrú, eftir Borgarbraut gegnum Dílatangahæð,
Hrafnaklettsholt og að Hringvegi (1) norður. Málsmeðferð
verði samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast
í síðasta lagi miðvikudaginn 9. maí 2018 í Ráðhús Borgar-
byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Fimmtudaginn 3. maí 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða
starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar
með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í
Borgarnesi þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir færslu Hringvegur (1) í
Borgarnesi verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Skotæfingasvæði í landi Hamars – kynning
Mánudaginn 30. apríl 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða
starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar
með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í
Borgarnesi þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir skotæfingarsvæði í landi
Hamars verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboð-
um í leigu á landi undir rekstur tjald-
svæðisins í Kalmansvík á Akranesi
Um er ræða leigu á landi í Kalmansvík sem nýtt er til
reksturs tjaldsvæðis. Árlegur opnunartími á tjaldsvæðinu er að
öllu jöfnu frá 1. maí til 1. október ár hvert. Stefnt er að því að nýr
leigutaki taki við svæðinu fyrir opnun í ár. Samningstímabil er
tvö ár og er gefinn kostur á framlengingu óski leigutaki/leigusali
eftir því. Boðið er upp á kynningar um svæðið eftir óskum.
Tilboðsgögn eru afhent rafrænt án endurgjalds með því að
senda beiðni á netfangið tjaldsvaedi@akranes.is.
Tilboð verða opnuð mánudaginn 30. apríl næstkomandi
kl. 11:00 á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar
að Stillholti 16-18. Öllum tilboðum skal skila á sérstöku
tilboðseyðublaði undir heitinu Akranes - leiga á landi
undir rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Nánari upplýsingar veitir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
verkefnastjóri á netfangið tjaldsvaedi@akranes.is
eða í síma 433-1000.
Ferðaþjónustufyrirtækið Into the
Glacier, eignarhaldsfélag um ís-
göngin í Langjökli, hóf í byrjun
mánaðarins framkvæmdir við bygg-
ingu nýrrar vélaskemmu við af-
leggjarann upp Kaldadalsveg ofan
við Húsafell. Verið er að taka grunn
fyrir 300 fermetra skemmu og eru
framkvæmdir við sjálfa bygginguna
að hefjast á næstu vikum. „Ætlun-
in er að skemman verði komin upp
fyrir sumarið eða í byrjun sum-
ars,“ segir Sigurður Skarphéðins-
son, framkvæmdarstjóri Into the
Glacier, í samtali við Skessuhorn.
Skemman verður notuð bæði sem
geymsla fyrir tæki og tól en einn-
ig til að sinna viðhaldi á búnaði fyr-
irtækisins. „Það er fyrir löngu orð-
ið tímabært fyrir okkur að fá þessa
aðstöðu. Við höfum fram til þessa
verið aðstöðulaus með öllu, bæði
hvað varðar geymslu og viðhald,“
segir Sigurður og heldur áfram:
„Við biðum í 15 mánuði eftir að-
alskipulagsbreytingu og deiliskipu-
lagsbreytingu svo við gætum fengið
samþykki. Ég veit að það er í raun
ekkert óeðlilega langur tími og við
höfum bara beðið þolinmóð og nú
er loksins hægt að hefjast handa.“
„Skemman er aðeins fyrsti fasi í
þeirri uppbyggingu sem við erum
að leggja í á þessu svæði. Við höf-
um hug á að byggja þarna enn frek-
ari aðstöðu til framtíðar,“ segir Sig-
urður. Í byrjun sumar verður trukk-
um fyrirtækisins einnig fjölgað en í
dag eru þeir fimm talsins, allir átta
hjóla. „Við eigum von á einum átta
hjóla trukki og einum sex hjóla sem
við erum að hanna í samvinnu við
framleiðandann úti. Þeir koma til
okkar í byrjun sumars,“ segir Sig-
urður. Aðspurður hvort starfsfólki
fyrirtækisins fari einnig fjölgandi
svarar Sigurður því játandi. „Við
erum með um 50 starfsmenn í vinnu
núna en þeim fer fjölgandi, sérstak-
lega starfsfólki í viðhaldshópi okkar
sem sér um viðhald bæði á göngum
og búnaði. Þá er einnig fyrirhugað
að ráða til okkar bifvélavirkja þeg-
ar verkstæðið í skemmunni verður
tekið í notkun. Það er alltaf nóg að
gera hjá okkur og fyrirtækið stöð-
ugt að stækka,“ segir Sigurður að
endingu.
arg
Byggja skemmu fyrir
tækjakost jöklafyrirtækis
Hér má sjá mynd af grunninum sem er verið að taka undir skemmuna.
Ljósm. Óskar Björnsson.
Nú styttist óðum í að strand-
veiðisjómenn haldi til hafs á ný,
en veiðar hefjast í byrjun næsta
mánaðar. Bræðurnir Bergvin
Sævar og Birgir Guðmundssynir
í Grundarfirði voru önnum kafnir
við að undirbúa Sif SH fyrir átök-
in í sumar en bátur þeirra hefur
jafnan verið með aflahæstu bátum
landsins yfir tímabilið.
tfk
Styttist í strandveiðarnar
Þeir línubátar sem gerðir eru út frá
Snæfellsbæ hafa margir róið und-
ir Látrabjarg eftir steinbít að und-
anförnu. Að sögn Andra Steins
Benediktssonar, framkvæmdastjóra
Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, hafa
bátarnir sótt í steinbítsveiðarn-
ar í þorskveiðistoppinu en þó hafa
nokkrir bátar byrjað veiðar fyrr
vegna lélegrar veiði á þorski. Andri
segir að ekki sé hátt verð á stein-
bítnum nú vegna mikil framboðs
og fárra kaupenda. „Við höfum
verið að selja steinbítinn slægðan
á þetta 90 til 100 krónur en stein-
bíturinn er allur slægður í landi hjá
okkur,“ segir Andri og bætir við að
sjómenn borgi 14 krónur fyrir kíló-
ið í slægingu, sem dregst af verði til
sjómanna.
Andri segir að Fiskmarkað-
ur Snæfellsbæjar hafi tekið á móti
486 tonnum af steinbíti frá 1. mars
síðastliðnum, mest af Kristni SH
sem hefur landað 228 tonnum og
Tryggva Eðvarðs SH sem hefur
komið með 151 tonn af steinbíti að
landi. Mjög langur tími fer í veið-
ar hjá línubátum enda langt sótt og
dugar varla sólarhringurinn til hjá
bátunum. af
Mokafli af steinbít en lágt verð fyrir aflann
Emil Freyr Emilsson skipstjóri á Guðbjart SH mokar steinbítnum inn fyrir.