Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201820 ÍA hafnaði í 5. sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu að loknu síð- asta sumri eftir fall úr efstu deild árið áður. Helena Ólafsdóttir er nú að hefja sitt annað keppnistíma- bil sem þjálfari liðsins. Hún segir eftirvæntingu ríkja fyrir sumrinu. „Sumarið leggst vel í okkur þjálf- arana. Tíminn sem búið er að bíða eftir í allan vetur er að renna upp, við hlökkum til og erum þokka- lega bjartsýnar á sumarið,“ segir Helena í samtali við Skessuhorn. „Stelpurnar hafa lagt hart að sér í vetur og við höfum unnið í ýmsum hlutum. Við leggjum áherslu á að liðið sé í góðu standi, leikmenn í góðu líkamlegu formi. Einnig höf- um við unnið töluvert í varnar- leiknum í vetur. Við vorum með- vitaðar um það eftir síðasta mót að við fengum of mörg mörk á okk- ur. Því hefur markvisst verið unn- ið í varnarleiknum, ásamt því að slípa aðra hluti,“ segir Helena. Liðið hefur ekki gengið í gegnum miklar mannabreytingar en það er einmitt í vörninni þar sem breyt- ingar hafa orðið. Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Birta Stefáns- dóttir, miðvarðapar síðasta sum- ars, verða ekki með liðinu á kom- andi tímabili. „Þess vegna höfum við þurft að þjálfa nýja leikmenn upp. Við erum ánægðar með stelp- urnar sem komu inn í hafsentinn í staðinn en auðvitað hafa þær þurft smá tíma til að venjast því að spila með hvorri annarri,“ segir Helena. „Síðan ákvað Katrín María Ósk- arsdóttir markvörður að taka sér frí og við þurftum að sækja mark- mann. Við töldum ekki eðlilegt að láta kornungan leikmann úr 2. flokki taka á sig alla ábyrgðina og að auki standa eina í því. Þess vegna fengum við Tori Ornela, sem spilaði með Haukum í fyrra, til liðs við okkur. Hún hefur kom- ið virkilega vel inn í liðið,“ bætir hún við. Byggja upp lið til framtíðar Aðspurð segir Helena að helsta markmið sumarsins séu framfarir liðsins. „Stelpurnar hafa sagt það sjálfar að þær vilji gera betur en í fyrra, þegar við enduðum mót- ið í 5. sæti. Við þjálfararnir erum á sömu blaðsíðu. Í sumar á ÍA að geta þrýst á liðin sem verið er að spá upp um deild og vera sam- keppnishæft við topplið deildar- innar,“ segir Helena. „Alltaf erum við samt meðvitaðar um að við erum að þjálfa upp ungt lið. Það er verið að leggja grunn að góðu liði til næstu ára. Það verður að horfa til framtíðar þannig að þegar sá tími kemur að við förum upp þá verðum við með lið sem plumm- ar sig þar,“ segir hún en bætir því við að allt geti gerst í sumar. „Það sýndi sig í fyrra að 1. deildin er frá- bær deild og ég held að hún verði ennþá betri í ár, jöfn og skemmti- leg þar sem allir geta unnið alla. Það getur allt gerst í þannig deild en stærsta markmiðið okkar er að gera betur í heildina en í fyrra. Fyrst og fremst viljum við sjá stíg- anda í leik liðsins,“ segir Helena og væntir þess að leikmenn bæti sig. „Ég geri alltaf þær væntingar til leikmanna að þeir bæti leik sinn og séu agaðir á vellinum,“ segir hún. „Það hefur lengi verið þekkt í boltanum að það sé erfitt að spila á Skaganum, liðin séu baráttuglöð og með sterka liðsheild. Við höf- um lagt mikið upp úr að byggja upp sterka liðsheild í vetur og við viljum sýna það í sumar. Liðsheild og barátta verða okkar aðalsmerki, það labbar enginn í gegnum okk- ur,“ segir Helena. „Bæði leikmenn og þjálfarar leggja sig fram um að hafa andrúmsloftið í kringum lið- ið jákvætt. Ég held að slíkt sé mik- ilvægt, sama hvernig gengur og ekki síst þegar hópurinn er ungur. Við verðum að styðja við bakið á hvorri annarri.“ „Passjón fyrir boltanum“ Fyrsti leikur ÍA í 1. deildinni er útileikur gegn Haukum á föstu- daginn 11. maí næstkomandi. Fyrsti heimaleikurinn fer síðan fram á Akranesvelli fimmtudaginn 17. maí og vonast Helena auðvi- tað til að Skagamenn fjölmenni á völlinn í sumar. „Ég hvet að sjálf- sögðu alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum í sumar. Stuðningurinn við liðið hefur verið góður. Við eigum mjög flott fólk hér á Akranesi og það er passjón fyrir boltanum. Liðið kann að meta það,“ segir hún. „Inkasso, sem er styrktaraðili 1. deilda karla og kvenna, hefur staðið sig vel í að kynna deildina og ætlar að hafa jafn mikið verðlaunafé fyrir öll sæti í 1. deild karla og kvenna. Það er breytt landslag í kvennaboltanum sem er alveg geggjað,“ segir Hel- ena Ólafsdóttir að endingu. kgk „Stærsta markmiðið að gera betur en í fyrra“ - segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA. Leikmenn ÍA fagna marki á Akranesvelli síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Kvennamótið Skyttan 2018 var haldið laugardaginn 5. maí síðast- liðinn á skotæfingasvæði Skotfélags Snæfellsness. Mótið er árlegt leir- dúfuskotmót sem hefur verið haldið víðsvegar um landið þar sem konur á öllum aldri hittast og skjóta sam- an. Keppendurnir í ár komu frá sex skotfélögum víðsvegar af land- inu. Markmið kvennamótsins er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í skotíþróttum en fyrsta mótið var haldið 2010. Keppendur á mótinu fengu að kynnast vel flestum veð- urbrigðum staðarins á meðan mót- ið fór fram en allir skemmtu sér þó vel og var mótið vel heppnað í alla staði. tfk Kvennamótið Skyttan Keppendur létu veðrið ekki stoppa sig í að hafa gaman. Jón Pétur Pétursson formaður Skotfélags Snæfellsness. Laugardaginn 28. apríl var hald- ið árlegt Vesturlandsmót í loft- greinum í inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgar- nesi. Keppt var í loftskammbyssu karla og kvenna, loftrifflum karla og kvenna og í skammbyssu og riffli í unglingaflokkum kvenna. „SkotVest þakkar mótanefnd og þátttakendum kærlega fyrir þátt- ökuna,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. Helstu úrslit Vesturlandsmóts- ins voru eftirfarandi: Loftskammbyssa karla Elías M. Kristjánsson, SKA Þórður Ívarsson, SA Ingvi Eðvarðsson, SK Elías er Vesturlandsmeistari í loft- skammbyssu og vann mótið. Loftskammbyssa kvenna Jórunn Harðardóttir, SR Bára Einarsdóttir, SFK Þorbjörg Ólafsdóttir, SA Loftskammbyssa, ungling- flokkur kvenna Sóley Þórðardóttir, SA Sigríður Láretta Þorgilsdóttir, SA Loftriffill karla Guðmundur H. Christensen, SR Þórir Kristinsson, SR Þorsteinn Bjarnason, SR Einnig keppti Björn G. Hilmars- son, SKA og er hann því Vestu- landsmeistari. Loftriffill kvenna Jórunn Harðardóttir, SR Bára Einarsdóttir, SFK Guðrún Hafberg, SFK Loftriffill, unglingaflokkur kvenna Viktoría Bjarnason, SR kgk Úrslit frá Vesturlandsmóti í skotfimi Keppni í fullum gangi í aðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Elías M. Kristjánsson, Vesturlands- meistari í loftskammbyssu og sigur- vegari mótsins. Björn G. Hilmarsson, Vesturlands- meistari í loftriffli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.