Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 29
Nýfæddir Vestlendingar
Akranes - miðvikudagur 9. maí
Karlakvöld Samfylkingarinnar
á kosningaskrifstofunni að
Stillholti kl. 19:00. Bjór, bratwürst
og bretzel. Veislustjóri er Stefán
Pálsson sagnfræðingur.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. maí
Ráðstefna um íslenska
þjóðfélagið á Bifröst 10. og 11.
maí. Yfirskrift ráðstefnunnar
er framtíð háskólastarfs á
landsbyggðinni. Dagskráin hefst
fimmtudaginn 10. maí kl. 10:30
og stendur til kl. 15.00 þann
11. maí. Nánar í Skessuhorni
vikunnar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. maí
Messa í Borgarneskirkju á
vígsludegi kirkjunnar. Kór
eldri borgara syngur undir
stjórn Zsusönnu Budai. Prestur
er sr. Páll Ágúst Ólafsson.
Uppstigningardagur kl. 11:00 til
12:00.
Akranes -
fimmtudagur 10. maí
Hátíðarguðsþjónusta á
uppstigningardag kl. 14:00.
Sr. Þráinn Haraldsson þjónar
fyrir altari. Hljómur, kór eldri
borgara, syngur. Stjórnandi er
Lárus Sighvatsson. Sveinn Arnar
Sæmundsson leikur á orgel.
Borgarbyggð -
föstudagur 11. maí
Háskólalestin heldur
vísindaveislu í Hjálmakletti í
Borgarnesi dagana 11. og 12.
maí. Sjá nánar auglýsingu og
frétt í Skessuhorni vikunnar.
Akranes - föstudagur 11. maí
Uppistand með Sóla Hólm á
Gamla Kaupfélaginu kl. 21:00.
Miðasala á tix.is.
Borgarbyggð -
laugardagur 12. maí
Krakkaflóamarkaður í Brákarey
kl. 13:00. Krökkum gefst kostur
á að koma og selja eða skiptast
á leikföngum, spilum, bókum,
tölvuleikjum, hjólum og öðru því
sem sem þau eru hætt að leika
sér með eða vaxin upp úr. Koma
þarf með lítið borð, hjólbörur
eða annað til raða hlutunum á.
Stæðið kostar kr. 300 og þarf
að skrá sig á Facebook eða á
netfangið bjarg@simnet.is fyrir
föstudaginn 11. maí.
Borgarbyggð -
laugardagur 12. maí
Stórsýning Rafta og
Fornbílafjelags Borgarfjarðar
í Brákarey kl. 13:00 til 17:00.
Sýningin er orðin fastur liður í
starfi félaganna og dregur að sér
áhugafólk af öllu landinu auk
þess sem íbúar Borgarbyggðar
hafa ætíð sótt sýninguna vel.
Gamlir bílar og mótorhjól auk
fjölda sýningarbása. Aðgangur
ókeypis og vöfflusala á staðnum.
Akranes - laugardagur 12. maí
Stjórnin á Gamla Kaupfélaginu
frá 23:55. Sigga, Grétar og
félagar í Stjórninni mæta á
Skagann Eurovisionkvöldið 12.
maí. Aldurstakmark er 20 ár.
Miðasala á midi.is.
Snæfellsbær -
sunnudagur 13. maí
Afmælistónleikar Karlakórsins
Kára kl. 20:00. Karlakórinn
Kári verður með 10 ára
afmælistónleika ásamt
Elmari Gilbertssyni og
Eyþóri Inga Gunnlaugssyni í
Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.
Aðrir gestasöngvarar verða
Lárus Hannesson, Hólmfríður
Friðjónsdóttir og Karlakórinn
Heiðbjört. Undirleikarar verða
Friðrik Vignir Stefánsson
og Valentina Kay. Kórstjóri:
Hólmfríður Friðjónsdóttir. Friðrik
Vignir mun leika af fingrum
fram eins og honum einum er
lagið frá kl. 19:30 og fram að
tónleikum. Miðasala á www.
midi.is.
Dalabyggð -
þriðjudagur 15. maí
Tónleikar í Dalabúð. Jógvan
Hansen og Pálmi Sigurhjartarson
verða með tónleika í Dalabúð kl.
20:00. Á dagskrá eru m.a. lögin
hans Jóns í bankanum, Ég er
kominn heim, Loksins fann ég
þig, Komdu í kvöld, Kvöldsigling,
Vertu ekki að horfa og fleiri.
Miðaverð er kr. 3.500. Miðasala
við innganginn.
Á döfinni
5. maí. Drengur. Þyngd: 4.272
gr. Lengd: 54 gr. Foreldrar:
Heiðrún Arna Friðriksdóttir og
Lárus Blöndal Guðjónsdóttir,
Reykjavík. Ljósmóðir: Jóna Björk
Indriðadóttir.
Reiðhjól til sölu
Kvennmannsreiðhjól, 3ja gíra
og karlmannsreiðhjól 3x7 gíra.
Bæði hjólin hafa verið yfirfarin
og eru í mjög góðu ástandi.
Uppl. í síma 431-5646.
Markaðstorg
Vesturlands
5. maí. Drengur. Þyngd: 3.768
gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar:
Arna Pétursdóttir og Svanberg
Björnsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir.
Bolir
í mörgum litum
Við hönnum, prentum og
merkjum fyrir þig og þína
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna
Frítt á www.SkeSSuhorn.iS
Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM
TIL SÖLU
4. maí. Drengur. Þyngd: 3.910
gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
María Björgvinsdóttir og Arnþór
Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Ásthildur Gestsdóttir.
1. maí. Drengur. Þyngd: 4.174
gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar:
Valgerður Helga Ísleifsdóttir
og Guðni Leifur Friðriksson,
Grundarfirði. Ljósmóðir:
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Sími: 666 5110
smaprent@smaprent.is
www.smaprent.is Smáprent