Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201818 Næstkomandi laugardag, 12. maí. verður haldinn krakka flóamarkað- ur í Brákarey í Borgarnesi, en það er Heiður Hörn Hjartardóttir sem stendur fyrir markaðinum. Þang- að geta krakkar komið með leik- föng, bækur, spil, eða annað sem þau eru hætt að leika sér með og selt eða skipt við aðra krakka. Að sögn Heiðar er komin ágætis þátt- taka en enn eru nokkur pláss laus. Til að taka þátt þarf að panta pláss fyrir föstudaginn 11. maí og koma með borð, hjólbörur eða annað til að raða hlutunum á. Þátttökuverð er 300 krónur og hægt er að finna nánari upplýsingar hjá Heiði, á Fa- cebook-viðburðinum „Krakka flóa- markaður, Brákarey“ eða á netfang- inu bjarg@simnet.is. arg Krakka flóamark- aður á laugardaginn Á krakka flóamarkaði í Brákarey á laugardaginn geta krakkar komið og selt hluti sem þau eru hætt að nota. Fyrir nokkrum árum tíðkað- ist það að halda svokallaða Vor- gleði í Grundarfirði. Þá tóku sig saman grundfirskir tónlistarmenn og söngvarar og héldu skemmt- un í Samkomuhúsi Grundarfjarð- ar. Síðast var haldin vorgleði árið 2005 en þá gekk hún svo vel að hún fór í útrás og var flutt á Broad- way í Reykjavík síðar sama ár, þar sem Grundfirðingar skemmtu fyr- ir fullum sal af fólki. En eftir það lagðist þessi hefð af og hefur ekki verið haldin vorgleði síðan þá. Nú á að endurvekja vorgleðina og hafa tónlistarmenn og söngvar- ar bæjarins verið við stífar æfing- ar undanfarnar vikur. Herlegheitin verða haldin í Samkomuhúsi bæj- arins föstudaginn 11. maí næst- komandi. Þar verður hlaðborð frá Bjargarsteini áður en skemmtiat- riðin hefjast og ljóst að það verð- ur mikið fjör þarna. Fyrir áhuga- sama er skráning á gleðina í fullum gangi á netfanginu tomasfreyr@ gmail.com. tfk Vorgleði 2018 haldin í Grundarfirði Hópurinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara eftir eina æfinguna á dögunum. Biskup Íslands hefur skipað Arnald Mána Finnsson í embætti sóknar- prests í Staðastaðarprestakalli á Snæ- fellsnesi til næstu fimm ára. Vígsla Cand. theol. Arnaldar fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík á annan dag hvítasunnu, en þá vígist einnig Kristján Arason til þjónustu í Pat- reksfjarðarprestakalli. Vígslan fer fram þann 21. maí en Kristján á ein- mitt einnig tengingar við sveitirnar í sunnanverðu Staðastaðarprestakalli og verður því ærið tilefni fyrir marga að gleðjast. Kjörnefnd var einhuga í vali sínu og skipar biskup í embættið í samræmi við niðurstöðuna en fimm umsækjendur voru upphaflega um stöðuna. Tveir drógu til baka. Þess má geta að Arnaldur varð þriðji í kosningu um embættið fyrir þremur árum og því öllum hnútum kunnug- ur. Skipun hans tekur gildi 1.júní og mun hann hafa aðsetur á Staðastað. Beint í djúpu laugina „Þetta verður spennandi verkefni, fyrsta brúðkaupið á hádegi fyrsta vinnudaginn og svo athafnir alla daga fyrstu vikuna. Ég mun þó predika á Hellnum á uppstigningardag í sam- eiginlegri guðsþjónustu kirkjustarfs aldraðra í Snæfellsbæ,“ segir Arnald- ur en kveðst þó ekki kvíða þeim ögr- andi verkefnum sem framundan eru. Hann lauk kandídatsprófi í febrúar 2013 en hefur síðan starfað við fjöl- miðla og margvísleg menningarverk- efni á Vestfjörðum og Austurlandi auk kennslu. „Þessi störf eru þann- ig að maður er alltaf að koma fram á einhvern hátt og um leið að sinna þjónustu við fólk. Það verður aðeins gert af alúð og með virðingu fyr- ir öllum hlutaðeigandi og því er það mikilvægt að finna hlýhug strax frá byrjun. Heimafólkið kallar til þjón- ustu þegar í stað og það er mikilvægt veganesti,“ segir Arnaldur. Fyrir utan giftingarnar er búið að kalla eft- ir skírn og fermt verður í júní einnig, svo það reynir á fjölbreytta þjónustu prestsins þegar í stað. Fjölbreyttur bakgrunnur „Það vex mér ekki í augum að taka til starfa en mér er sérstakt þakklæti í huga að fá að prédika á Sjómanna- daginn á Ingjaldshóli og í Ólafsvík, því sjómennskan var mér kær og lær- dómsrík. Hún er að mínu viti hluti af því að átta sig á lífssamhengi manns sjálfs, eins og stórs hluta þjóðarinn- ar allrar í raun,“ bætir Arnaldur við, en hann býr ásamt Körnu Sigurðar- dóttur og börnum þeirra í Neskaup- stað. Hún starfar sem forstöðumað- ur Menningarstofu og Tónlistar- miðstöðvar Austurlands og er ættuð að austan en Arnaldur er að vestan. „Við þekkjum lífið og tilveruna bæði í sveitasamhengi, í tengslum við landbúnað og ferðaþjónustu, eins og samfélagsdýnamíkina í sjávarplássi. Auðvitað eru engir tveir staðir eins, en við erum mjög spennt fyrir því að setjast að á Staðastað. Það eru for- réttindi og vel tekið á móti okkur, sendar vísur og heillaóskir úr öll- um áttum. Þetta er staður sem hefur mikið sögu- og menningarlegt gildi og stefnan er sett á að rækta þau,“ segir Arnaldur en hann telur það beinlínis vera hlutverk sóknarprests að halda reisn staðarins og virðingu á lofti. „Allar þessar sérstöku og fal- legu kirkjur sem eru í prestakallinu eru til marks um sjálfsvirðingu þjóð- ar og sögu, og virðing við hana felst meðal annars í því að halda kirkj- unum til haga og viðhalda hlutverki þeirra sem vettvangi samhugar og gleði í lífi og starfi fólksins.“ Vísa sem Arnaldi var nýverið send er svona: Nú glottir Guð í skýjum og glætu sendir niður á Nes með presti nýjum; náð sé með og friður. Andríkur og ábyrgur Arnaldur segist hafa lært það af góðum manni að það væri heilla- vænlegast að tala minna um það sem maður ætli að gera, því það séu verkin sem tali og hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að verða verkefnalaus. „Góður prestur verður að vera andríkur og ábyrg- ur, kunna sér hóf og deila kjör- um með sínu fólki. Þá verða verk- efni fólksins manns eigin og mað- ur sjálfur hluti af þeirri sögu sem fólk ber vitni. Það vantar ekki nýj- ar hugmyndir eða lausnir, heldur eljusemi og þolgæði við að túlka og miðla aldagömlum boðskap um kjarna tilverunnar inn í aðstæð- ur fólks. Ég lærði guðfræði til að geta tekist á við það og þar lærði ég líka að það eru margar leið- ir færar. Ég vona á að sýni maður sveigjanleika þá falli þetta saman og geti á endanum orðið líkt og leggist lag að ljóði. Og með því einu er hægt að gefa tóninn,“ seg- ir Arnaldur Máni að endingu. mm Arnaldur Máni skipaður sóknarprestur á Staðastað: Vígsla og embættistaka innan skamms Arnaldur Máni Finnsson. Ljósm. Austurfrétt. Kirkjan á Staðastað á Snæfellsnesi. Arnaldur ásamt Þorfinni Sigurerni, yngri syni þeirra hjóna, við Garda-vatnið á Ítalíu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.