Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201814 Þriðjudaginn 1. maí voru tímamót hjá Hestamannafélaginu Dreyra. Þá var skrifað undir samning um bygg- ingu nýrrar reiðhallar á svæði félags- ins á Æðarodda við Akranes. Félagið er nú eitt fjögurra hestamannafélaga í landinu sem enn er án reiðhallar eða annarrar aðstöðu til tamningar og þjálfunar. Hin þrjú félögin eru öll fámennir klúbbar í samanburði við Dreyra. Akraneskaupstaður verð- ur eigandi reiðhallarinnar, en hún verður byggð fyrir um sextíu millj- óna króna framlag frá Akraneskaup- stað auk afsláttar af gatnagerðar- gjöldum, tíu milljóna króna fram- lag kemur frá Hvalfjarðarsveit auk vinnuframlags frá félögum í hesta- mannafélaginu. Áætlaður heildar- kostnaður við bygginguna er um 97 milljónir króna, ef gatnagerð- argjöld eru talin með. Skrifað var undir samning síðdegis á afmælis- dag hestamannafélagsins 1. maí að lokinni firmakeppni. Til stendur að byggja límtréshús og á það að vera tilbúið eftir eitt ár. Skessuhorn hitti að máli Ásu Hólmarsdóttur, for- mann Dreyra, og ræddi við hana um þær framkvæmdir sem framundan eru. Þurfa deiliskipulags- breytingu Í gildandi deiliskipulagi fyrir Æð- arodda er gert ráð fyrir byggingar- reit fyrir reiðhöll á flötinni sunn- an við fyrstu hesthúsin í hverfinu. Hugur hestamanna stefnir þó í þá átt að byggja reiðhöllina sunnan við og sem næst félagsheimilinu á Æð- arodda, sem heitir Oddinn. „Okk- ur líst best á að byggingin rísi þar sem hestakerrum hefur verið lagt fram að þessu. Því þarf að breyta deiliskipulagi fyrir svæðið áður en framkvæmdir geta hafist,“ segir Ása. Hún segir að byggt verði 1.125 fm. hús sem verður 25 metra breitt og 45 metra langt. Sambærilegar reiðhallir er til að mynda að finna á Flúðum og Selfossi. „Við erum hins vegar ekki með í býgerð dýra bygg- ingu. Gólfflöturinn verður vissu- lega góður en þetta verður ekki hús með mikilli áhorfendaaðstöðu, fáir bekkir og engin stúka. Húsið er þó ekki enn fullteiknað en við urðum að ákveða stærð þess til að getað aflað verðhugmynda í bygginguna. Fengum svo verð úr forútboði frá Límtré-Vírneti í límtréshús sem okkur líst afar vel á. Þá er góð reynsla af reiðhöllum sem byggðar hafa verið úr einingum frá Límtré-Vír- neti. En þar sem Akraneskaupstað- ur verður formlegur eigandi hússins getur verið að byggingin þurfi að fara í formlegt útboð. Það á eftir að koma í ljós. Við Dreyrafélagar lítum á það sem kost að reiðhöllin verði staðsett sem næst félagsheimilinu. Bæði mun það auka nýtingu á hús- unum og hægt verður t.d. að sam- nýta hreinlætisaðstöðu sem fyrir er í félagsheimilinu. Það er afar mikil- vægt fyrir okkur að Akraneskaups- staður eigi reiðskemmuna rétt eins og öll önnur íþróttahús á Akranesi. Eignarhaldið er í raun ákveðin yfir- lýsing um hestamennsku sem íþrótt á Akranesi og á starfsemi félagsins.“ Aðstöðuleysið hamlandi Ása dregur ekki dul á að það hamli faglegri reiðkennslu og keppnis- þjálfun hjá Dreyra að hafa ekki að- gang að reiðhöll. „Það eru einung- is fjögur hestamannafélög á land- inu sem eru án aðstöðu af þessu tagi. Dreyri er langfjölmennasta fé- lagið án reiðhallar, en félagafjöld- inn hjá okkur er nú um 240. Félagið er fimmta fjölmennasta aðildarfélag Íþróttabandalags Akraness og því má segja að tími hafi verið kominn á að ÍA og Akraneskaupstaður létu röðina koma að okkur hvað fjár- frekar framkvæmdir varðar.“ Ása segir að þótt umræðan um reiðhöll á Æðarodda hafi ver- ið í gangi í mörg ár, hafi það gerst fremur snögglega að hún komst upp úr þeim fasa og á framkvæmda- stig. „Þetta var hálfgert póker- spil á síðustu metrunum milli full- trúa úr sveitarstjórnum á félags- svæðinu okkar, þ.e. Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað. Dálítið eins og Dreyri væri skilnaðarbarn þar sem koma þurfti foreldrunum til að tala saman,“ segir Ása og hlær. „En það er bara frábært að ná lendingu í svona máli fyrir sveitarstjórnar- kosningar. Eftir þær kemur nýtt fólk í sveitarstjórnir sem mun taka tíma að setja sig inn í stöðuna áður en byrjað verður að ákveða dýrar fram- kvæmdir. Þar að auki hefur það því miður verið að þannig undanfarinn áratug að hestmennskan er fjarlæg- ur heimur fyrir flesta sem hafa starf- að í sveitarstjórnum á okkar svæði og er það líka fyrir þá nýju sem nú munu taka sæti í sveitarstjórnun- um eftir kosningar. Við höfum því á liðnum mánuðum verið með það sem kalla mætti kynningarþrýsting í málinu. Höfum haldið fólkinu í sveitarstjórnunum vel upplýstu, farið í kynningarferðir með það og verið fylgin í þeirri staðföstu trú okkar að reiðhöll muni nýtast mörgum, ekki bara hestamönnum. Þarna verður til aðstaða sem hægt verður að nýta fyrir margt annað en hross og hestamenn,“ segir Ása. Hún vill þakka þeim sveitarstjórn- arfulltrúum sem staðið hafa þéttast við bakið á hestamönnum í þess- ari baráttu. Nefnir hún sérstaklega Ólaf Adólfsson og Einar Brandsson frá Akraneskaupstað ásamt Sæv- ari Frey Þráinssyni bæjarstjóra, en auk þeirra var Björgvini Helgasyni og Stefáni Ármannssyni sveitar- stjórnarfulltrúum og Skúla Þórð- arsyni sveitarstjóra í Hvalfjarðar- sveit mjög umhugað að klára þetta mál. Í samningi um reiðhöllina er sérstaklega getið þess að Dreyri opni félagsstarf sitt meira gagn- vart almennum íbúum sveitarfélag- anna. „Við skuldbindum okkur til að kynna hestamennsku sérstaklega og hér verður opið hús a.m.k. á hverju ári. Allt verður gert til að nýtingin verði sem best á reiðhöllinni.“ Virkjum félagsmennina Af 97 milljónum sem reiðhöllin er talin kosta leggur Akraneskaup- staður fram 62,33%, Hvalfjarðar- sveit 10,28% og Dreyri 27,39%. Ása segir að framlag hestamanna- félagsins verði bæði í formi fjár- magns og einnig í formi mikillar vinnu við byggingu hússins og því verði það afar mikilvægt að félags- menn verði virkir í þeirri vinnu sem framundan er. Rækta þarf sprotana „Þetta verður bylting, það er ekki hægt að nota hófstilltari orð,“ seg- ir Ása um þann aðstöðumun sem skapast þegar reiðhöllin verður tekin í notkun. „Það er ekki allt- af logn á Æðarodda og það vita til dæmis reiðkennarar sem hafa neit- að að koma til okkar vegna aðstöðu- leysis. Þannig má segja að félag okk- ar hafi verið mjög aftarlega á mer- inni. Nýverið buðum við t.d. upp á reiðnámskeið fyrir börn á Skáney og niðurgreiddum verulega kostn- að þeirra við þátttöku. Skemmst er frá því að segja að tæplega 30 börn nýttu sér þetta boð og ber það vott um líflegt æskulýðsstarf hjá okk- ur þrátt fyrir allt. En við þurfum að vera á tánum. Ef aðstaðan hjá okkur hefði áfram verið með þessum hætti sæjum við bara eftir börnunum yfir í aðrar tómstundir. Dreyri eins og önnur íþróttafélög þurfa alltaf að vera á tánum og hlúa að sprotunum. Með þessari nýju reiðhöll komumst við að hlið flestra félaga í landinu sem fyrir löngu eru búin að byggja upp góða aðstöðu þar sem hægt er að stunda þjálfun og tamningar allan ársins hring. Þetta er því líka spurn- ing um atvinnumennina í hesta- mennsku sem eftir ár geta rétt eins búsett sig á félagssvæði Dreyra eins og annarsstaðar þar sem aðstaðan er í lagi.“ Agalega hamingjusöm Næstu skref í undirbúningi bygg- ingar reiðhallar er deiliskipulags- breyting sem áætlað er að taki um fjóra mánuði. Skóflustunga að bygg- ingunni verður tekin í haust og efn- ið í húsið komið í nóvember. „Ef yleiningahús verður fyrir valinu gæti það risið fyrir áramót ef allt gengur að óskum og vígsla á 72 ára afmæli Dreyra 1. maí 2019.“ Ása Hólmars- dóttir kveðst stolt á þessum tíma- mótum í sögu félagsins. „Ég er aga- lega hamingjusöm með að ná þessu í gegn á minni vakt sem formaður Dreyra.“ mm Reiðhöll verður byggð á Æðarodda Formaður Dreyra líkir væntanlegum aðstöðumun hestafólks í Dreyra við byltingu Ása Hólmarsdóttir formaður hestamannafélagsins Dreyra. Fulltrúar Dreyra, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Íþróttabandalags Akraness við undirritun samnings síðdegis 1. maí. F.v. Hrafn Einarsson, Sævar Freyr Þráinsson, Ása Hólmarsdóttir, Skúli Þórðarson og Marella Steinsdóttir. Tekist í hendur að lokinni undirritun byggingasamnings. Áformað er að deiliskipulagi verði breytt og reiðhöllin reist sunnan við félagsheimilið, þar sem hestakerrur standa nú

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.