Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201824 Mér eru minnisstæð slagorðin „Hreint land - fagurt land“ sem ómuðu í tilkynningum í útvarp- inu á uppvaxtarárum mínum, voru límd á auglýsingaskilti og skrifuð á áberandi staði dagblaðanna. Þessi orð eru eins og greipt í vitundina, meitluð í stein. Í huga mínum og margra annarra var þessi upphróp- un eins konar boðorð og eftir þeim skyldi farið. Þetta var umhverfis- vitundarátak með það að markmiði að hvetja fólk til að ganga snyrti- lega um landið og skilja ekki eftir rusl á víðavangi. Tilgangurinn var í raun ein- faldur; fólk skyldi sýna ábyrga umgengni í náttúrunni. Því mið- ur hefur hressilega fjarað undan áhrifum þessa átaks enda einhverj- ir áratugir síðan blásið var í lúðr- ana. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni umræðan und- anfarin misseri um plastmengun í hafi, fjúkandi rusl og óábyrga hegðun mannfólksins gagnvart lífríkinu, náttúrunni og komandi kynslóðum. Svo mjög hefur al- menningur tekið við sér að sprott- ið hafa upp hópar sem láta sig um- gengni um náttúruna varða. Víða er lyft grettistaki í að hreinsa rusl og snyrta lóðir, opin svæði, strand- lengjur og iðnaðarsvæði. Það hef- ur myndast nýtt umhverfisvitund- arátak, s.k. „plokk” þar sem fólk fer út og tínir rusl. Fólki þyrstir í að gera gagn og finnur að það getur með einföldum og ódýrum hætti lagt umhverfinu lið samhliða útivist og hreyfingu. Er það vel og megi „plokk” bylgjan breiðast út meðan hennar er þörf. Hin hliðin á teningnum er öllu grátlegri; sú staðreynd að um- gengni okkar sem þjóðar skuli vera með þeim hætti að landsátak þurfi til að hreinsa upp ruslið eftir okkur! Kem ég því aftur að þeirri ábyrgð sem hver og einn hefur gagnvart sínu rusli, sínum úrgangi. Þetta er þáttur sem því miður allt of marg- ir tengja engan veginn við. Það er ábyrgðin sem hver og einn neyt- andi ætti að axla með neysluvenj- um sínum. Keyptar eru vörur og þjónusta sem aldrei fyrr. Neysla og framkvæmdagleði landans er í sögulegu hámarki; 2007 hvað? En neyslunni fylgir ekki bara stundar- gleði heldur einnig skyldur. Öll neysla skilur eftir sig spor, mis- mikil og misafturkræfanleg. Ég lít svo á að þegar neytandi velur að kaupa þér ákveðna vöru samþykk- ir sá hinn sami framleiðsluferli vörunnar, meðvitað eða ómeðvit- að, en jafnframt að axla ábyrgð á því sem eftir situr þegar veislan er búin, þ.e. umbúðunum/úrgangin- um. Svo einfalt er það! Það sama á við um fyrirtækjarekstur og tel ég bæði rétt og sjálfsagt að sá að- ili sem rekur starfsemi er verð- ur þess valdandi að rusl fýkur frá henni, t.a.m. frá verslunum, bens- ínstöðvum, byggingasvæðum eða verksmiðjum, leggi metnað sinn í að hreinsa reglulega í kringum sig. Hér var ekki ætlunin að fjalla einungis um fjúkandi rusl heldur einnig þau ómældu verðmæti sem sóað er með allt of lítilli áherslu á endurnýtingu og flokkun. Þar gæti landinn, almenningur, fyrirtæki og sveitarfélögin gert svo miklu bet- ur. Mörg sveitarfélög á Vestur- landi hafa fyrir löngu stigið metn- aðarfull skref í úrgangsmálum en önnur heldur minni. Horfi von- andi hver í sinn barm í því sam- hengi. Vissulega er ruslatínsla almenn- ings verðugt verkefni, þakkarvert og sýnir að fjöldi fólks hefur sterka umhverfisvitund. Ég vil þó minna á að ábyrgðin á stefnumótun í úr- gangsmálum liggur hjá sveitar- félögunum. Aldrei skyldi van- meta þann drifkraft sem liggur í fyrirmyndunum og í mínum huga eiga ákvarðanir sveitarfélaganna í úrgangsmálum að vera til fyrir- myndar. Því skora ég á þau fram- boð sem hyggjast bítast um sæti í sveitarstjórnum á Vesturlandi að kappkosta hvernig markmiðum í úrgangsmálum verði náð á kom- andi kjörtímabili. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Borgarnesi Vanmetnar fyrirmyndir? Pennagrein Pennagrein Stöðugt er verið að hagræða í land- búnaði og tækninni flýgur fram. Mikil uppbygging hefur orðið í mjólkurframleiðslu í Borgarbyggð á undanförnum árum. Samhliða slíkri uppbyggingu er mikilvægt að rekstraröryggi sé tryggt. Allur nú- tíma rafbúnaður í landbúnaði er gerður fyrir þriggja fasa rafmagn til að mynda mjaltatæki, fóðurkerfi og haughrærur. Þriggja fasa rafmagn er því einn af grunnþáttunum sem veitir meira rekstrar- og afhending- aröryggi. Bændur sem hafa ekki að- gang að þriggja fasa rafmagni verða að taka á sig auka kostnað til þess að geta notað þessi tæki sem felst m.a. í því að fjárfesta í tíðnibreytum við rafmótora sem gerir það að verkum að þeir endast mun skemur. Það má því segja að staðan eins og hún er í dag, þar sem víðs vegar er vönt- un á þriggja fasa rafmagni í sveitar- félaginu, hafi hamlandi áhrif á at- vinnuuppbyggingu á svæðinu og skerði atvinnumöguleika fyrirtækja í dreifbýlinu. Rarik hefur gefið það út að lagning þriggja fasa rafmagns á Mýrunum sem dæmi sé ekki í far- vatninu fyrr en árið 2025 í fyrsta lagi. Við þurfum að beita okkur fyrir því að hraðað verði lagningu þriggja fasa rafmagns sem allra fyrst í öllu sveitarfélaginu svo íbúar sitji við sama borð og aðrir en ekki mis- munað út frá búsetu. Annað mikilvægt búsetuskilyrði er góður netaðgangur. Því er algert forgangsmál að klára að ljósleiðara- væða allt sveitarfélagið sem fyrst. Leggjum við upp með að því verki verði lokið ekki seinna en árið 2020. Þá skal þrýsta á að sú vinna verði nýtt til að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns með öllum mögu- legum leiðum og þar með styrkja grunninn að atvinnustarfssemi í dreifbýli. Eiginfjárstaða Rarik er sterk og full ástæða til að hvetja rík- isvaldið í að beita sér fyrir lagningu þriggja fasa rafmagns um landið allt í þeim anda sem ljósleiðaraverkefn- ið, Ísland ljóstengt, starfaði. Malarvegir í sveitarfélaginu eru margir og misgóðir. Við þurfum að leggja mikla áherslu á uppbyggingu og lagningu slitlags á vegi. Bú fara stækkandi og með aukinni fram- leiðslugetu eykst líka þungaflutn- ingur á svæðinu, þ.e. á mjólk, fóðri og áburði. Bættar samgöngur auka búsetuskilyrði og hafa jákvæða þró- un á atvinnuuppbyggingu og ferða- þjónustu. Við Sjálfæðismenn mun- um auka samtal og samstarf við þingmenn kjördæmisins og mark- visst leita leiða til að flýta upp- byggingu á vegum í sveitarfélaginu. Sækjum fram með nýja hugsun og nýja nálgun. Við viljum gera þjónustukönnun á tómstundaakstur úr dreifbýli og bæta þannig að hann henti notend- um sem best. Einnig þarf að finna aðstöðu fyrir börn sem ekki hafa stað á meðan þau eru að bíða eftir tómstundum. Þetta á við hvort sem beðið er eftir íþróttaæfingu, öðrum tómstundum eða heimferðinni. Í þessu samhengi má m.a. skoða það að samnýta skólabíla fyrir mennta- skóla og grunnskóla og ná þannig yfir alla sem á þjónustunni þurfa að halda. Sú tilhögun hvetur mögu- lega framhaldsskólanemendur til að sækja sér menntun í heimabyggð og búa lengur heima. Með þessu næst mikill ávinningurinn og við gerum lífið betra. Sigurjón Helgason Höf. skipar 5. sæti á lista Sjálfstæð- ismanna í Borgarbyggð. Bætum innviðina Rifssaumur var opnaður eftir flutn- inga í nýtt og glæsilegt húsnæði að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík síð- astliðinn laugardag. Eigandi Rifs- saums er Katrín Gísladóttir. Hún byrjaði með útsaumsvél árið 2007 að Hafnargötu 22 í Rifi. Hún tók síðan inn garn frá A4 árið 2008 og bætti smám saman við garnúrvalið í verslun sinni. Katrín flutti svo yfir götuna í stærra húsnæði árið 2012 þar sem hún hefur verið þar til nú. Rifssaumur í Ólafsvík er nú í um 70 fermetra rými og mun rúmbetra en það eldra. Aðspurð um af hverju hún hafi flutt sig um set segir Katrín að þegar fjölskyldan keypti þetta húsnæði hafi hún séð þennan möguleika og slegið til að vera með verslunina í hluta húsnæðisins en veitingastaðurinn Sker mun einnig verða opnaður í húsinu á næstunni. Á annað hundrað gestir komu við opnunina á tveimur tímum og var Katrín hæstánægð með viðtökurn- ar. þa Rifssaumur fluttur í stærra húsnæði Pennagrein Við í Borgarbyggð búum í einu fallegasta sveitarfélagi landsins. Við getum svo sannarlega ver- ið stolt af öllu sem við höfum hér upp á að bjóða. Mikil uppbygging er í héraðinu öllu og stór verkefni framundan, bæði á vegum sveit- arfélagsins og einkaaðila. Á veg- um sveitarfélagsins ber helst að nefna viðbyggingu við Grunn- skólann í Borgarnesi og byggingu leikskólans Hnoðrabóls við hús- næði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Þetta eru þarfar framkvæmdir og ánægju- legt að hægt sé að koma þeim af stað. En það þarf að halda vel utan um þessi verk og gæta þess að þau haldist innan þess fjárhagsramma sem áætlaður hefur verið. Huga þarf í tíma að næstu stór- framkvæmd á vegum sveitar- félagsins sem ætti að vera bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi eða viðbygging þess. Undirbúnings- vinna fyrir slíka framkvæmd tek- ur langan tíma og krefst vandaðra vinnubragða. Þessa vinnu er mik- ilvægt að hefja sem fyrst svo hægt sé að fara í framkvæmdina á næstu árum. Mikilvægt er að fara strax í úrbætur á þeim mannvirkjum sem nú þegar eru þar til staðar og bæta þannig aðstöðu til íþróttaiðkunar. Skipulagsmál þarfnast sjálfs- skoðunar hjá sveitarfélaginu. Við verðum að vera óhrædd við að horfa á það sem betur má fara í þeim málum og ófeimin við að rýna verk okkar til gagns. Það þarf að efla stjórnsýsluna, stytta afgreiðslutíma mála og auka skil- virkni. Í því sambandi er mikil- vægt að byrja nýtt kjörtímabil á stöðugreiningu á skipulagsmálum og fara strax í kjölfarið í nauðsyn- legar umbætur. Þrátt fyrir óþreyjufulla bið eft- ir fjölgun lóða og uppbyggingu er nú loksins í Borgarnesi verið að leggja lokahönd á nýtt deili- skipulag í Bjargslandi. Þar er gert ráð fyrir 16 lóðum fyrir einbýlis- hús, 32 lóðum fyrir raðhús, 2 lóð- um fyrir parhús og 2 lóðir fyrir fjölbýlishús með allt að 14 íbúð- um. Þar sem skortur er á húsnæði Borgarnesi er ánægjulegt að sjá þetta nýja skipulag en jafnframt er einnig mikilvægt kanna möguleika á að þétta byggð í neðri bænum. Á Hvanneyri hafa einnig ver- ið skipulagðar um 100 nýjar lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar. Við þurfum að móta skýra stefnu um það hvað við viljum sjá í Brák- arey, þar eru spennandi tækifæri. Með breytingu sem nú á sér stað á aðalskipulagi Borgarbyggð- ar frá 2010 verður afturkallað það skipulag sem gerði ráð fyrir legu þjóðvegar 1 fyrir utan Borgar- nes. Í framhaldi af þessari vinnu er mikilvægt að bæta umferðarör- yggi við þjóðveginn í gegnum bæ- inn, en þar er oft mikil og þung umferð. Nú loksins er tækifæri til að koma slíkum framkvæmdum á dagskrá, því þörfin er mikil. Eins þyrfti ný sveitarstjórn að beita sér fyrir bættu umferðaröryggi á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins sem og kaflanum frá Borgarfjarðarbrú að Mosfellsbæ. Þau eru mörg og margvísleg verkefnin sem bíða á nýju kjör- tímabili en tækifærin til að vanda til verka og hefja uppbyggingu eru svo sannarlega til staðar. Við þurf- um að nýta þau vel. María Júlía Jónsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð Skipulagsmál Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.