Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 19 Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing um framboðslista við sveitarstjórnarkosningar í Snæfellsbæ 26. maí 2018 Snæfellsbær, 8. maí 2018 Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar D Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins J Framboðslisti Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar Björn Haraldur Hilmarsson Júnínana Björg Óttarsdóttir Auður Kjartansdóttir Rögnvaldur Ólafsson Örvar Már Marteinsson Þorbjörg erla Halldórsdóttir Jón Bjarki Jónatansson Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen Illugi Jens Jónasson Lilja Hrund Jóhannsdóttir Þóra Olsen Andri Steinn Benediktsson Kristjana Hermannsdóttir Margrét Vigfúsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir Michael Gluszuk Fríða Sveinsdóttir Eggert Arnar Bjarnason Gunnsteinn Sigurðsson Ása Gunnarsdóttir Monika Cecylia Kapanke Guðmundur Ólafsson Drífa Skúladóttir Adam Geir Gústafsson Óskar Þór Þórðarsson Marta Sigríður Pétursdóttir Þórunn Káradóttir Kristján Þórðarson www.haskolalestin.hi.is Laugardaginn 12. maí kl. 12–16 Vísindaveisla í Hjálmakletti Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir HÁSKÓLALESTIN Í BORGARNESI • Frábærar tilraunir • Óvæntar uppgötvanir • Dularfullar efnablöndur • Mælingar og pælingar • Undraheimar Japans • Þrautir og áskoranir • Stjörnur og sólir • Vindmyllusmíði • Leikur með ljós og hljóð • Furðulegar fornleifar Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna! Fjölmargt annað að sjá og heyra Sumum finnst kjánalegt að sitja og vera bara, en ekki gera neitt eða ótt- ast að öðrum finnist það. En það að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst kjánalegt gerir voðalega lít- ið fyrir lífsgleðina. Finnst mér. Áður fyrr þótti það mjög afkáralegt að fólk færi út að hlaupa, án þess að vera að fara neitt sérstakt, eða hjóla þegar það gat ekið. En nú hefur það snúist við, fólk sem kemur á bíl þegar það hefði getað gengið eða hjólað afsak- ar sig, ekki satt? Núvitund er hröð- um skrefum að ná þeirri stöðu að vera normið en ekki undantekning- in, sem er ekki skrítið því að það er svo hagnýtt og gott að stunda hana. Íþróttamenn stunda hana til að bæta árangur í sinni íþrótt, hafa hausinn í lagi eins og sagt er. Fólk sem er með langvarandi líkamlega verki þolir þá betur. Ástundun núvitundar lækk- ar blóðþrýsting, eykur líkamlegt þol og hamingju. Þau sem þjást af þung- lyndi og kvíða ná bót, einkum fækkar endurteknum köstum. Mér skilst að HAM (hugræn atferlismeðferð) með núvitundartvisti sé núna árangursrík- asta meðferðin við þunglyndi. Börn sem eiga foreldra sem stunda hug- leiðslu eru hamingjusamari en önnur börn. Í skólum sem bjóða hugleiðslu er minna af hegðunarvandamálum, og sama má segja um fangelsi. Lög- reglumenn sem hugleiða taka yf- irvegaðri ákvarðanir og svo mætti áfram telja. Hvernig er þetta gert? Einfaldlega með því að einbeita þér að líkam- anum, oftast er öndunin notuð sem einskonar ankeri. Öndunin er alltaf með okkur, og ef þú andar ertu meira í lagi en ekki. Sem er hughreystandi og gott að minna sig á. Þannig að þú situr kyrr eða liggur, og andar, með fullri vakandi með- vitund. Einfalt? Já. Auðvelt? Ekki svo. Það sem verður átakanlega aug- ljóst þegar reynt er að einbeita sér að önduninni er hvað hugsanirnar eru á stjórnlausri fleygiferð í hausnum á okkur. Bara það að átta sig á því er þáttur í því að ná tökum á aðferð- inni. Það er svo þegar þú ferð að spá í hvaða partur af þér það sé, sem tekur eftir því að hugsanir eru hugsaðar, að þú ferð á flug. Það er samt þannig þó að það sé gott að stunda núvitund þá er ekki æskilegt að stunda hana með ákveðna niðurstöðu í huga. Það að hugleiða til þess beinlínis að verða hamingju- samur eða rólegur getur unnið gegn markmiði sínu því að þetta er svo mild (lúmsk) aðferð. Betra er að skoða bara í rólegheitum hvað er hér núna. Það að setjast niður og fylgjast með sjálfri/sjálfum sér vera eins og mað- ur er, vera með sjálfum sér í orðins fyllstu merkingu, leiðir með tíman- um til róttækra breytinga sem eru ólíkar milli einstaklinga og erfitt að útskýra. Fólk segir að það verði meira það sjálft, eða að lífið komi í skýr- ari fókus. Ef þú vilt prófa óform- lega ástundun gætirðu valið ákveðna atburði sem gerast daglega eða oft á dag til að „koma í líkamann,“ verða með-vituð/vitaður um hvernig það er að vera þú. Þetta gæti verið þegar þú færð þér vatn að drekka, eða alltaf þegar þú sest inn í bílinn. Það er ekki tímalengdin sem skiptir máli heldur einbeitingin sem er sett í meðvitund- ina... Hvernig er að vera þú? Steinunn Eva Þórðardóttir. (Byggt m.a. á skrifum Jon Kabat- Zinn sem er einmitt væntanlegur til landsins) Listahátíðin List án landamæra hófst í Reykjavík síðastliðinn fimmtu- dag, 3. maí og stendur hún yfir til næsta sunnudags. Hátíðinni er ætl- að að fagna fjölbreytileika mannlífs- ins. Hún var fyrst haldin 2003 á Evr- ópuári fatlaðra og hefur verið haldin á hverju ári síðan þá. Fjölmargir listamenn stíga á stokk á hátíðinni. Einn þeirra er Sindri Víðir Einarsson frá Fremri-Gufu- dal í Reykhólahreppi, en hann kem- ur fram undir listamannsnafninu MC Ísbjörn. Lét hann rímurnar flæða á opnunarhátíð Listar án Landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt rappdú- ettinum JóaPé og Króla. kgk MC Ísbjörn opnaði List án landamæra Núvitund verður nýja normið Heilsupistill Steinunnar Evu MC Ísbjörn fyrir miðju ásamt þeim JóaPé og Króla. Ljósm. List án landamæra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.