Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Þráast við grillið Í miklu bjartsýniskasti síðastliðinn föstudag gerði ég tilraun til þess ómögulega. Í vestan strekkingsvindi og hita rétt ofan við frostmark kveikti ég undir grillinu á vestursvölum hússins út við svalan sæinn og reyndi að byggja upp nægjanlega hita. Það var náttúrlega vonlaust verk og eftir korters steikingu voru lærissneiðar af vænum dilk einungis komnar með fölbleikan lit, en með öllu hráar að innanverðu. Þarna var náttúrlega alls ekkert grillveður fremur en alla síðustu viku. Þótt dagatalið sýndi errlaus- an mánuð, sem undir venjulegum kringumstæðum þýðir í mínum huga kaldur á kantinum og grill í boði húsbóndans, þá átti það ekki við þennan dag. Inn hélt ég því með kjetið, snöggsteikti það á pönnu og skellti í ofn- inn. Grillið bíður því betri og hlýrri tíma. Meðan steikin snarkaði í ofninum renndi ég yfir fréttir blaðanna. Með- al annars las ég frásögn af ræðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, frá 1. maí. Mikið hafði þá þegar verið rætt um boðskap hans og ýmis hagsmunaöfl samviskusamlega tekið til háværra varna. Sennilega mun þessi ræða marka ákveðin þáttaskil í kjaraviðræðum. Ég leyni ekki þeirri skoðun minni að Ragnar Þór hefur fært býsna ferska vinda inn í annars ládauða hreyfingu launafólks. Það er nefnilega mín skoðun sem atvinnu- rekanda að kjör millistétta og þeirra lægst launuðu í okkar ágæta landi þurfa að vera öllum bjóðandi, ekki bara sumum. Lágmarkslaun eru undir þrjú hundruð þúsund krónum og af þeirri upphæð eru jafnvel greiddar um fimmtíu þúsund krónur í skatta. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig fólk sem hefur nettó 250 þúsund krónur til framfærslu á mánuði hreinlega geti það. Nægir að vísa til þróunar húsaleigu sem eðli máls- ins samkvæmt fylgir þróun fasteignaverðs. Við sjáum fréttir af ótrúlegum hækkunum húsaleigu, ekki síst í boði nýríkra fasteignafélaga sem rek- in eru af svokölluðum fagfjárfestum, lífeyrissjóðum og jafnvel þeim sem með réttu mætti kalla hrægamma samtímans. Í ræðu sinni vék Ragnar Þór að þeirri möntru sem segir að Íslendingar eiga aldrei að hafa haft það betra en einmitt nú kjaralega séð, aldrei hafi verið settir meiri peningar í grunnþjónustuna og kaupmáttur launa sé fordæmalaus. Þessu halda ráðamenn á lofti við hvert tækifæri sem gefst. Undir þann kór taka jafnvel fulltrúar ákveðinna verkalýðsfélaga sem halda því fram að mikill árangur hafi náðst á umliðnum árum. Ræddi Ragnar vítt og breitt um kaupmáttinn, heilbrigðiskerfið, fjármálakerfið og hús- næðismálið. Um þau síðastnefnda sagði hann meðal annars: „Húsnæðis- markaðurinn er vígvöllur þar sem almenningur er að berjast vopnlaus gegn leigurisum og okurlánastarfsemi fjármálakerfisins. Braskarar og stóreignafélög græða á tá og fingri á meðan sveitarfélög og stjórnvöld klóra sér í hausnum.“ Grunnþarfir okkar byggja á því að eiga í okkur og á, hafa húsaskjól og þá þjónustu sem okkur á að vera tryggð svo sem í formi vel rekins heil- brigðis- og menntakerfis. Ef útborguð laun duga jafnvel ekki til að standa straum af matarinnkaupum og húsaleigu, hvað þá öðru, þá er eitthvað mikið að. Á það bendir hin nýja forysta verkalýðsfélaga og svei þeim sem leyfa sér að mótmæla slíkum málflutningi. Ég kvarta ekki um kaup og kjör. Fram til þessa hef ég yfirleitt náð þeim launum að geta talist með miðlungstekjur. Þess vegna gat ég síðastliðinn föstudag baslað í þrjósku minni við að steikja lambalærissneiðar. En mik- ið lifandis ósköp og skelfing vildi ég óska að allir landsmenn hefðu efni á slíkum munaði. Þess vegna tek ég ofan fyrir þeim sem halda því fram að gæðum landsins er ekki réttlátt skipt og því muni í komandi kjaravið- ræðum ekki verða hvikað frá leiðréttingu í þeim efnum. Magnús Magnússon Leiðari Í síðustu viku var byrjað að rífa vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi í Snæ- fellsbæ og munu eigendur húss- ins, fyrirtækið Móabyggð í Reykja- vík, láta flytja það með skipi burt af staðnum. Að sögn Kristins Jónas- sonar bæjarstóra veittu skipulags- nefnd og bæjarstjórn samþykki fyr- ir niðurrifi hússins og því að það yrði fjarlægt af svæðinu. Húsið er um 7200 fermetrar að flatarmáli og var á sinni tíð byggt af félaginu Iceland Glacier Product. Eins og kunnugt er fór vatnsátöpp- un aldrei fram í húsinu. Félagið sem stóð fyrir byggingu hússins og væntanlegum vatnsútflutningi fór í þrot og húsið á uppboð í framhaldi þess. Reikna má með að ofantaka hússins sé ekki flókið verkefni þótt húsið sé mikið að vöxtum. Grind þess er úr límtré og það er síðan klætt með yleiningum sem festar eru með skrúfum utan á grindina. mm/af Vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi rifið Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er kenndur áfangi í tónlist. Þar er á ferðinni Stórsveit Snæfellsness sem samanstendur af nemendum FSN. Sveitin æfir tvisvar í viku all- an veturinn undir stjórn Baldurs Orra Rafnssonar. Nemendurnir sýndu afrakstur vetrarins í sal skól- ans miðvikudaginn 2. maí síðast- liðinn. Þá hljómuðu þekkt dæg- urlög í bland við klassískar perlur. Góður rómur var gerður að flutn- ingnum og ljóst að um afar hæfi- leikarík ungmenni er að ræða. tfk Big band tónleikar í sal FSN Framkvæmdir við byggingu vallar- húss við Ólafsvíkurvöll eru í full- um gangi sem og við völlinn sjálf- an og er allt kapp lagt á að hann og húsið verði tilbúið sem fyrst. Veðr- ið hefur þó aðeins verið að stríða þeim sem að verkinu koma. Búið er að reisa vallarhúsið og þegar þetta er skrifað er vonast til þess að þak- ið komist á sem fyrst. Inni í vallar- húsinu verður allt rafmagn og vatn ásamt stjórnborðum sem tengjast gervigrasinu. Þar inni verða einn- ig geymd öll áhöld, boltar og annað sem nota þarf á knattspyrnuæfing- um. Einnig verður sópurinn fyrir gervigrasið geymdur þar. þa Búið að reisa vallarhús við Ólafsvíkurvöll Foreldrafélag leikskól- ans Hnoðrabóls í Reyk- holtsdal fór í vorferð að Ökrum á Mýrum þriðju- daginn 1. maí síðastlið- inn. Ágætis veður var, á milli élja. Góðar mót- tökur voru svo hjá Önnu Dröfn Sigurjónsdótt- ur í Ensku húsunum, en þar var grillað fyrir hópinn. Loks var kom- ið við í Samgöngusafn- inu í Brákarey. Meðfylgj- andi myndir tók Jósefina Morell í ferðinni. mm Hnoðrabólsfólk í menningarferð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.