Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað finnst þér best á pizzuna? Spurni g vikunnar Hjördís Garðarsdóttir Ostaveisla Ingibjörg Anna Elíasdóttir Pepperoni, sveppir og laukur Ingibjörg Gestsdóttir Sveppir, beikon, laukur og gráð- ostur Stefanía Sunna Róbertsdóttir Pestó, kjúklingur, kasjúhnetur, parmesanostur og rauðlaukur Jóhanna Guðrún Gunnars- dóttir Gráðostur, paprika og skinka (Spurt á Akranesi) Leikið var í 32 liða úrslitum Mjólk- urbikars karla í knattspyrnu í byrj- un síðustu viku. Þrjú Vesturlands- lið voru enn með í keppninni áður en umferðin hófst; ÍA, Víkingur Ó. og Kári. Öll sigruðu þau sína leiki og eru því komin áfram í 16 liða úr- slit. Næsta umferð bikarsins verður leikin dagana 30. og 31. maí næst- komandi. Frábær byrjun ÍA á Selfossi ÍA reið á vaðið 30. apríl þegar lið- ið mætti Selfossi á útivelli. Bæði lið leika í 1. deild á komandi sumari. Skagamenn hófu leikinn af krafti og komust yfir strax á 2. mínútu með marki frá Arnari Má Guðjónssyni. Aðeins mínútu síðar var brotið á Ólafi Val Valdimarssyni í vítateign- um og vítaspyrna dæmd. Þórður Þorsteinn Þórðarson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Frábær byrj- un Skagamanna sló heimamenn út af laginu og þurftu þeir góðan tíma til að komast inn í leikinn aftur. Þeir náðu að minnka muninn á 25. mín- útu með marki frá Gilles Ondo en Skagamenn voru áfram sterkari. Á 43. mínútu fékk Stefán Teitur Þórð- arson laglega stungusendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 1-3 fyrir ÍA. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Skaga- menn láu til baka, þéttu vörnina og beittu skyndisóknum. Á 85. mín- útu kom löng sending fram völlinn, beint á Steinar Þorsteinsson sem var einn og óvaldaður. Hann skor- aði fjórða mark ÍA og innsiglaði 1-4 sigur. Í næstu umferð bikarsins fara Skagamenn suður með sjó og mæta úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Augljós getumunur Þriðjudaginn 1. maí ferðuðust liðs- menn Víkings Ó. til Hveragerðis og mættu 4. deildar liði Hamars. Heimamenn byrjuðu leikinn afar vel, náðu forystunni strax á 4. mín- útu með marki frá Samuel Mason og komust síðan í 2-0 á 25. mín- útu þegar Samuel skoraði aftur. En eftir það tóku liðsmenn Víkings Ó. við sér og sýndu af hverju þeir eru þremur deildum fyrir ofan Hamar. Þeir minnkuðu muninn á 31. mín- útu þegar heimaenn skoruðu sjálfs- mark. Skömmu síðar jöfnuðu þeir metin með marki frá Kwame Quee og rétt fyrir hálfleik voru þeir komn- ir yfir eftir að Emmanuel Eli Keke skoraði. Staðan 2-3 í hálfleik. Bjart- ur Bjarmi Barkarson kom Víkingi í 2-4 snemma í síðari hálfleik en eftir það varð bið á næstu mörkum. Ívar Reynir Antonsson kom Víkingi í 2-5 á 82. mínútu en heimamenn náðu að klóra í bakkann undir lokin með marki Dimitrije Pobulic og lokatöl- ur urðu 3-5 fyrir Víking Ó. Ólafs- víkingar mæta Fram á útivelli í 16 liða úrslitum bikarsins. Markaregn í framlengingu Káramenn voru rauðklæddir á bar- áttudegi verkalýðsins þegar þeir tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í Akraneshöllinni. Bæði leika lið- in í 2. deildinni. Leikurinn var væg- ast sagt kaflaskiptur og úrslitin réð- ust ekki fyrr en eftir framlengingu. Káramenn voru heilt yfir sterkari í venjulegum leiktíma en Hattarmenn vörðust vel og léku skipulega. Með heppni hefðu gestirnir hæglega geta stolið sigrinum. Markalaust var eft- ir 90 mínútur en mörkunum átti eft- ir að rigna inn í framlengingunni. Jón Vilhelm Ákason kom Kára yfir á fyrstu sekúndum framlengingarinn- ar með skalla af stuttu færi eftir góða sókn Kára og ótrúlega markvörslu markvarðar Hattar. Skömmu síðar jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir gestina og staðan 1-1 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Eftir að flaut- að var til síðari hluta framlenging- ar náðu Káramenn góðum kafla og gerðu út um leikinn. Á fjögurra mín- útna kafla skoraði Ragnar Már Lárus- son tvisvar og Jón Vilhelm einu sinni og Káramenn komnir í 4-1. Halldór Bjarki Guðmundsson minnkaði met- in í 4-2 á 112. mínútu en Alexand- er Már Þorláksson innsiglaði 5-2 sig- ur Kára á lokamínútunni. Káramenn eru þar með komnir í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar mæta þeir úrvalsdeild- arliði Víkings R. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk Öll Vesturlandsliðin áfram í bikarnum Steinar Þorsteinsson skoraði fyrir ÍA í stórsigri á Selfyssingum. Ljósm. úr safni/ gbh. Fjórtán ungir og efnilegir sund- kappar úr Sundfélagi Akraness héldu í keppnisferð til Farum í Danmörku um liðna helgi. Í til- kynningu frá sundfélaginu segir að sundkapparnir hafi staðið sig vel og margir bætt sinn besta árangur. Kristján Magnússon vann gull- verðlaun í 100 m skriðsundi og hreppti bronsið í 200 m skriðsundi, 100 m baksundi og 50 m baksundi. Guðbjarni Sigþórsson setti tvö ný Akranesmet í mótinu. Hann bætti eigið Akranesmet í 100 m flugsundi um fjórar sekúndur og eigið met í 50 m flugsundi um hálfa sekúndu. Þá náðu þrír sundmenn í fyrsta sinn lágmörkum fyrir Aldursflokka- meistaramót Íslands. Það voru þau Auður María Lárusdóttir, Mateusz Kuptel og Bjarni Snær Skarphéð- insson. „Mótið fór fram á laugardag og sunnudag en eftir það héldu krakk- arnir til Kaupmannahafnar þar sem borgin var skoðuð og Tívolí heim- sótt,“ segir í tilkynningu sund- félagsins. kgk Gerðu gott mót í Danmörku Keppendur Sundfélags Akraness á mótinu í Danmörku. Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Íris Rakel Aðalsteinsdóttir, Kristján Magnússon, Auður María Lárusdóttir, Karen Káradóttir, Helga Rós Ingimarsdóttir, Íris Petra Jónsdóttir, Aldís Thea Glad Danielsdóttir, Freyja Hrönn Jónsdottir, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Tómas Týr Tómasson, Mateuz Kuptel og Guðbjarni Sigþórsson. Krakkarnir njóta sín í veðurblíðunni í Danaveldi. Víkingur Ó. vann góðan útisigur á ÍR, 0-2, þegar liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu á laugardag. Þeir Ibrahim Sorie Barrie og Gonzalo Zamor- ano skoruðu mörk Víkings í síðari hálfleik. Heimamenn í ÍR voru heldur ákveðnari í upphafi leiks en liðs- menn Víkings Ó. náðu helst að ógna markinu eftir föst leikatriði. Leikurinn var engu að síður nokk- uð líflegur eftir að liðin höfðu gefið sér nokkrar mínútur í að læra inn á vindinn. Litlu munaði að ÍR-ing- ar kæmust yfir á 20. mínútu en þeir skölluðu boltann rétt yfir eftir góða fyrirgjöf. Næsta korterið eða svo datt leikurinn aðeins niður og fátt markvert gerðist. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Ólafsvíkingar mun hættulegri. Fyrst átti Krist- inn Magnús Pétursson skot rétt framhjá úr dauðafæri eftir undir- búning Gonzalo. Næst átti Kwame Quee þrumuskalla að marki ÍR sem Patrik Sigurður Gunnarsson varði meistaralega og staðan markalaus í hléinu. Síðari hálfleikur var daufur fyrst um sinn og sterkur vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir. Það var því nánast sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur skoraði á 57. mín- útu. Gonzalo átti góða hornspyrnu sem skoppaði í gegnum þvöguna á Ibrahim sem þrumaði honum upp í markhornið. ÍR-ingar sóttu aðeins í sig veðrið eftir markið en sköp- uðu sér engin alvöru færi. Það var heldur að Víkingur bætti við. Sú varð einmitt raunin á 83. mínútu. Ingibergur Kort Sigurðsson átti þá góðan sprett upphægri kantinn áður en hann lagði boltann á Gon- zalo sem skoraði af öryggi og inn- siglaði sigur Víkings. Með sigrinum krækti Víkingur Ó. í þrjú stig og situr liðið í öðru sæti deildarinnar með þrjú stig, rétt eins og HK og ÍA í sætunum fyrir ofan og neðan. Næst mætir Víking- ur Ó. liði HK. Sá leikur fer fram í Kórnum í Kópavogi næstkomandi laugardag, 12. maí. kgk Víkingur Ó. sótti sigur í fyrsta leik Svipmynd frá leiknum á laugardaginn. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.