Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 17 SK ES SU H O R N 2 01 8 B Listi Framsóknarflokksins D Listi Sjálfstæðisflokksins S Listi Samfylkingarinnar og óháðra V Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Guðveig Anna Eyglóardóttir Davíð Sigurðsson Finnbogi Leifsson Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Orri Jónsson Sigrún Ólafsdóttir Einar Guðmann Örnólfsson Kristín Erla Guðmundsdóttir Sigrún Ásta Brynjarsdóttir Hjalti Rósinkrans Benediktsson Pavle Estrajher Sigurbjörg Kristmundsdóttir Jóhanna María Sigmundsdóttir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Þorbjörg Þórðardóttir Höskuldur Kolbeinsson Sveinn Hallgrímsson Jón G. Guðbjörnsson Lilja Björg Ágústsdóttir Silja Eyrún Steingrímsdóttir Sigurður Guðmundsson Axel Freyr Eiríksson Sigurjón Helgason Haraldur M Stefánsson Gunnar Örn Guðmundsson Heiða Dís Fjeldsted Bryndís Brynjólfsdóttir Sigurþór Ágústsson Íris Gunnarsdóttir Fannar Þór Kristjánsson Vilhjálmur Egilsson Þorlákur Magnús Níelsson Guðrún María Harðardóttir Magnús B. Jónsson Ingibjörg Hargrave Björn Bjarki Þorsteinsson Magnús Smári Snorrason María Júlía Jónsdóttir Logi Sigurðsson Margrét Vagnsdóttir Kristín Frímannsdóttir Jón Arnar Sigurþórsson Sólveig Heiða Úlfsdóttir Dagbjört Diljá Haraldsdóttir Sölvi Gylfason Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Ívar Örn Reynisson Haukur Valsson Guðrún Björk Friðriksdóttir Jóhannes Stefánsson Jón Freyr Jóhannsson Ingigerður Jónsdóttir Sveinn G Hálfdánarson Geirlaug Jóhannsdóttir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Guðmundur Freyr Kristbergsson Friðrik Aspelund Brynja Þorsteinsdóttir Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Stefán Ingi Ólafsson Ása Erlingsdóttir Rúnar Gíslason Unnur Jónsdóttir Flemming Jessen Eyrún Baldursdóttir Sigurður Helgason Hildur Traustadóttir Kristberg Jónsson Bjarki Þór Grönfeldt Vigdís Kristjánsdóttir Guðbrandur Brynjúlfsson Auglýsing um framboðslista við sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð 26. maí 2018 Borgarnesi 8. maí 2018 Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar Bláfáninn er alþjóðleg umhverfis- vottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku (t.d. hvalaskoð- unarbátum) fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmark- mið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr um- hverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverf- ismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blakt- ir við hún. Til þess að fá leyfi til að flagga Bláfánanum þarf að senda inn umsókn og uppfylla strangar kröfur sem lúta að umhverfisstjórnun, ör- yggismálum og umhverfisfræðslu. Verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi metur umsóknina og aðstoðar um- sækjendur í ferlinu, innlend dóm- nefnd fer í kjölfarið yfir umsókn- ina og sendir hana að lokum til al- þjóðlegrar dómnefndar sem tekur ákvörðun um hvort að viðkomandi umsækjandi fái að flagga Bláfánan- um. Bláfánanum er flaggað víða um heim, m.a. á Spáni, Suður Afríku og í Mexíkó en árið 2017 var fánanum flaggað á 4.423 stöðum í 45 lönd- um. Umhverfisvottunin varð 30 ára á síðasta ári og er mjög virt og eft- irsótt. Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök, reka verk- efnið á Íslandi fyrir hönd alþjóðlegu samtakanna FEE (Foundation for Environmental Education). Ísland er umkringt hafi og bygg- ir íslenskt samfélag að miklu leiti hag sinn á auðlindum hafsins og ferðaþjónustu og því mikilvægt að stuðla að aukinni umhverfisfræðslu til verndar hafinu en Bláfáninn er gott tæki fyrir sveitarfélög til þess að sinna því ábyrgðarhlutverki. Ég óska íbúum Akraness til ham- ingju með sinn sjötta Bláfána á Langasandi, en Langisandur hef- ur verið með í verkefninu frá árinu 2013. Einnig vil ég hvetja ykkur til að taka þátt í þeim viðburðum og verkefnum sem boðið verður upp á á Langasandi í sumar og njóta strandarinnar ykkar. Bæjarstjóri Akraness tekur við Bláfánanum í formlegri afhendingu þriðjudaginn 15. maí kl. 11:00 við vesturenda Jaðarsbrautar við flagg- stöngina hjá bílastæðunum við Langasand og eru allir velkomnir. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi Langisandur hlýtur Bláfánann í sjötta sinn Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.