Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 85 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Góð- semi.“ Vinningshafi er Guðbjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, 310 Borgarnesi. Nauð- syn Tátan Áhald Frítt Nudd Saknar Skalli Einstigi Áhald Ókunn Slæm Tæma Rölt Hug- rekki Öslaði Gruna Krullar Hugs- anir Fljótar Göfgi Nægtir Hreinsa Greinar- merki Geð Spunn- um Suðar Tónn Sniðug- ir Sár Beint Hugsar Gremja Fæddu 5 Ás Strax Niður Flokkur Ofnar Hönd Fljótur Dót Sjór 8 Listi Sletta Bardagi 10 Svara Drykkur Þegar Fjas Svall Grípa Kv.fugl Gaf Beitan Þófi Fag Skyldar Duft 6 Yfir- höfnin Ergja 2 Alda Sk.st. Skrá Fas Hring- fara Ílát Rigs Yljar Eyða Leiðsla Iðkar Nóa Hrina Lokað Glöð Blóm Rakna Eðli Rann- sókn 3 Svefn Orka Smábýli Missir Ögn Auður Fræg 9 Himinn Mauk 1 Reisn Plan Bera á Kúga Keyra Lít Hjarir Tónn þröng Sam- hljóðar Á skipi Rödd Hreyf- ing Heitir Af Ílát Mjög Kall 4 Skæði Gelt Sleip Von Drift Ungviði 7 Kl. 3 Aðför Í bítið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 H A M P I P L Ö G G A L A O K A R L J Ó R I S K A R L A S Ó N A T R E K K U R L A U F Æ T T Á N Ú S O U S S A R T A D Á F A N G R A L L S K R E F F A R G E R I L L Æ Æ Ð A A T A I R I F T I L Á S A L A N N S T R A X S T L O K I N Á E F S A A F M Á S E K K S P Á Æ T L A Ð I R A U S N A M A R O R L H R R Ó A R I L Ó F K U L L A A T E N T I S T R Á Í S U R T I N I K T I R R F A G A Ð I L I S N Ó T I G L U S U N D E R N L A R A U F T R G B Y R A M L G Ó Ð S E M I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Hið árlega átak Hjólað í vinnuna, stendur yfir dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsmanna á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verk- efnið fór af stað. Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem stendur fyrir því. „Meginmark- mið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvæn- um og hagkvæmum samgöngu- máta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel frá upphafi og verkefnið skapað alla jafna góða stemningu á vinnustöðum lands- ins,“ segir í tilkynningu frá ÍÓÍ. mm Verkefnið Hjólað í vinnuna hafið Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hóf átakið ásamt fleira góðu fólki. Undir yfirborðinu nefnist ný ís- lensk heimildamynd um sjókvíaeldi á laxi hér á landi og víðar í heim- inum. Myndin verður sýnd í Ríkis- sjónvarpinu sunnudaginn 13. maí kl. 20.15. Í henni er fjallað um meng- un af sjókvíaeldi og hættuna á erfða- blöndun við villtu íslensku laxastofn- ana. „Þetta snýst fyrst og fremst um náttúru Íslands,“ segir leikstjórinn Þorsteinn J. „Það er í rauninni eng- inn á móti laxeldi heldur þeirri að- ferð sem notuð er við eldið. Sjókví- aeldi á laxi er mengandi iðnaður, vegna þess að fóðrið og úrgangur- inn úr fiskinum safnast saman undir kvíunum. Það er einnig stórkostleg ógn við íslenska náttúru að ala frjó- an norskan fisk í kvíunum. Erfða- nefnd landbúnaðarins vill til að mynda stöðva allt sjókvíaeldi á laxi í fjörðum við Ísland af þessum sök- um,“ segir leikstjórinn. Um 1500 eigendur búajarða á Ís- land eiga lax- og silungsveiðirétt. „Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal er jafn- framt formaður veiðifélags Norð- urár. Hún bendir á þetta í viðtali í myndinni. Það er ótrúlegt að það skuli ekki verið haft neitt samráð við allt þetta fólk, sem á mikla hagsmuni af því að villtir laxastofnar verði ekki fyrir tjóni. Veiðiréttur er stór hluti af tekjum bænda á Íslandi og ekkert einkamál stórfyrirtækja að stefna af- komu þeirra í hættu með eldi á frjó- um norskum laxi í sjókvíum,“ segir Þorsteinn J. Í myndinni er einnig fjallað um reynslu annarra þjóða af sjókvía- eldi; í Noregi, Skotlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að sjá stóru myndina í þessu máli. Reynsla annarra þjóða af sjókvíaeldi er alls ekki góð, tveir þriðju af villta laxastofninum hefur orðið fyrir varanlegum skaða og í Seattle í Bandaríkjunum sluppu yfir 200.000 laxar úr sjókví sem hrundi saman á síðasta ári. Meira að segja norsku fyrirtækin sem eiga í lax- eldisfyrirtækjunum á Íslandi eru að skoða aðrar leiðir en sjókvíaeldi þar sem öllum er ljóst að þessi aðferð er ógn við náttúruna. Þess vegna held ég að myndin sé mikilvægt inn- legg í þessa umræðu, Íslendingar hafa ennþá möguleika á að endur- taka ekki mistök annarra þjóða með skelfilegum afleiðingum,“ segir leik- stjórinn Þorsteinn J. mm Undir yfirborðinu er mynd sem fjallar um sjókvíaeldi Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið dagana 10. – 11. maí nk., en ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sín- um og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn. Framtíð háskóla- starfs á landsbyggðinni er yfirskrift ráðstefnunnar og vísar hún til þess að Háskólinn á Bifröst vill á 100 ára afmælisári sínu hvetja fræði- menn til að huga að þýðingu vís- inda- og fræðastarfs á landsbyggð- inni fyrir þróun byggðar og mann- lífs í landinu. Það verða 61 fjölbreytt rann- sóknarverkefni kynnt á ráðstefn- unni í málstofum og fyrirlestrum. Dagskráin hefst fimmtudaginn 10. maí kl. 10.30 með setningarávarpi Vilhjálms Egilssonar rektors Há- skólans á Bifröst og stendur til kl. 15.00 þann 11. maí. Meðal umfjöll- unarefna rannsóknanna er stað- setning háskóla og menntabil í há- skólamenntun, staða kvenna innan háskólasamfélagins, menningar- stefna utan höfuðborgarsvæðisins og skólar og borgarar í lýðræðis- samfélagi. Einnig má nefna rann- sóknir sem snúa að dvöl barna í sveit, vinnumarkaðnum, stjórn- endum, ferðaþjónustu, glæpum, ofbeldi, jafnrétti og stjórnmálum. Málstofurnar eru öllum opnar. Skráning er í netfangið bifrost@ bifrost.is. -fréttatilkynning Ráðstefna á Bifröst um íslenska þjóðfélagið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.