Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201826 Laugardagurinn 5. maí er sam- kvæmt evrópskri ákvörðun sá dag- ur sem garðyrkjufólk gengur nakið til vinnu. Eins og gefur að skilja er ákvörðun um einmitt þennan dag á almanakinu tekin einhversstaðar í Suður-Evrópu, enda sér það hver heilvita maður að venjulegir Íslend- ingar veldi annan og hlýrri árstíma til að striplast svona. En það breytti ekki því að ekki var bannað að taka þátt. Í ljósi þess að ræktun jarðar- berja hér á landi er að stórum hluta í gróðurhúsum var Kristjana Jóns- dóttir garðyrkjubóndi í Sólbyrgi í Reykholtsdal að snyrta jarðarberja- plöntur þennan dag eins og ekkert hefði í skorist, fáklædd þó. mm Dagur nakins garðyrkju- fólks tekinn alla leið Síðastliðnar vikur höfum við fram- bjóðendur Framsóknar og frjálsra farið um víðan völl og eigum þó eftir að fara enn víðar. Við vor- um með sex opna málefnafundi um málefnasvið bæjarins. Þangað mætti fólk sem þekkti vel til mála- flokkanna, gaf okkur upplýsing- ar um hvað væri gott og við hverju ætti að bregðast til að gera hlutina enn betri. Við höfum mætt á fundi, kynningar, inn í fyrirtæki, stofnan- ir og farið í heimsóknir, svo að eitt- hvað sé nefnt. Með þessu reynum við að vinna traust kjósenda með því að kynna okkur sjálf, sjónarmið okkar og koma því á framfæri fyrir hvað við stöndum. Í öllu þessu starfi hef ég áttað mig á mikilvægi þess að gefa sér tíma til að hlusta á þá sem við hittum og læra af mismun- andi reynslu og þekkingu fólks. Allt þetta gerum við til að fá upplýsing- ar um málefni okkar góða samfé- lags því við í Framsókn og frjálsum brennum fyrir því að gera góðan bæ að enn betra Akranesi. Það skiptir miklu máli að kynna sér sjónarmið sem flestra og öðl- ast þannig getu til að taka góðar ákvarðanir. Margir sem við höfum hitt eru sérfræðingar í málefnum sem standa þeim næst. Hér er ég að tala um starfsmenn og notend- ur þjónustu stofnana og fyrirtækja. Upplýsingar frá öllum þessum að- ilum er mikilvægt nesti inn í vinn- una sem er að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Það er það sem við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á. Bæjarfulltrúar fá að takast á við mörg og mismunandi mál. Það er augljóst í mínum huga, að því fleiri sjónarmið sem hlustað er á, því betri niðurstöðu fáum við. Þá er einnig líklegt að betri sátt náist um niður- stöðuna. Því verða bæjarfulltrúar að sýna pólitíska forystu, hlusta á öll sjónarmið og taka síðan ákvarð- anir út frá eigin sannfæringu. Á undanförnum vikum hef ég lært mikið um ýmiss málefni sem ég hafði litla sem enga þekk- ingu á. Þessar vikur hafa verið afar skemmtilegur tími og ég hlakka til að halda baráttunni áfram. Ég von- ast til að hitta þig og alla þá sem búa yfir ýmiss konar þekkingu. Þekk- ingin þín er mikilvæg til að gera góðan bæ að enn betra Akranesi. Ég hlakka til kosninganna og hvet þig til að kynna þér stefnumál okkar. Við munum kynna þau nk. laugardag kl. 11 - 13 í kosninga- miðstöð okkar að Kirkjubraut 54 – 56. Við munum bjóða upp á léttan „bröns“ og áhugaverð stefnumál. Áherslur okkar eru byggðar upp á samtali við ykkur og mismunandi þekkingu og reynslu liðsmanna Framsóknar og frjálsra. Ég hvet þig til að mæta! XB fyrir betra Akranes. Ragnar Sæmundsson Höf. skipar 2. sæti á lista Fram- sóknar og frjálsra á Akranesi. Pennagrein Styrk stjórn í fjármálum er grunnurinn að því að hægt sé að bæta þjónustu við íbúa og byggja upp innviði sem gera lífið betra og styrkja stoðir atvinnulífsins. Fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar er sterk og hefur staðan styrkst á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið á enda. Þegar skoðuð er þróun fjármála sveitarfélagsins frá árinu 2012 – 2017 má sjá að skuldir sem hlutfall af rekstrartekjum hafa lækkað úr 135% niður í 93%. Þetta hlutfall var að meðaltali 153% fyr- ir sveitarfélög á Íslandi árið 2016. Samningur við ríkið um að taka yfir lífeyrisskuldbindingar dvalar- heimilisins Höfða er stærsti þátt- urinn í þessum viðsnúningi sem og markviss niðurgreiðsla skulda. Þessi breyting þýðir að kaupstað- urinn getur nýtt þá fjármuni sem áður þurfti að taka frá sjóði til þess að eiga fyrir lífeyrisskuldbinding- unni, til þess að byggja upp og bæta þjónustu. Byggjum upp Í lok árs 2017 átti kaupstaðurinn um 1,8 milljarða króna í sjóðum og miðað við áætlanir til ársins 2021 er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 2,1 milljarða sem verða fjármagn- aðir með handbæru fé, ekki þarf að fara í lántöku með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir verður fjárhagsstaða bæj- arins sterk í lok ársins 2021 gangi áætlanir eftir. Á grunni þess árangurs sem hef- ur náðst eru nú hafnar endurbæt- ur gatna og uppbyggingu göngu-, hjóla og reiðstíga. Þá er í bygg- ingu frístundamiðstöð við Garða- völl sem mun bæta aðstöðu til frí- stundastarfs fyrir alla aldurshópa. Áframhaldandi endurnýjun gatna og stíga, uppbygging á þjónustu- kjarna fyrir aldraða við Dalbraut með þjónustuíbúðum og aðstöðu til félagsstarfs, bygging á nýju fim- leikahúsi og uppbygging við Jaðars- bakka ásamt því að gera Sements- reitinn byggingarhæfan eru meðal þeirra verkefna sem gert er ráð fyrir í fjárfestingaráætlun. Verkefni sem við teljum einnig mikilvægt að ráð- ast í á næsta kjörtímabili með hlið- sjón af spá um þróun íbúafjölda er bygging á nýjum leikskóla og bygg- ing á nýjum íbúakjarna fyrir fólk með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram sýna ábyrgð í stjórnun fjármála bæj- arins til hagsældar fyrir bæjarbúa. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Ólafur Adolfsson Höfundar skipa 2. og 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi til bæj- arstjórnarkosninga í vor. Styrk fjármálastjórn Akraneskaupstaðar Styrk stjórn í fjármálum er grunnurinn að því að hægt sé að bæta þjónustu við íbúa og byggja upp innviði sem gera lífið betra og styrkja stoðir atvinnulífsins. Fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar er sterk og hefur staðan styrkst á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið á enda. Þegar skoðuð er þróun fjármála sveitarfélagsins frá árinu 2012 – 2017 má sjá að skuldir sem hlutfall af rekstrartekjum hafa lækkað úr 135% niður í 93%. Þetta hlutfall var að meðaltali 153% fyrir sveitarfélög á Íslandi árið 2016. Samningur við ríkið um að taka yfir lífeyrisskuldbindingar dvalarheimilisins Höfða er stærsti þátturinn í þessum viðsnúningi sem og markviss niðurgreiðsla skulda. Þessi breyting þýðir að kaupstaðurinn getur nýtt þá fjármuni sem áður þurfti að taka frá sjóði til þess að eiga fyrir lífeyrisskuldbindingunni, til þess að byggja upp og bæta þjónustu. Byggjum upp Í lok árs 2017 átti kaupstaðurinn um 1,8 milljarða króna í sjóðum og miðað við áætlanir til ársins 2021 er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 2,1 milljarða sem verða fjármagnaðir með handbæru fé, ekki þarf að fara í lántöku með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir verður fjárhagsstaða bæjarins sterk í lok ársins 2021 gangi áætlanir eftir. Á grunni þess árangurs sem hefur náðst eru nú hafnar endurbætur gatna og uppbyggingu göngu-, hjóla og reiðstíga. Þá er í byggingu frístundamiðstöð við Garðavöll sem mun bæta aðstöðu til frístundastarfs fyrir alla aldurshópa. Áframhaldandi endurnýjun gatna og stíga, uppbygging á þjónustukjarna fyrir aldraða við Dalbraut með þjónustuíbúðum og aðstöðu til félagsstarfs, bygging á nýju fimleikahúsi og uppbygging við Jaðarsbakka ásamt því að gera Sementsreitinn byggingarhæfan eru meðal þeirra verkefna sem gert er ráð fyrir í fjárfestingaráætlun. Verkefni sem við teljum einnig mikilvægt að ráðast í á næsta kjörtímabili með hliðsjón af spá um þróun íbúafjölda er bygging á nýjum leikskóla og bygging á nýjum íbúakjarna fy ir fólk með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram sýna ábyrgð í stjórnun fjármála bæjarins til hagsældar fyrir bæjarbúa. Styrk fjármálastjó Akraneskaup t ðar Pennagrein Besta niðurstaðan, betra Akranes Með tilkomu nýrrar skólphreinsi- stöðvar er Akranes komið í hóp þeirra bæjarfélaga á Íslandi sem uppfylla lög og reglugerðir um fráveitu. Þetta er stór áfangi og dýr og ekki hefur gengið alveg þrautalaust að koma hreinsistöð- inni á koppinn. Sagan orðin nokk- uð löng og ástæðurnar meðal ann- ars erfið fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur, móðurfélags Veitna, eftir hrun. En nú skal fagnað. Skólpið rennur nú í hreinsistöðina við Kal- mansvík, á mótum Ægisbrautar og Esjubrautar. Þar eru föst efni, sandur og fita hreinsuð úr því, áður en skólpinu er dælt 1 km út í sjó. Þar sjá öflugir sjávarstraumar um að dreifa þeim efnum sem eft- ir eru og náttúrulegir ferlar brjóta niður lífræn efni og næringarefni. Til að fráveitukerfið virki sem skyldi þurfum við öll að taka höndum saman. Á hverju ári er mikið magn af rusli og fitu fjarlægt úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna. Þá hefur það farið í gegnum frá- veitukerfið og valdið þar álagi á dælur og annan búnað með til- heyrandi kostnaði fyrir neytendur. Mun betra er að setja allt rusl beint í ruslið og ekkert í fráveituna nema líkamlegan úrgang og klósettpapp- ír. Þá farnast okkur, og umhverf- inu, best. Fita, sem m.a. er olía og fita úr eldhúsum, er mikill skaðvaldur í fráveitunni. Hún er fljótandi þeg- ar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípun- um. Henni ætti að koma í endur- vinnslu eða urðun frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hef- ur vandinn aukist á undanförn- um árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðend- ur merkja þessa vöru sína „flus- hable“, þ.e. að óhætt sé að sturta henni niður. Sú er þó ekki raunin. Flestir klútar eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur kló- settpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið. Klútarnir eru þó ekki það eina sem fer illa með kerfið, það gera líka tannþráður, bindi, bómullarskífur, smokkar og eyrnapinnar svo fátt eitt sé nefnt. Lifandi gullfiskar eiga heldur ekki erindi en komið hefur fyrir að þeir hafi fundist í hreinsistöðvum. Þeirra frægastur er Undri sem lif- ir nú góðu lífi í fiskabúri í hreinsi- stöðinni í Klettagörðum í Reykja- vík. Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhversstaðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna þegar um er að ræða rusl og fitu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna Ný skólphreinsistöð á Akranesi Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.