Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 21 Veiti stuðning og ráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög með fókus m.a. á: Rekstur og efnahag Stefnumótun í rekstri/eigin lífi Sölu og markaðsmál Þjónustu Gæði, nýtingu, afköst, verð Verkefnastjórnun (eða stök verkefni) Fyrirtækjamenningu Mannauðsmál Leiðir til að fjölga farsælum ákvörðunum einstaklinga/ starfsmanna/stjórnenda Breytingastjórnun Ná sátt/samvinnu á milli aðila Forvarnir/stefnumótun/íþróttir Víðtæk stjórnunar- og lífsreynsla. Nánar á www.studningur.is. Sturlaugur Sturlaugsson Cand. Oecon./ Viðskiptafræðingur Sími +354 8960162 Sturri@studningur.is Uppl. á www.linkedin.com Gjaldtaka pr. tíma / fast verð / án gjaldtöku eftir verkefnum/aðstæðum. Sæki þekkingu/stuðning til annarra eftir umfangi verkefna. M.a. í samstarfi við : www.skaginn3x.com (sturri@skaginn3x.com) www.knarrmaritime.is (sturri@skaginn3x.com) www.ritari.is (sturri@ritari.is) Sóknarnefnd Borgarnessóknar auglýsir eftir kirkjuverði og meðhjálpara við Borgarneskirkju. Um er að ræða fullt starf. Í starfinu felst meðal annars umsjón með kirkju og safnaðarheimili, þar með talin útleiga og þrif. Einnig þjónusta meðhjálpara. Sömuleiðis þáttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi og umsjón með kirkjugarði. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru er þeir vilja að fram komi. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og veita heimild fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Nánari upplýsingar veita formaður sóknarnefndar Þorsteinn Eyþórsson, s. 842-5661 og sóknarprestur Þorbjörn Hlynur Árnason s. 698-8300. Umsókn skal skila til formanns sóknarnefndar, Þorsteins Eyþórssonar, Arnarkletti 32, 310 Borgarnes. Starf kirkjuvarðar við Borgarneskirkju auglýst til umsóknar SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Maríanna Filipa Cabrita er fædd og uppalin á Akranesi og hefur búið þar alla tíð. Sambýlismaður henn- ar er Arnoldas Lucun sem flutti til Íslands frá Litháen fyrir átta árum og saman eiga þau Armand Þór Arnoldsson, tíu mánaða. Maríanna segir það alltaf hafa verið hennar draum að geta lifað af því að vinna með dýrum. Nú vinnur hún hörð- um höndum að því að láta þann draum verða að veruleika en hún hyggst opna hundasnyrtistofu á Akranesi. Við heimsóttum Marí- önnu og fengum að heyra nánar um áform hennar varðandi snyrti- stofuna. Hundar hafa alltaf spil- að stórt hlutverk í lífi Maríönnu en hún ólst upp með nokkrum litlum ferfætlingum sem mamma hennar ræktaði. „Ég hef átt hunda frá því ég var sjö ára og mér líður best innan um dýr og þá sérstak- lega hunda. Dýrin gefa mér bara eitthvað sem fólk getur ekki gef- ið. Mig dreymir um að vera alltaf umvafin hundum,“ segir Maríanna brosandi. Byrjaði allt með bráðaofnæmi Eftir að hafa verið á vinnumark- aði í nokkur ár án þess að finna starf við sitt hæfi fékk Maríanna vinnu hjá Vigni G Jónssyni á Akra- nesi. Fljótlega eftir að hún hóf þar störf greindist hún með bráðaof- næmi fyrri hrognunum sem þar eru verkuð og varð því samstund- is að hætta störfum. „Þar sem ég varð að hætta af heilsufarsleg- um ástæðum fékk ég enn laun í þrjá mánuði. Arnold kom þá með hugmyndina að ég myndi fara út til að læra hundasnyrti því hann vissi hversu mikinn áhuga ég hef á hundum. Hann hafði þó ekki hug- mynd um að þetta væri langþráður draumur. Ég lét til leiðast og ákvað að nýta þessa mánuði sem ég var á launum til að fara til Englands að læra hundasnyrtingu,“ segir Marí- anna og útskýrir að námið sem hún tók geri hana að viðurkenndum hundasnyrti í Bretlandi og hluta af British Dog Groomers Asso- ciation. „Ég fór á mjög krefjandi námskeið þar sem ég lærði allt það helsta varðandi feld- og húðum- hirðu hunda. Eftir að hafa staðist lokapróf sé ég loks fram á að geta fengið starf sem hentaði mér og nú er loksins að koma að því. Þeg- ar ég verð búin að opna stofu mun ég vera í besta starfi í heimi, fyr- ir utan að vera mamma hans Arm- ands,“ segir hún brosandi. Feldumhirða er lykilatriði fyrir vellíðan hunda Tvö ár eru liðin frá því Maríanna lauk námi í hundasnyrtingu en síðan þá hefur hún verið að snyrta hunda fyrir vini og kunningja en nú er komið að því að opna stof- una langþráðu. „Ég hef verið að snyrta fyrir kunningja til að safna í reynslubankann svo ég geti farið aftur út að læra meira. Það er mælt með því að maður snyrti ákveðið marga hunda áður en maður heldur áfram á næsta námskeið en ég stefni á að fara aftur út á þessu ári eða í byrjun næsta árs,“ segir hún. En er mikil eftirspurn eftir hundasnyrtingu? „Ég hef fundið að það er þörf fyrir hundasnyrti en ég er eini menntaði hundasnyrtirinn á Vesturlandi,“ segir hún og bætir því við að þó séu nokkrir ómenntaðir sem taki að sér snyrtingar. „Margir hundaeigendur hafa hvorki kunn- áttu né búnað til að hugsa um feld- inn á sínum hundum og þá er best að leita aðstoðar. Rétt meðhöndlun á feldi er lykilatriði til að hundin- um líði sem best. Feldurinn hefur ákveðna eiginleika sem eru mikil- vægir fyrir hundinn og fer það eft- ir tegundum hverjir eiginleikarnir eru. Röng umhirða getur orðið til þess að ákveðnir eiginleikar í feld- inum skemmast og það getur orsak- að vanlíðan hjá hundinum. Hundar með mjög sítt hár eða þéttan feld geta auðveldlega fengið flækjur og þá geta myndast sýkingar í húð og jafnvel ígerð. Sumar feldgerðir eru ekki aðeins til að verja hundinn fyr- ir kulda heldur einnig fyrir hita. Ef slíkur feldur er rakaður af getur það haft þær afleiðingar að hundinum verður of heitt eða sólbrennur auk þess sem feldurinn gæti skemmst varanlega. Það er svo margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að feldinum á hundunum okkar svo það er mikilvægt að leita til ein- hvers sem kann til verka.“ Mælir með að fólk leiti sér aðstoðar Aðspurð hvað hún myndi ráðleggja eigendum hunda með feld sem þarf mikla umhirðu segir Maríanna það mikilvægt að bursta feldinn alla daga. „Helstu mistökin sem fólk gerir er að bursta ekki nógu oft eða nota ekki réttan bursta og þá gætu myndast flækjur sem erfitt er að ná úr. Ég mæli með að ef fólk er með síðhærða hunda að greiða þá á hverj- um degi og fara með þá í hunda- snyrtingu mjög reglulega. Það er líka mikilvægt að nota sjampó sem hæfir feldi hundsins en það er mis- jafnt eftir tegundum hvaða sjampó hentar best. Ég mæli alltaf með að fólk kynni sér þetta vel og leiti að- stoðar.“ arg/ Ljósm. úr einkaeigu Lét rætast langþráðan draum um að gerast hundasnyrtir Það er ekki aðeins mikilvægt að huga að feldinum heldur þarf líka að gæta þess að klippa alltaf klærnar en Maríanna tekur einnig að sér að gera það. Maríanna að snyrta hundinn sinn hana Stjörnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.